Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 331 - 24. janúar 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 24. janúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinnÁrsæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Ágúst Andrésson kom til fundar og kynnti hugmyndir um stofnun fyrirtækis sem sæi um úrvinnslu lífræns úrgangs. Áður kynnt fyrir byggðarráði 5. desember 2005. Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun fyrirtækis sem hefur þann tilgang að vinna úr lífrænum úrgangi og leggja allt að kr. 5.000.000 í hlutafé sem skiptist á þetta og næsta ár.
Dreifibréf frá Vinnueftirliti ríkisins, dagsett 17. janúar 2006, um vinnuverndarátak í skólum landsins á skólaárinu 2006/2007.
Lagt fram bréf dagsett 17. janúar 2006 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, þar sem tilkynnt er um samþykkt nýrrar gjaldskrár.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til sveitarstjórnar.
Beiðni dagsett 16. janúar 2006 um styrk, frá Kristjáni Eiríkssyni vegna ritunar sögu Drangeyjar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og menningarnefndar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:15
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Fundur 331 - 24. janúar 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 24. janúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Lagt fram | |||
1. | Úrvinnsla lífræns úrgangs | Mál nr. SV050296 |
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun fyrirtækis sem hefur þann tilgang að vinna úr lífrænum úrgangi og leggja allt að kr. 5.000.000 í hlutafé sem skiptist á þetta og næsta ár.
Lagt fram til kynningar | |||
2. | Vinnuverndarátak í grunnskólum 2006 | Mál nr. SV060038 |
Erindi til afgreiðslu | |||
3. | Gjaldskrá Heilbr.eftirlits Nl.v. | Mál nr. SV060037 |
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til sveitarstjórnar.
4. | Styrkbeiðni v.heimilda um Drangey | Mál nr. SV060039 |
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslu- og menningarnefndar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:15
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar