Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

317. fundur 27. september 2005
 
Fundur  317 - 27. september 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 27. september kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Styrkbeiðni frá Skákfél. Hróknum
 
 
Mál nr. SV050191
 
Skákfélagið Hrókurinn óskar eftir fjárstuðningi til að efla skáklistina á Íslandi.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
 
2.
Vínv.leyfi f.Norðar ehf v.Hótel Tindast.
 
 
Mál nr. SV050192
 
Lögð fram umsókn Ágústs Andréssonar f.h. Norðar ehf um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Tindastól, Lindargötu 3, Sauðárkróki.  Sótt er um leyfi til tveggja ára, frá 15. apríl 2005  til 15. apríl 2007.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá öllum umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið.
 
 
 
3.
Rekstrarstyrkur fyrir árið 2006
 
 
Mál nr. SV050193
 
Lagt fram bréf dagsett 12. september 2005 frá Farskóla Norðurlands vestra um rekstrarstyrk fyrir árið 2006.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
 
 
 
4.
Vínveit.leyfi f.Veitingastofuna Sigtún - umsókn
 
 
Mál nr. SV050195
 
Lögð fram umsókn dagsett 12. júlí 2005, um leyfi til áfengisveitinga fyrir Sigtún - veitingastofu á Hofsósi, tímabilið 20. júlí 2005 til 20. júlí 2006.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá öllum umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið.
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
Lokauppgjör verka sem lokið var 2004 og fyrr
 
 
Mál nr. SV050199
 
Lagt fram bréf dagsett 20. september 2005, frá Siglingastofnun um lokauppgjör verka fyrir árið 2004. 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samgöngunefndar.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
6.
Fjárlaganefnd gefur kost á fundi v. fjárlagaársins 2006
 
 
Mál nr. SV050194
 
Boð frá Fjárlaganefnd Alþingis um fund með fulltrúum sveitarfélagsins í gegnum fjarfundabúnað miðvikudaginn 28. september 2005.
Rætt um málefni sem ræða á við fjárlaganefndina.
 
 
 
7.
Auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV050084
 
Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu dagsett 14. september 2005, um möguleika sveitarstjórnar á að setja sérstakar umsóknarreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsóknarreglum um úthlutun byggðakvótans.
 
 
 
8.
Brautargengi 2005, stuðningur sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV050165
 
Erindi frá Impru-nýsköpunarmiðstöð, áður á dagskrá 2. september 2005, um styrk vegna verkefnisins Brautargengi.
Byggðarráð sér sér ekki fært að veita Impru-nýsköpunarstöð rekstrarstyrk vegna verkefnisins.
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Framkvæmd sjúkraflutninga
 
 
Mál nr. SV050200
 
Bréf frá Landssambandi sjúkra- og slökkviliðsmanna dagsett 15. september 2005, um fyrirkomulag sjúkraflutninga.
 
 
 
10.
Til stuðningsmanna: #GLHaltur leiðir blindan#GL
 
 
Mál nr. SV050201
 
Þakkarbréf frá aðstandendurm Íslandsgöngunnar #GLHaltur leiðir blindan#GL.
 
 
11.
Byggðarráð - rekstur 01-08 050926
 
 
Mál nr. SV050202
 
Lagt fram yfirlit yfir rekstur fyrstu átta mánuði ársins 2005, yfirlit yfir stöðu langtímalána og framkvæmdakostnað pr. 31. ágúst 2005.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar