Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 322 - 8. nóvember 2005
Ár 2005, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Pétur Maronsson
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
Fundarritari var Margeir Friðrikssonn
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Byggðasamlag um sorpförgun | Mál nr. FS050004 |
Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GLUndirritaður telur líklegt að sorpmálum svæðisins sé best fyrirkomið í samstarfi sveitarfélaganna. Tel ég að meta þurfi áhrif stofnun sorpsamlagsins á sorpkostnað fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.#GL
Lagt fram til kynningar | |||
2. | Sorpförgun f. Norðurl.v. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun | Mál nr. SV050254 |
Lagt fram | |||
3. | Breytingar á sýslumannsembættum | Mál nr. SV050246 |
Varðandi tillögur um nýskipan lögreglumála í landinu telur byggðarráð brýnt að sveitarstjórn Skagafjarðar og sýslumannsembættið á Sauðárkróki vinni áfram saman að eflingu löggæslu í Skagafirði og færslu verkefna til embættisins á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að undirbúa og koma athugasemdum og tillögum til ráðherra um hvernig efla megi löggæslu og þjónustu sýslumannsembættisins á Sauðárkróki. Jafnframt samþykkir byggðarráð að óska eftir fundi með ráðherra um þær hugmyndir.
Erindi til afgreiðslu | |||
4. | Drög að reglum um úthlutun byggðakvóta 2005/2006 | Mál nr. SV050084 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera nauðsynlegar breytingar á reglugerð sveitarfélagsins um úthlutun byggðakvóta.
5. | Fjárhagsrammi 2006 | Mál nr. SV050255 |
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrömmunum til viðkomandi nefnda.
Lagt fram | |||
6. | Beiðni um slitlag í Flæðagerði/hesthúsahverfi | Mál nr. SV050256 |
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
7. | Tækifæri hf. | Mál nr. SV050257 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á að selja bréf sveitarfélagsins í Tækifæri hf.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:34
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar