335. fundur
21. febrúar 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 335 - 21. febrúar 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Pétur MaronssonAuk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson Fundarritari var Margeir Friðriksson Lagt fram
|
|
1.
| Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2006
|
| Mál nr. SV060101
|
Forsvarsmenn hestamannafélaganna í Skagafirði, Guðmundur Sveinsson, Hinrik Már Jónsson og Eymundur Þórarinsson komu á fund byggðarráðs til viðræðu um Landsmót hestamanna 2006 á Vindheimamelum.Byggðarráð staðfestir að fjárstuðningur við framkvæmdir á Vindheimamelum vegna Landsmóts hestamanna 2006 verði 9 milljónir króna. Þrjár milljónir króna hafa verið greiddar á árinu 2005, þrjár milljónir króna greiðast af fjárhagsáætlun 2006 og lokagreiðsla greiðist árið 2007. Þessi styrkur er tekinn af fjárheimild málaflokks 06.
|
|
2.
| Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs
|
| Mál nr. SV060097
|
Erindi dagsett 10. febrúar 2006, frá Félags- og tómstundarnefnd varðandi umfjöllun um jafnréttismál.Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis til næsta fundar. Lagt fram til kynningar
|
|
3.
| Ráðstefna um Staðardagskrá 21
|
| Mál nr. SV060095
|
Lagt fram bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21, dagsett 14. febrúar 2006, þar sem tilkynnt er um ráðstefnu um Staðardagskrá 21 dagana 3. og 4. mars nk. í Reykholti, Borgarfirði.
|
|
5.
| 11. norræna sveitarstjórnarráðstefnan
|
| Mál nr. SV060096
|
Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um 11. norrænu sveitarstjórnarráðstefnuna sem verður haldin í Svíþjóð dagana 14.-16. maí 2006. Lagt fram
|
|
6.
| Kostnaðarmat vegna ákvörðunar LN
|
| Mál nr. SV060071
|
Lögð fram bókun stjórnar SSNV frá 14. febrúar sl.Byggðarráð samþykkir að nýta til fulls heimild Launanefndar sveitarfélaga frá 28. janúar sl. til leiðréttingar á lægstu launum. Gildir leiðréttingin frá 1. janúar 2006 og greiðist við næstu launaútborgun. Kostnaðarauki sveitarfélagsins árið 2006 er áætlaður 36,4 milljónir króna. Erindi til afgreiðslu
|
|
7.
| Umsókn um lóðir fyrir sumarhús
|
| Mál nr. SV060100
|
Lagt fram bréf dagsett 16. febrúar 2006, frá Ingva og Sigurði Sigfússonum sem sækja um 8 lóðir við Reykjahól í Varmahlíð undir sumarhús.Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar. Byggðarráð samþykkir að óska eftir því fá bréfritara á næsta fund til viðræðu um áform þeirra.
|
|
8.
| Beiðni um fjárstyrk v.útlendra fræðimanna
|
| Mál nr. SV060098
|
Erindi dagsett 7. febrúar 2006, frá Stofnun Árna Magnússonar um fjárstyrk vegna þátttöku útlendra fræðimanna í ráðstefnu í tengslum við að 900 ár eru liðin frá stofnun biskupsstóls að Hólum í Hjaltadal. Ráðstefnan mun fjalla um kristnisögu, landafræði og upplýsingatækni.Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls. Lagt fram
|
|
9.
| Niðurfellingar krafna
|
| Mál nr. SV060103
|
Sjá trúnaðarbók.
|
|
10.
| Þriggja ára áætlun 2007-2009
|
| Mál nr. SV060104
|
Sveitarstjóri lagði fram þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2007-2009.Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:57Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar