Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 318 - 11. október 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 11. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Jón Örn Berndsen, byggingarfulltrúi kom á fundinn til viðræðu um skipulag Ásgarðslands.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að fá Svein Ragnarsson á fund um erindi hans sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 22. júlí sl.
Lögð fram drög að samningi um leigu á hluta úr jörðinni Skarðsá í Sæmundarhlíð á milli Skarðsárnefndar annars vegar og Ingva Þórs Sigfússonar og Sigfúsar Snorrasonar hins vegar. Áður á dagskrá byggðarráðs 2. september sl.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera smávægilegar breytingar á samningnum og leggja hann aftur fyrir byggðarráð.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað frá sveitarstjórn, 168. fundi dags. 22. sep. 2005.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa liðar til 4. dagskrárliðar.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 lögð fram.
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætun fyrir árið 2005 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Ósk um ferðastyrk frá enskunemum (7036) í FNV vegna náms- og kynnisferðar til New York.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Tilkynnt hefur verið um að umboðsskrifstofu Sjóvá-Almennra trygginga á Sauðárkróki verði lokað um næstu áramót.
Byggðarráð samþykkir að boða fulltrúa félagsins á fund byggðarráðs.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. september 2005. Tilkynning um endurtilnefningu í undirnefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Lögð fram þau erindi sem byggðarráð kom á framfæri við Fjárlaganefnd Alþingis á fundi þessara aðila þann 28. september 2005.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:51
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Ár 2005, þriðjudaginn 11. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Ásgarðsland - skipulag | Mál nr. SV050211 |
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að fá Svein Ragnarsson á fund um erindi hans sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 22. júlí sl.
2. | Leigusamningur um Skarðsá | Mál nr. SV050203 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera smávægilegar breytingar á samningnum og leggja hann aftur fyrir byggðarráð.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
3. | Atvinnu- og ferðamálanefnd 050913 | Mál nr. MÞ050013 |
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa liðar til 4. dagskrárliðar.
4. | Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005 | Mál nr. SV050189 |
Byggðarráð samþykkir að vísa endurskoðaðri fjárhagsáætun fyrir árið 2005 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5. | Ferðasjóður enskunema FNV | Mál nr. SV050210 |
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Lagt fram | |||
6. | Sjóvá-Almennar - lokun starfsstöðvar | Mál nr. SV050213 |
Byggðarráð samþykkir að boða fulltrúa félagsins á fund byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar | |||
7. | Nefnd v.endursk. III.k.laga um tekjustofna svf | Mál nr. SV050206 |
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. september 2005. Tilkynning um endurtilnefningu í undirnefnd til að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga.
8. | Fjárlagabeiðnir 2006 Skagafjörður | Mál nr. SV050209 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:51
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar