Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 341 - 4. apríl 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 4. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Helgi Þór Thorarensen, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Lagt fram | |||
1. | Unglingadrykkja | Mál nr. SV060188 |
2. | Galtarárskáli - stækkun | Mál nr. FS060001 |
Byggðarráð samþykkir að styrkja framkvæmdina um kr. 1.150.000. Fjárhæðin verður tekin af málaflokki 13.
Erindi til afgreiðslu | |||
3. | Úrvinnsla lífræns úrgangs | Mál nr. SV050296 |
Byggðarráð samþykkir framlagðan stofnsamning og í framhaldi af bókun fundar 24. janúar 2006 að leggja kr. 5.000.000 í hlutafélagið Jarðgerð ehf.
4. | Tillaga um breyttar gjaldskrár leikskóla og Árvistar | Mál nr. SV060182 |
Byggðarráð samþykkir tillögur fræðslu- og menningarnefndar.
5. | Tillaga til þingsálykt. um legu þjóðvegar 1 | Mál nr. SV060172 |
Byggðarráð telur að þingsályktunartillagan sé tímabær og hvetur til þess að farið verði að huga að rannsóknum á áhrifum þess að gera jarðgöng milli Hjaltadals og Hörgárdals með það að markmiði að styrkja Skagafjörð sem byggðarkjarna.
6. | Hótel Varmahlíð - vínveitingaleyfi | Mál nr. SV060183 |
Byggðarráð samþykkir að veita umsækjanda vínveitingaleyfi tímabilið 1. febrúar 2006 til 1. febrúar 2008.
7. | Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs | Mál nr. SV060097 |
Byggðarráð tekur undir þær athugasemdir sem borist hafa frá fagnefndum sveitarfélagsins um þetta erindi.
8. | Björgunarsveitin Grettir - beiðni um styrk | Mál nr. SV060184 |
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmann sveitarinnar á fund um málið.
9. | Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð - styrkumsókn | Mál nr. SV060185 |
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmann sveitarinnar á fund um málið.
10. | Víðigrund 5 - beiðni um styrk | Mál nr. SV060189 |
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa erindis þar til reglugerð hefur verið sett varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts þar sem starfsemi fer fram sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Lagt fram til kynningar | |||
11. | Ályktun foreldraráðs Árskóla | Mál nr. SV060186 |
12. | Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga | Mál nr. SV060187 |
13. | Erindi frá Sjóskip ehf | Mál nr. SV060147 |
Bjarni Jónsson kynnti byggðarráði stöðu málsins eftir umfjöllun atvinnu- og ferðamálanefndar fyrr í dag.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar