Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

316. fundur 13. september 2005
 
Fundur  316 - 13. september 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 13. september kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Umsókn um þátttöku í verkefninu Hestafulltrúi Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV050167
 
Skapti Steinbjörnsson og Bjarni Egilsson fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Hestamiðstöðvar Íslands komu á fundinn til viðræðu um stöðu mála varðandi HMÍ.
 
 
 
2.
Umsókn um símenntunarstyrk
 
 
Mál nr. SV050187
 
Erindi frá sveitarstjóra um heimild til að sækja málþing EFTA um stöðu sveitarstjórnarstigsins í EES samstarfinu, þann 20. september nk.
Byggðarráð telur ekki ástæðu til að senda fulltrúa á þetta málþing í Brussel.
Bjarni Jónsson greiðir atkvæði með umsókninni.
 
Lagt fram
 
3.
Til upplýsinga v/öryggi leikvalla
 
 
Mál nr. SV050188
 
Bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 7. september 2005, varðandi öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tæknideildar.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005
 
 
Mál nr. SV050189
 
Lagt fram vinnuskjal vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2005.
Byggðarráð samþykkir að nefndir sveitarfélagsins og sviðsstjórar fari nákvæmlega yfir áætlunina með tilliti til reksturs og þjónustu í viðkomandi málaflokki.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:20
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar