Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

342. fundur 19. apríl 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  342 - 19. apríl 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 19. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Lagt fram
 
1.
Ársreikningur 2005
 
 
Mál nr. SV060219
 
Sveitarstjórnarmenn, sviðstjórar og forstöðumenn rekstrareininga sveitarfélagsins mættu á fund byggðarráðs í Safnahúsinu kl. 10:05, ásamt endurskoðanda sveitarfélagsins, Kristjáni Jónassyni frá KPMG sem skýrði ársreikning sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2005.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
 
Fundi síðan fram haldið á skrifstofu sveitarstjóra í Ráðhúsinu kl. 11:25.
 
 
2.
Bar-inn ehf.
 
 
Mál nr. SV060217
 
Fulltrúar veitingahússins Bar-inn ehf, Guðmundur Guðmundsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir, komu til fundar til viðræðu um málefni fyrirtækisins. Viku þau svo af fundi.
 
 
3.
Skagafjarðarveitur ehf og gagnaveita
 
 
Mál nr. SV060218
 
Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. ásamt Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs, kom til fundar vegna undirbúnings stofnunar félags um gagnaveitu í Skagafirði. Viku þau svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fjalla frekar um málið á næsta fundi.
 
 
4.
Starf forstöðumanns Söguseturs ísl. hestsins
 
 
Mál nr. SV060215
 
Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga og stjórnarmaður í Sögusetri íslenska hestsins kom til fundar til viðræðu um málefni setursins og fjárþörf þess á árinu 2006.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.500.000 og fjárveitingin tekin af málaflokki 05.  Fjárveitingunni mætt með lántöku.
 
 
5.
Lífeyrissjóður Norðurlands - aðalfundur
 
 
Mál nr. SV060204
 
Fundarboð vegna aðalfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands þann 11. maí nk. á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson fjármálastjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
 
6.
Vegamót, Varmahlíð - ósk um endurbætur
 
 
Mál nr. SV060205
 
Áskorun dagsett 22. mars 2006, til sveitarstjórnar frá eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu við Varmahlíð, um endurbætur á aðkeyrslu að lóðum og fasteignum, auk þess sem gerðar eru kröfur um úrbætur til að losna við vatnsaga á svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að skoða þetta erindi.
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Kleifartún - tilboð
 
 
Mál nr. SV060206
 
Opnuð voru tilboð þann 5. apríl sl. í frágang götunnar Kleifartún á Sauðárkróki.  Annað frá Firði ehf að upphæð kr. 14.199.150, hitt frá Norðurtaki ehf að upphæð kr. 12.621.600.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 13.409.500.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Norðurtaks ehf.
 
 
8.
Veiðifélag Laxár, Skef - aðalfundarboð 2006
 
 
Mál nr. SV060207
 
Lagt fram boð um aðalfund Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi þann 7. maí 2006.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni landbúnaðarnefndar að sækja fundinn.
 
 
9.
Vaka - Boðun v.fjárnáms
 
 
Mál nr. SV060214
 
Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.  Boðun vegna fjárnáms í tengslum við Vöku ehf.
Þar sem krafan er byggð á röngum forsendum og endurskoðandi hefur útbúið leiðréttingargögn aðhefst byggðarráð ekkert frekar í málinu.
 
 
10.
Umsögn um veitingaleyfi - Kaffi Krókur
 
 
Mál nr. SV060212
 
Erindi dagsett 7. apríl 2006,  frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.  Beiðni um umsögn um umsókn Jóns Daníels Jónssonar f.h. JASK ehf. um endurnýjun á leyfi til að reka veitingahús að Aðalgötu 16, Kaffi Krók. Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
11.
Umf. Tindastóll 3. flokkur - keppnisferð til útlanda
 
 
Mál nr. SV060216
 
Erindi vísað frá félags- og tómstundanefnd, 4. apríl 2006 varðandi ósk Umf. Tindastóls um styrk vegna keppnisferðar 3. fl. drengja í knattspyrnu á Norway Cup í Osló sumarið 2006.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
Lagt fram
 
12.
Minnisblað v. fiskhjallasvæðis
 
 
Mál nr. SV060221
 
Lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2006, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs varðandi aðstöðu fyrir fiskhjalla FISK Seafood hf á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til afgreiðslu samgöngunefndar þar sem erindið snýst um framkvæmd á hafnarsvæðinu.
 
 
 
13.
Uppbygging reiðhalla
 
 
Mál nr. SV060220
 
Erindi dagsett 19. apríl 2006, frá Árna Gunnarssyni fh. hestamannafélaganna Stíganda, Svaða og Léttfeta vegna umsóknar til Landbúnaðarráðuneytisins um styrk til uppbyggingar reiðhallarinnar Svaðastaða.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið eigi aðild að umsókn hestamannafélaganna í Skagafirði.
 
Lagt fram til kynningar
 
14.
Þorsteinsstaðir, Lýt - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060208
 
Tilkynning um sölu á jörðinni Þorsteinsstöðum landnr. 146255.
 
 
15.
Árhóll, - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060210
 
Tilkynning um sölu á jörðinni Árhóli, landnr. 146690.
 
 
16.
Fjall, - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060211
 
Tilkynning um sölu á jörðinni Fjalli, landnr. 146025.
 
 
17.
Fjallakráin, Viðv. - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060209
 
Tilkynning um sölu á Fjallakránni í Viðvíkursveit og 5,5 ha spildu með landnúmer 187663.