Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 314
2. september 2005
Ár 2005, föstudaginn 2. september kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Samningur um sálfræðiþjónustu | Mál nr. SV050159 |
Lagður fram endurnýjaður samningur við Ingvar Guðnason, sálfræðing um sálfræðiþjónustu fyrir fjölskyldu- og þjónustusvið sveitarfélagsins. Samningurinn gildir til 31. ágúst 2006.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
2. | Heimild til pöntunar/kaup á tankbifreið fyrir Brunavarnir. | Mál nr. SV050161 |
Erindi frá slökkviliðsstjóra dagsett 18. ágúst 2005, um heimild til kaupa á tankbifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. Lagt fram tilboð frá Ólafi Gíslasyni hf.
Byggðarráð samþykkir að heimila kaup á tankbifreið í samræmi við þriggja ára áætlun 2006-2008. Eignfærsla verði árið 2006. Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
3. | Kaup á notaðri körfubifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar. | Mál nr. SV050160 |
Greinargerð frá slökkviliðsstjóra dagsett 18. ágúst 2005 vegna fyrirhugaðra kaupa á notuðum körfubíl fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að bifreiðin verði keypt og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
4. | Skarðsá beiðni um leigutöku | Mál nr. SV050089 |
Drög að samningi um leigu á jarðnæði í landi Skarðsár til 20 ára við Sigfús Snorrason og Ingva Þór Sigfússon.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum. Gunnar Bragi Sveinsson greiðir atkvæði á móti samningnum og óskar bókað:
#GLUndirritaður mótmælir harðlega ákvörðun meirihlutans um að leigja land sveitarfélagsins án þess að auglýsa það. Vitað er að einhverjir hafa óskað eftir viðræðum um kaup á landinu og ætla má að fleiri vilji leigja það. Leigufjárhæðin er sýndarmennska og ekki stafur um hverskonar uppbygging, ef einhver, á að fara þarna fram. Þá er það gott dæmi um stjórnsýslu meirihlutans að þeir samþykki að formaður Skarðsárnefndar og frambjóðandi VG mæli með því að bróðir hans og systursonur fái landið á leigu. Vanhæfið í málinu er augljóst.#GL
Gísli Gunnarsson óskar bókað: #GLUndirritaður vekur athygli á því að Skarðsárnefnd og landbúnaðarnefnd hafa mælt með því að landið verði leigt þessum aðilum. Aðdróttanir Gunnars Braga eru afar smekklausar#GL.
Ársæll Guðmundsson óskar bókað: #GLUndirritaður lýsir yfir vanþóknun sinni á fjarstæðukenndri samsæriskenningu Gunnars Braga í garð meirihlutans. Málflutningur hans dæmir sig sjálfur.#GL
5. | Brautargengi 2005, stuðningur sveitarfélaga | Mál nr. SV050165 |
Bréf frá Impru nýsköpunarstöð, dagsett 25. ágúst 2005, þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Brautargengi 2005, sem haldið er fyrir konur á landsbyggðinni. Verkefnið verður m.a. haldið á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra skoða málið.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Ásgarðsland | Mál nr. SV050108 |
Erindi frá Sigurði Sveini Ingólfssyni, dagsett 17. ágúst 2005 um að fá beitiland fyrir hross í landi Ásgarðs.
7. | Málþing sveitarfélaga um velferðarmál 29.09.05 | Mál nr. SV050164 |
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. ágúst 2005 um málþing sveitarfélaga um velferðarmál sem haldið verður þann 29. september nk. í Salnum, Kópavogi.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:17
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Helgi Þór Thorarensen | |
Ársæll Guðmundsson | Gísli Gunnarsson |
Gunnar Bragi Sveinsson |