Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

322. fundur 08. nóvember 2005
 
Fundur  322 - 8. nóvember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Pétur Maronsson
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
 
Fundarritari var Margeir Friðrikssonn
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Byggðasamlag um sorpförgun
 
 
Mál nr. FS050004
 
Lögð fram að nýju drög að stofnsamningi fyrir byggðasamlag um sorpförgun.  Erindi vísað af fundi sveitarstjórnar 3. nóvember sl. til byggðarráðs til nánari umfjöllunar.  Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps og nefndarmaður í Samstarfsnefnd um sorpförgun, kom til fundar um stofnsamningsdrögin.
Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GLUndirritaður telur líklegt að sorpmálum svæðisins sé best fyrirkomið í samstarfi sveitarfélaganna.  Tel ég að meta þurfi áhrif stofnun sorpsamlagsins á sorpkostnað fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.#GL
 
Lagt fram til kynningar
 
2.
Sorpförgun f. Norðurl.v. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun
 
 
Mál nr. SV050254
 
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 1. nóvember 2005 frá Skipulagsstofnun til Stapa jarðfræðistofu, vegna ákvörðunar um tillögu að matsáætlun fyrir sorpförgun fyrir Norðurland vestra. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlagða tillögu Samstarfsnefndar um sorpförgun á Norðurlandi vestra að matsáætlun ásamt þeim umsögnum sem borist hafa stofnuninni.  Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem koma fram í bréfum Stapa jarðfræðistofu dags. 17. og 15. október 2005 með nokkrum athugasemdum sem fram koma í framangreindu bréfi stofnunarinnar.
 
Lagt fram
 
3.
Breytingar á sýslumannsembættum
 
 
Mál nr. SV050246
 
Lagt fram svar dómsmálaráðuneytisins við beiðni byggðarráðs um kynningarfund á Sauðárkróki vegna nýskipunar lögreglumála.
Varðandi tillögur um nýskipan lögreglumála í landinu telur byggðarráð brýnt að sveitarstjórn Skagafjarðar og sýslumannsembættið á Sauðárkróki vinni áfram saman að eflingu löggæslu í Skagafirði og færslu verkefna til embættisins á Sauðárkróki.  Byggðarráð samþykkir að undirbúa og koma athugasemdum og tillögum til ráðherra um hvernig efla megi löggæslu og þjónustu sýslumannsembættisins á Sauðárkróki. Jafnframt samþykkir byggðarráð að óska eftir fundi með ráðherra um þær hugmyndir.
 
Erindi til afgreiðslu
 
4.
Drög að reglum um úthlutun byggðakvóta 2005/2006
 
 
Mál nr. SV050084
 
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. nóvember 2005 sem inniheldur athugasemdir sjávarútvegsráðuneytisins við tillögum sveitarstjórar að úthlutunarreglum byggðakvóta. 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta.
 
 
5.
Fjárhagsrammi 2006
 
 
Mál nr. SV050255
 
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir aðalsjóð árið 2006.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrömmunum til viðkomandi nefnda.
 
Lagt fram
 
6.
Beiðni um slitlag í Flæðagerði/hesthúsahverfi
 
 
Mál nr. SV050256
 
Erindi frá hestamannafélaginu Léttfeta dagsett 6. nóvember 2005 um slitlagsframkvæmdir á akvegi í hesthúsahverfinu í Flæðagerði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
 
 
7.
Tækifæri hf.
 
 
Mál nr. SV050257
 
Sala á hlutabréfum sveitarfélagsins í Tækifæri hf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að selja bréf sveitarfélagsins í Tækifæri hf.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:34
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar