Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

332. fundur 31. janúar 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  332 - 31. janúar 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 31. janúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Héraðsskjalavörður beiðni um leyfi frá störfum
 
 
Mál nr. SV060049
 
Erindi dagsett 17. janúar 2006 frá forstöðumanni Fræðaseturs Skagfirðinga um að fá launað leyfi fyrri hluta árs 2007.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið frekar.
 
 
2.
Kaup á rútu
 
 
Mál nr. SV060051
 
Erindi dagsett 24. janúar 2006 frá Umf. Tindastóli um heimild til að fjárfesta í rútu til að nota fyrir félagið vegna keppnis- og æfingaferða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir.
 
 
3.
Leikskólinn Glaðheimar - samningur um kaup á hádegismat
 
 
Mál nr. SV060055
 
Lagt fram samkomulag dagsett 13. janúar 2006, á milli leikskólans Glaðheima og Kaffi Króks um kaup á hádegismat frá miðjum janúar fram að sumarfríi leikskólans í júlí nk.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Grænhóll, tilkynning um sölu
 
 
Mál nr. SV060056
 
Tilkynning dagsett 18. janúar 2006, skv. Jarðarlögum um sölu á 1/7 hlut úr jörðinni Grænhól - landnúmer 145934. 
 
Erindi til afgreiðslu
 
5.
Um fráveitugjald og tæmingu rotþróa í svf.
 
 
Mál nr. SV060058
 
Fyrirspurn dagsett 23. janúar 2006 frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga varðandi samþykkt  um fráveitu og tæmingu rotþróa og gjaldskrá vegna tæmingar rotþróa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið og taka það aftur á dagskrá á næsta fundi.
 
 
6.
Breyting hafnargjalda í febrúar 2006
 
 
Mál nr. SV060059
 
Lögð fram gjaldskrá hafna í Skagafirði skv. ákvörðun samgöngunefndar frá 30. janúar 2006.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við gjaldskrána.
 
 
7.
Reiðhöll Hólaskóla, umsókn um leyfi til samkomuhalds
 
 
Mál nr. SV060057
 
Erindi dagsett 23. janúar 2006 frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Jóns Aðalsteins Baldvinssonar, vígslubiskups á Hólum um samkomuhald í reiðhöll Hólaskóla í ágúst 2006.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Fjárveitingar til aðila í Skagafirði í Fjárlögum ársins 2006
 
 
Mál nr. SV060062
 
Lagt fram yfirlit yfir fjárveitingar Alþingis til aðila í Skagafirði utan ríkisstofnana.
 
 
9.
Jöfnunarsjóður - framlög 2006
 
 
Mál nr. SV060052
 
Bréf dagsett 26. janúar 2006 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætlað framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum árið 2006 að upphæð kr. 10.110.000.
 
Lagt fram
 
10.
Breytingar á verslunarrekstri  Símans á Sauðárkróki
 
 
Mál nr. SV060050
 
Bréf dagsett 26. janúar 2006 frá Símanum vegna breytinga á verslunarrekstri á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forráðamönnum Símans um framtíðaráform og þjónustu Símans í sveitarfélaginu.
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Samráðsfundur SÍS og Landssambands sumarhúsaeigenda
 
 
Mál nr. SV060053
 
Tilkynning dagsett 26. janúar 2006 um samráðsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands sumarhúsaeigenda um málefni sumarhúsaeigenda þann 10. febrúar nk.
 
Lagt fram
 
12.
Æðarræktarfélag Íslands
 
 
Mál nr. SV060054
 
Erindi dagsett 19. janúar 2006 frá Æðarræktarfélagi Skagafjarðar um aðgerðir til eyðingar refa og minka í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
 
Lagt fram til kynningar
 
13.
Álver á Norðurlandi
 
 
Mál nr. SV060060
 
Lagt fram kynningarefni samstarfsnefndar um staðarval álvers á Norðurlandi.  Kynningarfundur verður á Akureyri í dag fyrir fulltrúa sveitarstjórna og atvinnuþróunarfélaga á Norðurlandi til að kynna áfanganiðurstöður aðgerðaáætlunar vegna 250.000 tonna álvers á Norðurlandi.
 
Lagt fram
 
14.
LN fundargerð 28 jan 2006 - launaviðbætur
 
 
Mál nr. SV060061
 
Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 28. janúar sl., vegna sérákvörðunar um rýmkaðar heimildir sveitarstjórna til tímabundinna launaviðbóta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hugsanlegan kostnaðarauka sveitarfélagins vegna þessarar heimildar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:15
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar