Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

323. fundur 15. nóvember 2005
 
Fundur  323 - 15. nóvember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 15. nóvember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
 
Önnur mál
 
1.
Orlofshús við Varmahlíð hf
 
 
Mál nr. SV050243
 
Knútur Aadnegard og Ólafur Sigmarsson forsvarsmenn Orlofshúsa við Varmahlíð hf koma til fundar í samræmi við bókun byggðarráðs frá 1. nóvember 2005.
Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar með Umhverfis- og tæknisviði.
 
Lagt fram
 
2.
Endurskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV050258
 
Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um vinnu nefndar um endurskoðun á m.a. úthlutunarreglum sjóðsins.
 
 
3.
Boð á afmælisráðstefnu Samb.ísl.sveitarfél.
 
 
Mál nr. SV050259
 
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna 60 ára afmælis sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
4.
Niðurlagning Hestamiðstöðvar Íslands - ráðstöfun eigna
 
 
Mál nr. SV050261
 
Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu þar sem fram koma tillögur um ráðstöfun á eignum HMÍ.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur stjórnar HMÍ um ráðstöfun eigna.
 
 
5.
Umsókn um fjárheimild vegna kynnisferðar
 
 
Mál nr. SV050264
 
Erindi frá fulltrúa sveitarfélagsins í samræmingarnefnd, um ferðastyrk til vinnuferðar og skoðunar álvers Alcoa í Kanada, í tengslum við aðgerðaáætlun byggingu álvers á Norðurlandi.
Afgreiðslu frestað.
 
 
6.
Rekstrarleiga bíla
 
 
Mál nr. SV050263
 
Erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd varðandi akstur á fræðslusviði.  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi, kemur til fundar undir þessum lið.
Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.
Lagt fram til kynningar
 
7.
Svarbréf eftirlitsnefnd  051109
 
 
Mál nr. SV050260
 
Svarbréf sveitarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna niðurstöðu ársreiknings 2004.
Lagt fram til kynningar.
 
 
8.
Umsagnir um framkv. skv.lögum um náttúruvernd
 
 
Mál nr. SV050262
 
Bréf frá Umhverfisstofnun um umsagnir um framkvæmdir skv. lögum um náttúruvernd.
 
Lagt fram
 
9.
Aðalfundarboð Hótels Varmahliðar ehf.
 
 
Mál nr. SV050266
 
Lagt fram aðalfundarboð Hótels Varmahlíðar ehf vegna rekstraráranna 2003 og 2004.  Fundurinn verður haldinn á hótelinu í Varmahlíð þrðjudaginn 22. nóvember 2005.
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:15.
Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar