Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

329. fundur 10. janúar 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  329 - 10. janúar 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 10. janúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Breytingar á sýslumannsembættum
 
 
Mál nr. SV050246
 
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki kom til fundar vegna tillagna um nýskipan lögreglumála.
 
 
2.
Brimnesskógar
 
 
Mál nr. SV060020
 
Steinn Kárason forsvarsmaður verkefnisins Brimnesskógar kom til fundar til að fylgja eftir ósk um afnot af hluta Ásgarðslands til skógræktar.  Áður á dagskrá byggðarráðs 22. júlí 2005.
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Endurnýjun þjónustusamnings um málefni fatlaðra
 
 
Mál nr. SV060010
 
Lagt fram bréf frá SSNV dagsett 20. desember 2005, þar sem óskað er heimildar til að leita samninga við Félagsmálaráðuneytið um endurnýjun á samningi um byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita SSNV umboð til undirbúnings nýs þjónustusamnings milli SSNV og félagsmálaráðuneytisins.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundinum undir þessum dagskrárlið.
 
 
4.
Stapi, Lýt. - lausn úr óðalsböndum
 
 
Mál nr. SV060011
 
Lögð fram beiðni, dagsett 20. desember 2005 frá eiganda jarðarinnar Stapa, Tungusveit um umsögn sveitarfélagsins að hún verði leyst úr óðalsböndum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að jörðin verði leyst úr óðalsböndum.
 
 
5.
Launamálaráðstefna-20-01-06-fundarboð
 
 
Mál nr. SV060013
 
Tilkynning um launamálaráðstefnu Launanefndar sveitarfélaga 20. janúar 2006 og tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins á ráðstefnuna.
Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna og fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
 
 
6.
Tillaga frá sveitarstjórn - kjaranefnd
 
 
Mál nr. SV060014
 
Erindi frá fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar, 22. desember 2005, varðandi skipan nefndar til að fjalla um kjaramál fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitar­félagsins.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Katrínu Maríu Andrésdóttur, Ársæl Guðmundsson, Einar Einarsson og Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur í nefndina.  Ársæll Guðmundsson kallar nefndina saman.
 
 
7.
Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni
 
 
Mál nr. SV050335
 
Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni um skipan nefndar sem kanni hvernig fjármagna megi næsta áfanga Árskóla.  Erindinu var vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn 15. des. 2005.  Erindi sem frestað var á síðasta fundi byggðarráðs.
 
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigurð Árnason, Gísla Árnason, Helga Thorarensen og Gísla Gunnarsson í nefndina.  Gísli Gunnarsson kallar nefndina saman.
 
 
8.
Langhús, Fljótum - óðalsbönd
 
 
Mál nr. SV060015
 
Lögð fram beiðni, dagsett 22. desember 2005, um að sveitarstjórn gefi umsögn og heimili að jörðin Langhús í Fljótum verði leyst úr óðalsböndum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að jörðin Langhús verði leyst úr óðalsböndum.
 
 
9.
Minnisblað um byggðakvóta 2005-2006
 
 
Mál nr. SV060017
 
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs varðandi byggðakvóta fyrir Hofsós fiskveiðiárið 2005/2006.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að ræða við útgerðarmenn þriggja báta til að fá nánari upplýsingar áður en úthlutun byggðakvóta fer fram.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann telji umsóknir frá Sjóskipum ehf og Geislaútgerðinni ehf fylla skilyrði til úthlutunar en aðrar ekki.
 
 
10.
Ráðningarsamningar skólastjórnenda í Árskóla
 
 
Mál nr. SV060022
 
Erindi dagsett 14. desember 2005, frá skólastjórnendum Árskóla varðandi ráðningar­samninga og akstur.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við óskum bréfritara.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar og telur að rétt hefði verið að fá bréfritara á fund byggðarráðs til viðræðu.
 
 
11.
Umsögn um veitingaleyfi - Hótel Varmahlíð
 
 
Mál nr. SV060019
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. nóvember 2005, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi umsókn Svanhildar Pálsdóttur um veitingaleyfi fyrir Hótel Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
Lagt fram
 
12.
Koltrefjaverkefni SSNV
 
 
Mál nr. SV060021
 
Formaður SSNV gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hugmyndir um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju á Norðurlandi vestra
 
Lagt fram til kynningar
 
13.
Reglugerð um fasteignaskatt
 
 
Mál nr. SV060016
 
Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 27. desember 2005, þar sem vakin er athygli á endurútgefinni reglugerð um fasteignaskatt vegna breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
 
 
14.
Endurhæfingahús - lokagreiðsla Framkv.sj. aldraðra
 
 
Mál nr. SV060009
 
Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu dagsett 28. desember 2005. Staðfesting á lokagreiðslu vegna byggingar endurhæfingarhúss á Sauðárkróki, skv. samningi frá 17. apríl 2002.
 
 
15.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV060012
 
Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2005 vegna útgjaldajöfnunar, jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og tekjujöfnunar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:41
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar