Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

344. fundur 09. maí 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  344 - 9. maí 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 9. maí kl. 13:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Samþykkt um kjör fulltrúa
 
 
Mál nr. SV060181
 
Lögð fram niðurstaða nefndar skipaðrar af sveitarstjórn um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélagsins.
Málinu vísað til sveitarstjórnar.
 
 
2.
Hátæknisetur Íslands ses. - skipulagsskrá
 
 
Mál nr. SV060253
 
Lögð fram skipulagsskrá fyrir Hátæknisetur Íslands ses.
Samþykkt með þeirri breytingu að fram komi að stjórn sé skipuð til eins árs í senn.
 
 
3.
Hátæknisetur Íslands ses - Samstarfssamningur
 
 
Mál nr. FS060003
 
Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Háskóla Íslands um uppbyggingu Hátækniseturs Íslands ses. á Sauðárkróki.
Fyrir liggur viljayfirlýsing frá rektor Háskóla Íslands um samstarf.  Fyrirliggjandi samstarfssamningur samþykktur.
 
 
4.
Tilnefning í stjórn Hátækniseturs Íslands ses
 
 
Mál nr. FS060004
 
Tillaga um að tilnefna þrjá stjórnarmenn í stjórn Hátækniseturs Íslands ses. auk varamanna.  Tillagan gengur út á að þeir sem eru í undirbúningsstjórn haldi áfram stjórnarsetu.
Vísað til sveitarstjórnarfundar.
 
 
5.
Skagafjarðarveitur ehf og gagnaveita
 
 
Mál nr. SV060218
 
Í framhaldi af afgreiðslu fundar byggðarráðs 25. apríl sl. eru lagðir fram útreikningar frá Endurskoðun KPMG varðandi stofnun gagnaveitunnar.  Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi fór yfir og skýrði útreikningana.  Einnig komu til fundar Sigrún Alda Sighvats stj.form. og Gísli Árnason stjórnarmaður í stjórn Skagafjarðarveitna ehf, Páll Pálsson veitustjóri og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
Byggðarráð samþykkir að setja allt að kr. 10.000.000 í stofnun gagnaveitu og felur stjórn Skagafjarðarveitna ehf að ganga til samninga við stjórn Fjölnets hf. um stofnun gagnaveitunnar á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir fundinum.
Viku gestirnir af fundi.
 
 
6.
Glaðheimar - Náms- og kynningarferð til Danmerkur
 
 
Mál nr. SV060249
 
Erindi dagsett 3. maí 2006 frá leikskólastjóra Glaðheima vegna kostnaðar við náms- og kynnisferð starfsfólks leikskólans til Danmerkur.
Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Starfsmenntunarsjóðs Starfsmannafélags Skagafjarðar um málið.
 
 
7.
Erindi FNV útvarpsstyrkur
 
 
Mál nr. SV060245
 
 
Beiðni dagsett 1. febrúar 2006,  frá FNV um aðkomu sveitarfélagsins að útvarpsútsendingum FNV.
Sveitarstjóra falið að ræða við FNV um aðkomu sveitarfélagsins að útvarpi FNV.
 
 
8.
Söfnun á pappír til endurvinnslu
 
 
Mál nr. SV060254
 
Bréf frá frjálsíþróttadeild Umf. Tindastóls dagsett 4. maí 2006 þar sem óskað er eftir viðræðum m.a. við sveitarfélagið um að deildin komi að söfnun á pappír til endurvinnslu.
Byggðarráð samþykkir að eiga viðræður um þetta mál við forsvarsmann frjálsíþróttadeildar Umf. Tindastóls.  Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
 
9.
Samningur um byggðakvóta 2006 - Hamravík ehf
 
 
Mál nr. SV060255
 
Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hamravíkur ehf um veiðar á 13 þorskígildistonnum af byggðakvóta Hofsóss fiskveiðiárið 2005-2006.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GLUndirritaður greiðir atkvæði gegn samningnum þar sem Hamravík ehf. uppfyllti ekki skilyrði til úthlutunar byggðakvóta#GL.
 
 
10.
Samningur um byggðakvóta 2006 - Lofn ehf.
 
 
Mál nr. FS060005
 
Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Lofnar ehf um veiðar á 4 þorskígildistonnum af byggðakvóta Hofsóss fiskveiðiárið 2005-2006.
Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað: #GLUndirritaður greiðir atkvæði gegn samningnum þar sem Lofn ehf. uppfyllti ekki skilyrði til úthlutunar byggðakvóta#GL.
 
Áskell Heiðar vék af fundi.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
11.
Meðferðarsumarbúðir fyrir sykursjúk börn 2006
 
Mál nr. SV060257
 
 
Beiðni um styrk frá Dropanum, styrktarfélagi sykursjúkra barna.
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 40.000.
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
Félag eldri borgara - ályktun aðalfundar
 
 
Mál nr. SV060244
 
Ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Skagafirði frá 10. april 2006 varðandi félagsaðstöðu.
 
 
13.
Áskorun til Sveitarstjórnar frá eldri borgurum.
 
 
Mál nr. SV060248
 
Áskorun frá aðalfundi Félags eldri borgara í Skagafirði 10. apríl 2006, varðandi niðurfellingu fasteignagjalda.
 
Erindi til afgreiðslu
 
14.
Umsókn um vínveitingaleyfi
 
 
Mál nr. SV060258
 
Lögð fram umsókn frá Guðmundssonum ehf. um vínveitingaleyfi fyrir tímabilið 1. apríl 2006 til 31. mars 2008. Umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Sýslumanninn á Sauðárkróki um málið.
 
Lagt fram til kynningar
 
15.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - ársfundur 2006
 
 
Mál nr. SV060256
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri um ársfund stofnunarinnar þann 16. maí 2006.
 
 
16.
Breyting á Aðalskipulagi Sauðárkróks 1994-2014
 
 
Mál nr. SV060243
 
Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar, dagsettur 26. apríl 2006, vegna breytingar á Aðalskipulagi Sauðárkróks 1994-2014, þverun Gönguskarðsár.  Stofnunin mælir með því að tillagan verði staðfest af ráðherra.
 
 
17.
Álagning fasteignagjalda í Landskrá fasteigna