Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 321 - 1. nóvember 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Lagt fram | |||
1. | Umsókn um þátttöku í verkefninu Hestafulltrúi Skagafjarðar | Mál nr. SV050167 |
Véku þeir síðan af fundi.
2. | Stækkun eldisstöðvar Hólalax hf. Álit á matsskyldu. | Mál nr. SV050245 |
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
Erindi til afgreiðslu | |||
3. | Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005 | Mál nr. SV050241 |
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráðið auk sveitarstjóra og fjármálastjóra.
4. | Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2006 | Mál nr. SV050240 |
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
5. | Veiðifélag Miklavatns og Fljótaaár - félagsfundur | Mál nr. SV050242 |
Byggðarráð samþykkir að fela fulltrúa úr landbúnaðarnefnd að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
6. | Orlofshús við Varmahlíð hf | Mál nr. SV050243 |
Byggðarráð samþykkir að bjóða forráðamönnum félagsins til fundar.
7. | Markaðsskilmálar KB banka | Mál nr. SV050244 |
Byggðarráð samþykkir framlagða skilmála.
8. | Byggðasamlag um sorpförgun | Mál nr. FS050004 |
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið
Lagt fram | |||
9. | Breytingar á sýslumannsembættum | Mál nr. SV050246 |
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að kynningarfundur fyrir sveitarstjórnir og lögreglu á Norðurlandi vestra verði haldinn á Sauðárkróki.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:56
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Bjarni Jónsson | |
Gísli Gunnarsson | Gunnar Bragi Sveinsson |
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir |