Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

338. fundur 14. mars 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  338 - 14. mars 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 14. mars kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson.
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson til kl. 11:00 en hvarf þá af fundi.
Engilráð M. Sigurðard. tók við fundarritun
 
Lagt fram
 
1.
Erindi frá Sjóskip ehf
 
 
Mál nr. SV060147
 
Viggó Einarsson kemur til fundar vegna óska um stuðning sveitarfélagsins við rekstur Sjóskipa ehf á Hofsósi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla gagna og leggja fram tillögur fyrir næsta fund byggðarráðs.
 
 
2.
Minnisblað til byggðarráðs
 
 
Mál nr. SV060148
 
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármálasviðs varðandi fasteignagjöld og reglur um afslætti.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
 
3.
Bændur græða landið (BGL)
 
 
Mál nr. SV060150
 
Kynnt verkefnið Bændur græða landið.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Tilnefning fulltrúa í samráðsnefnd m.sveitarfél.
 
 
Mál nr. SV060151
 
Tilkynning frá Stéttarfélaginu Öldunni um fulltrúa þeira í samráðsnefnd með sveitarfélögum.
 
Lagt fram
 
5.
Tillaga frá Félagi kúabænda í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV060152
 
Lögð fram tillaga frá Félagi kúabænda í Skagafirði um mikilvægi háhraðanetstengingar í dreifbýli.
 
Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kemur til fundarins. 
Sviðsstjóra falið að kanna málið í samræmi við þá vinnu, sem nú er í gangi varðandi háhraðatengingar í Skagafirði
 
 
6.
Vinabæjarsamskipti
 
 
Mál nr. SV060153
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs, lagði fram til kynningar tillögu að dagskrá vinabæjarheimsóknar í júní n k.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Orkufrekur iðnaður á Suðurlandi
 
 
Mál nr. SV060149
 
Dreifibréf SASS til sveitarfélaga um Suðurland tækifæranna.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:15
 Ársæll Guðmundsson / Engilráð M. Sigurðard., ritarar fundargerðar