340. fundur
28. mars 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 340 - 28. mars 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 28. mars kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirAuk þess sat fundinn Margeir Friðriksson Fundarritari var Margeir Friðriksson Lagt fram
|
|
1.
| Heimsókn fulltrúa Alcoa
|
| Mál nr. SV060178
|
Komu fulltrúaa Alcoa til fundarins var frestað vegna veðurs og ófærðar. Erindi til afgreiðslu
|
|
2.
| Rauði krossinn - umsókn um niðurf. fasteignagjalda
|
| Mál nr. SV060170
|
Lögð fram beiðni dagsett 22. mars 2006 frá Rauðakrossdeildinni í Skagafirði um niðurfellingu fasteignagjalda af húseign þeirra að Aðalgötu 10b, Sauðárkróki.Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis þar til reglugerð hefur verið sett varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts þar sem starfsemi fer fram sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
|
|
3.
| Reiðhöllin Svaðastaðir - niðurf.fasteignaskatts
|
| Mál nr. SV060174
|
Lögð fram beiðni dagsett 21. mars 2006, um niðurfellingu á 70#PR af álögðum fasteignaskatti ársins 2006 á Reiðhöllina Svaðastaði.Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis þar til reglugerð hefur verið sett varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts þar sem starfsemi fer fram sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
|
|
4.
| Minnisblað til byggðarráðs
|
| Mál nr. SV060148
|
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármálasviðs varðandi fasteignagjöld og reglur um afslætti. Erindið áður á dagskrá byggðarráðs 14. mars 2006Byggðarráð samþykkir að breyta áður samþykktum tekjuviðmiðum vegna afsláttar fasteignaskatts 2006 hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Hámarksafsláttur verður hækkaður í kr. 40.000 og reiknast hlutfallslega á bilinu kr. 1.560.000 til kr. 2.100.000 hjá einstaklingi og kr. 2.100.000 til kr. 2.827.000 hjá hjónum og fólki í sambúð.Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GLUndirritaður samþykkir breytingarnar, en tel rétt að skoða málið á ný þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um fjölda umsækjenda og tekjur þeirra. Lagt fram til kynningar
|
|
5.
| Fyrirhuguð rammasamningsútboð árið 2006
|
| Mál nr. SV060176
|
Tilkynning frá Ríkiskaupum dagsett 28. febrúar 2006, um fyrirhuguð rammasamningsútboð og aðild sveitarfélaga að þeim á árinu 2006. Erindi til afgreiðslu
|
|
6.
| Saman-hópurinn - umsókn um styrk
|
| Mál nr. SV060173
|
Beiðni dagsett 15. mars 2006, um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2006. SAMAN-hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka og stofnana sem láta sig varða velferð barna.Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Lagt fram
|
|
7.
| Tillaga til þingsálykt. um legu þjóðvegar 1
|
| Mál nr. SV060172
|
Bréf dagsett 21. mars 2006, frá Samgöngunefnd Alþingis um umsögn við þingsályktunartillögu um legu þjóðvegar 1 um Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja drög að umsögn um erindið. Lagt fram til kynningar
|
|
8.
| Minni-Reykir - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV060175
|
Tilkynning dagsett 21. mars 2006, um sölu á Jörðinni Minni-Reykir í Fljótum. Landnr. 146860. Seljandi er Þórarinn Guðvarðsson og kaupandi Egill Þórarinsson.
|
|
9.
| Stapi, Lýt - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV060177
|
Tilkynning dagsett 27. mars 2006, um sölu á jörðinni Stapa í Tungusveit. Landnúmer 146224. Seljandi er Jóhann Pétur Jóhannsson og kaupandi er B. Pálsson ehf.
|
|
10.
| 060316 FNV skólanefnd
|
| Mál nr. SV060171
|
Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 16. mars 2006.
|
|
11.
| Flugmálastjórn - beiðni um samstarf
|
| Mál nr. SV060179
|
Minnisblað Flugmálastjórnar eftir fund þann 17. mars sl. með sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins um samstarf. Lagt fram
|
|
12.
| Nýsköpunarmiðstöð Íslands
|
| Mál nr. SV060180
|
Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að staðsetja höfuðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:55Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar