Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 343 - 25. apríl 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Ársæll Guðmundsson , Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Guðmundur Guðmundsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð, kom til fundar vegna styrkumsóknar sem var á dagskrá byggðarráðs 4. apríl sl. Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006. Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Jón Einar Kjartansson fulltrúi Björgunarsveitarinnar Grettis, Hofsósi kom til fundar vegna styrkumsóknar sem var á dagskrá byggðarráðs 4. apríl sl. Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006. Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Undirbúningur stofnunar fyrirtækis um gagnaveitu í Skagafirði skv. bókun byggðarráðs á síðasta fundi. Sigrún Alda Sighvats formaður stjórnar Skagafjarðarveitna ehf og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs komu til viðræðna um málið. Viku þau svo af fundi.
Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls þar til nánari útreikningar liggja fyrir.
Tillaga um framlag til framboða í sveitarstjórnarkosningunum 2006.
Byggðarráð samþykkir að veita hverjum framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum 2006, kr. 100.000 í beinan fjárstyrk til kynningar á stefnumálum. Fjármunirnir teknir af málaflokki 21110.
Bókun Félags- og tómstundanefndar frá 21. mars 2006 um laun barna í vinnuskólanum sumarið 2006.
Byggðarráð samþykkir tillögu Félags- og tómstundanefndar um laun vinnuskólanema, en telur rétt að miða tímalaun frekar við launaflokk 107, 3ja þrep skv. eftirfarandi:
Börn í 10. bekk fái 62,25#PR, kr. 437 pr. klst.
Börn í 9. bekk fái 53,42#PR, kr. 375 pr. klst.
Börn í 8. bekk fái 44,44#PR kr. 312 pr. klst.
Lagt fram boð um aðalfund Sjávarleðurs ehf sem haldinn verður á Kaffi Króki, 2. maí 2006.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Greinargerð sveitarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna 3ja ára áætlunar 2007 - 2009.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:35
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Fundur 343 - 25. apríl 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð - styrkumsókn | Mál nr. SV060185 |
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006. Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
2. | Björgunarsveitin Grettir - beiðni um styrk | Mál nr. SV060184 |
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006. Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Lagt fram | |||
3. | Skagafjarðarveitur ehf og gagnaveita | Mál nr. SV060218 |
Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls þar til nánari útreikningar liggja fyrir.
Erindi til afgreiðslu | |||
4. | Styrkir til framboða vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006 | Mál nr. SV060223 |
Byggðarráð samþykkir að veita hverjum framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum 2006, kr. 100.000 í beinan fjárstyrk til kynningar á stefnumálum. Fjármunirnir teknir af málaflokki 21110.
5. | Laun Vinnuskólans sumarið 2006 | Mál nr. SV060224 |
Byggðarráð samþykkir tillögu Félags- og tómstundanefndar um laun vinnuskólanema, en telur rétt að miða tímalaun frekar við launaflokk 107, 3ja þrep skv. eftirfarandi:
Börn í 10. bekk fái 62,25#PR, kr. 437 pr. klst.
Börn í 9. bekk fái 53,42#PR, kr. 375 pr. klst.
Börn í 8. bekk fái 44,44#PR kr. 312 pr. klst.
6. | Sjávarleður ehf - aðalfundarboð | Mál nr. SV060227 |
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Lagt fram til kynningar | |||
7. | Rekstraryfirlit jan. feb. 2006 | Mál nr. SV060226 | |
8. | Greinargerð v. 3ja ára rekstrar- og frkv.áætlunar | Mál nr. SV060222 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:35
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
| |