336. fundur
28. febrúar 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 336 - 28. febrúar 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Pétur MaronssonAuk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir FriðrikssonFundarritari var Margeir Friðriksson Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Fasteignagjöld v/Höfðaborg
|
| Mál nr. SV060115
|
Erindi dagsett 27. janúar 2006 frá húsnefnd Höfðaborgar um afslátt af fasteignaskatti.Byggðarráð samþykkir að fasteignaskattsálagning á Félagsheimilið Höfðaborg verði reiknuð þannig að B álagning verði reiknuð í níu mánuði ársins 2006 og C álagning verði reiknuð þrjá, vegna þess tíma sem það er nýtt sem skólahúsnæði.
|
|
2.
| Björgunarsveitin Skagfirðingasveit - umsókn
|
| Mál nr. SV060116
|
Lögð fram umsókn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit um styrk til tækjakaupa vegna björgunarsveitarinnar. Páll Sighvatsson, fulltrúi Skagfirðingasveitar kom til fundar til viðræðu um erindið og önnur mál varðandi sveitina.Byggðarráð samþykkir að ógreidd gatnagerðargjöld vegna húsnæðis björgunarsveitarinnar að Borgarröst 1, Sauðárkróki verði þinglýst sem kvöð á fasteignina. Einnig samþykkir byggðarráð að styrkja sveitina til tækjakaupa um samtals kr. 2.000.000. Ein milljón króna til greiðslu á árinu 2006 og hin greiðist á árinu 2007. Styrkur ársins 2006 verður fjármagnaður með sölu eigna. Lagt fram
|
|
3.
| Umsókn um lóðir fyrir sumarhús
|
| Mál nr. SV060100
|
Erindi áður á dagskrá byggðarráðs þann 21. febrúar sl. Ingvi og Sigurður Sigfússynir komu til fundar við byggðarráð til viðræðu um uppbyggingaráform sín. Erindi til afgreiðslu
|
|
4.
| Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar v/fasteignaskatts
|
| Mál nr. SV060117
|
Gunnar Bragi Sveinsson leggur fram svohljóðandi tillögu: #GLÍ ljósi þess að fasteignamat hefur hækkað verulega og ljóst að hækkunin er íþyngjandi fyrir marga elli- og örorkulífeyrisþega, leggur undirritaður til að fjármálasviði verið falið að meta kostnað við að hækka afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega til að mæta hækkun á fasteignamati.#GLByggðarráð samþykkir tillöguna og felur fjármálasviði jafnframt að kanna tekjumörkin með tilliti til hækkunar framfærslu. Lagt fram
|
|
5.
| Fosshótel Áning - Umsókn um vínveitingaleyfi
|
| Mál nr. SV060119
|
Lögð fram umsókn Fosshótels Áningar um vínveitingaleyfi tímabilið 1. júní 2006 - 31. ágúst 2006. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna þessarar umsóknar.Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir ofangreint tímabil.
|
|
6.
| Hugmyndir um flokkun og úrvinnslu sorps í Svf.Skagaf.
|
| Mál nr. SV060120
|
Ómar Kjartansson fyrir hönd Ó.K. gámaþjónustu kom til fundar til að ræða hugmyndir um flokkun úrgangs og úrvinnslu sorps í sveitarfélaginu. Óskaði Ómar eftir verksamningi við sveitarfélagið um móttöku og úrvinnslu sorps.Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur sveitarstjóra að sjá um að gera drög að verksamningi og leggja fyrir byggðarráð.
|
|
7.
| Minnisblað vegna akstursþjónustu fatlaðra
|
| Mál nr. SV060122
|
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs varðandi akstursþjónustu fatlaðra.Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstóra fjölskyldu- og þjónustusviðs að gera verðkönnun, annars vegar hjá hugsanlegum rekstraraðilum og hins vegar á kostnaði við kaup á hæfilegri bifreið og til grundvallar liggi að svipuð þjónusta sé veitt hvað varðar magn og gæði og er í dag.
|
|
8.
| Málefni Landsmóts hestamanna
|
| Mál nr. SV060121
|
Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kemur til fundar vegna undirbúnings Landsmóts hestamanna 2006.Byggðarráð samþykkir að fresta þessum lið til næsta fundar.
|
|
9.
| Um fráveitugjald og tæmingu rotþróa í svf.
|
| Mál nr. SV060058
|
Fyrirspurn dagsett 23. janúar 2006 frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga varðandi samþykkt um fráveitu og tæmingu rotþróa og gjaldskrá vegna tæmingar rotþróa. Minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs lagt fram.Byggðarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar.
|
|
10.
| Endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu
|
| Mál nr. SV060086
|
Áður á dagskrá byggðarráðs 14. febrúar 2006.Byggðarráð samþykkir að fela Bjarna Jónssyni að senda athugasemdir við frumvarpið í samráði við aðra byggðarráðsmenn. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:25Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar