327. fundur
13. desember 2005
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 327 - 13. desember 2005 Ár 2005, þriðjudaginn 13. desember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson Fundarritari var Ársæll Guðmundsson Lagt fram
|
|
1.
| Samræmingarnefnd um staðsetningu álvers á Norðurlandi
|
| Mál nr. SV050310
|
Fulltrúi sveitarfélagsins í samræmingarnefnd um staðarval fyrir álver á Norðurlandi Ásdís Guðmundsdóttir,kemur til fundar ásamt sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs, Áskeli Heiðari Ásgeirssyni.Gerðu þau grein fyrir vinnuferð til Kanada, fundi samræmingarnefndar þar og stöðu verkefnisins. Önnur mál
|
|
2.
| Málefni Byggðastofnunar
|
| Mál nr. SV050309
|
Forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þorsteinsson, kom til fundar til að ræða málefni Byggðastofnunar.Byggðarráð leggur áherslu á að sjálfstæði stofnunarinnar á Sauðárkróki verði tryggt og að hún verði miðstöð byggða- og atvinnuþróunarstarfs á Íslandi. Erindi til afgreiðslu
|
|
3.
| Tillaga um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá sorpþjónustu
|
| Mál nr. SV050308
|
Lögð fram tillaga um hækkun álagningar fasteignagjalda og gjaldsrkrár sorphreinsunar- og sorpeyðingargjalda. Byggðarráð samþykkir að fasteignaskattur B-flokkur hækki um 0,04#PR til samræmis við Sauðárkrók og sorpgjöldin hækki um 7#PR skv. tillögu umhverfisnefndar.
|
|
4.
| Grunnur v.fjárhagsáætlunar 2006 - fyrri umræða
|
| Mál nr. SV050312
|
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun sveitarsjóðs A og B hluta fyrir árið 2006Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Lagt fram
|
|
5.
| Húsnæðismál Fél. eldri borgara í Skagafirði
|
| Mál nr. SV050301
|
Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði varðandi aðstöðu fyrir starfssemi félagsins.Lagt fram til kynningar.
|
|
6.
| Ályktun um húsnæðismál Árskóla
|
| Mál nr. SV050306
|
Undirskriftarlisti frá starfsfólki Árskóla varðandi aðbúnað nemenda og starfsfólks.Lagt fram til kynningar.
|
|
7.
| Varðandi notkun iþróttahúss
|
| Mál nr. SV050303
|
Bréf frá Halldóri Halldórssyni f.h. Körfuknattleiksdeildar Tindastóls varðandi notkun Íþróttahúss Sauðárkróks.Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
|
|
8.
| Hluthafafundur Tækifæris hf
|
| Mál nr. SV050302
|
Boð um hluthafafund Tækifæris hf 14. desember 2005 á Akureyri.Sveitarstjóra falið að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
|
|
9.
| Sögusetur íslenska hestsins
|
| Mál nr. SV050305
|
Kynning á hugmyndum um framtíð Söguseturs íslenska hestsins og beiðni um sérstakan fund með byggðarráði um málið.Byggðarráð samþykkir að fá stjórn Söguseturs íslenska hestsins á fund byggðarráðs.
|
|
10.
| Námslaun kennara/skólastjóra 2006-2007
|
| Mál nr. SV050307
|
Bréf frá Kennarasambandi Íslands varðandi námslaun og námsleyfi skólaárið 2006/2007.Byggðarráð samþykkir framlagðar námsleyfisveitingar fyrir sitt leiti Lagt fram til kynningar
|
|
11.
| Stapi, Lýt. - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV050311
|
Tilkynning um eigendaskipti að jörðinni Stapa í Tungusveit.Lagt fram til kynningar. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00. Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar