334. fundur
14. febrúar 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 334 - 14. febrúar 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu:Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirAuk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson Fundarritari var Margeir Friðriksson Lagt fram til kynningar
|
|
1.
| Heilbrigðiseftirlitsgjöld árið 2006
|
| Mál nr. SV060081
|
Bréf dagsett 9. febrúar 2006 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra varðandi innheimtu heilbrigðiseftirlitsgjalda árið 2006. Áætlaður hlutur sveitarfélagsins er kr. 3.088.334. Erindi til afgreiðslu
|
|
2.
| Norðurá bs
|
| Mál nr. SV060083
|
Beiðni dagsett 1. febrúar 2006, frá Norðurá bs. um að bókhald og umsjón fjárreiða þess verði vistuð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.Byggðarráð samþykkir erindið.
|
3.
| Kostnaðarmat vegna ákvörðunar LN
|
| Mál nr. SV060071
|
Lagt fram yfirlit yfir áætlaðan kostnað sveitarfélagsins á árinu 2006, vegna ákvörðunar LN um heimild til hækkunar launa. Áður á dagskrá fundar byggðarráðs 7. febrúar 2006. Sigrún Alda Sighvats deildarstjóri launadeildar kom inn á fundinn til viðræðu og vék svo af fundi. Lagt fram
|
|
4.
| Grunnskólinn að Hólum - sparkvöllur
|
| Mál nr. SV060082
|
Bréf dagsett 10. febrúar 2006, frá skólastjórum grunn- og leikskóla á Hólum, fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráðs og Umf. Hjalta, þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir upphituðum sparkvelli við Grunnskólann að Hólum.Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLÞegar sótt verður um stuðning við uppbyggingu nýrra sparkvalla til KSÍ er mikilvægt að sérstaklega verði horft til núverandi íþróttaaðstöðu á þeim stöðum sem til greina koma og þarfar á næstu árum. Þannig verði tryggt að slík mannvirki nýtist sem best ef ákveðið verður að ráðast í þau. Þeir staðir þar sem aðstaðan er slökust í dag eiga að ganga fyrir.#GL Lagt fram til kynningar
|
|
5.
| Náttúrustofur og tilboð þeirra í þjónustuverkefni
|
| Mál nr. SV060084
|
Bréf dagsett 6. febrúar 2006, frá Veiðimálastofnun varðandi starfssemi Náttúrustofa og tilboð þeirra í þjónustuverkefni. Lagt fram
|
|
6.
| Öldrunarráð Íslands
|
| Mál nr. SV060085
|
Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2006, frá Öldrunarráði Íslands þar sem óskað er eftir upplýsingum um tengilið sveitarfélagsins varðandi þennan málaflokk.Byggðarráð samþykkir að Gunnar M. Sandholt sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs verði tengiliður sveitarfélagsins við Öldrunarráð Íslands.
|
|
7.
| Endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu
|
| Mál nr. SV060086
|
Nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.
|
|
8.
| Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
|
| Mál nr. SV060087
|
Sveitarstjóri lagði fram drög að umsögn vegna endurskoðunar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.Byggðarráð samþykkir framlögð drög og óskar jafnframt eftir að fá formann stjórnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á næsta fund til viðræðu um starfsemi sjóðsins. Lagt fram til kynningar
|
|
9.
| Starfsmannastefna lokadrög 2006
|
| Mál nr. SV060072
|
Erindi vísað frá sveitarstjórn dags. 9. feb. 2006 til byggðarráðs.
|
|
10.
| Ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga #GLGetur útrásin líka náð til sveitarfélaga#GL
|
| Mál nr. SV060074
|
Ráðstefna 23. febrúar nk. í Reykjavík um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi
|
|
11.
| Fundur sveitarstjóra með forstjóra Símans
|
| Mál nr. SV060091
|
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem hann átti með forstjóra Símans í Reykjavík.Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GL Á fundi byggðarráðs 31. janúar sl. var samþykkt að byggðarráð óski eftir fundi með forsvarsmönnum Símans. Mótmæli ég því að hafa ekki verið boðaður á fundinn.#GL
|
|
12.
| Þverárfjallsvegur
|
| Mál nr. SV060092
|
Drög að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Vegagerðarinnar um breytingar á landnotkun og lóðum á Sauðárkróki vegna tengingar Þverárfjallsvegar við Sauðárkrók. Lagt fram
|
|
13.
| Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - heimavist
|
| Mál nr. SV060093
|
Rætt um nýbyggingu heimavistar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs að rita menntamálaráðherra bréf um erindið og óska eftir fundi þar um.
|
|
14.
| Bygging álvers á Norðurlandi
|
| Mál nr. SV060094
|
ALCOA býður fulltrúa sveitarfélagsins til fundar í New York í byrjun mars nk. varðandi staðarval vegna byggingar álvers á Norðurlandi.Byggðarráð samþykkir að sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:52Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar