Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 320 - 25. október 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 25. október kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Drög að reglum um úthlutun byggðakvóta 2005/2006 | Mál nr. SV050084 |
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
2. | Uppkast að byggðaáætlun 2006 - 2009. | Mál nr. SV050212 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn athugasemdir sveitarfélagsins við byggðaáætlunina.
3. | Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald | Mál nr. SV050217 |
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
4. | Sótt um styrk f. Aflið á Norðurlandi | Mál nr. SV050236 |
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
5. | Vinabæjamót 2006 | Mál nr. SV050238 |
Samþykkt að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning fyrir vinabæjamót 2006.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Fjárhagsupplýsingar jan.-sept. 2005 | Mál nr. SV050237 |
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir A og B hluta sveitarsjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Einnig lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir ársins pr. 30. september 2005.
7. | Menningarhús í Skagafirði | Mál nr. SV050239 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:46
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar