Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

327. fundur 13. desember 2005
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  327 - 13. desember 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 13. desember kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Helgi Þór Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
 
Lagt fram
 
1.
Samræmingarnefnd um staðsetningu álvers á Norðurlandi
 
 
Mál nr. SV050310
 
Fulltrúi sveitarfélagsins í samræmingarnefnd um staðarval fyrir álver á Norðurlandi Ásdís Guðmundsdóttir,kemur til fundar ásamt sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs, Áskeli Heiðari Ásgeirssyni.
Gerðu þau grein fyrir vinnuferð til Kanada, fundi samræmingarnefndar þar og stöðu verkefnisins.
 
Önnur mál
 
2.
Málefni Byggðastofnunar
 
 
Mál nr. SV050309
 
Forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þorsteinsson, kom til fundar til að ræða málefni Byggðastofnunar.
Byggðarráð leggur áherslu á að sjálfstæði stofnunarinnar á Sauðárkróki verði tryggt og að hún verði miðstöð byggða- og atvinnuþróunarstarfs á Íslandi.
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Tillaga um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá sorpþjónustu
 
 
Mál nr. SV050308
 
Lögð fram tillaga um hækkun álagningar fasteignagjalda og gjaldsrkrár sorphreinsunar- og sorpeyðingargjalda.
Byggðarráð samþykkir að fasteignaskattur B-flokkur hækki um 0,04#PR til samræmis við Sauðárkrók og sorpgjöldin hækki um 7#PR skv. tillögu umhverfisnefndar.
 
 
 
4.
Grunnur v.fjárhagsáætlunar 2006 - fyrri umræða
 
 
Mál nr. SV050312
 
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun sveitarsjóðs A og B hluta fyrir árið 2006
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
 
Lagt fram
 
5.
Húsnæðismál Fél. eldri borgara í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV050301
 
Erindi frá Félagi eldri borgara í Skagafirði varðandi aðstöðu fyrir starfssemi félagsins.
Lagt fram til kynningar.
 
 
6.
Ályktun um húsnæðismál Árskóla
 
 
Mál nr. SV050306
 
Undirskriftarlisti frá starfsfólki Árskóla varðandi aðbúnað nemenda og starfsfólks.
Lagt fram til kynningar.
 
 
7.
Varðandi notkun iþróttahúss
 
 
Mál nr. SV050303
 
Bréf frá Halldóri Halldórssyni f.h. Körfuknattleiksdeildar Tindastóls varðandi notkun Íþróttahúss Sauðárkróks.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
 
 
8.
Hluthafafundur Tækifæris hf
 
 
Mál nr. SV050302
 
Boð um hluthafafund Tækifæris hf 14. desember 2005 á Akureyri.
Sveitarstjóra falið að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
 
9.
Sögusetur íslenska hestsins
 
 
Mál nr. SV050305
 
Kynning á hugmyndum um framtíð Söguseturs íslenska hestsins og beiðni um sérstakan fund með byggðarráði um málið.
Byggðarráð samþykkir að fá stjórn Söguseturs íslenska hestsins á fund byggðarráðs.
 
 
10.
Námslaun kennara/skólastjóra 2006-2007
 
 
Mál nr. SV050307
 
Bréf frá Kennarasambandi Íslands varðandi námslaun og námsleyfi skólaárið 2006/2007.
Byggðarráð samþykkir framlagðar námsleyfisveitingar fyrir sitt leiti
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Stapi, Lýt. - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV050311
 
Tilkynning um eigendaskipti að jörðinni Stapa í Tungusveit.
Lagt fram til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:00. Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar