Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

346. fundur 23. maí 2006
 
Fundur  346
23. maí 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 23. maí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Pétur Maronsson og Helgi Þór Thorarensen, áheyrnarfulltrúi.
 
Auk þess sátu fundinn
 

Fundarritari var Ársæll Guðmundsson

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Samkomulag um útvarpsrekstur
 
 
Mál nr. SV060277
 
 
Lögð fram drög að samningi sveitarfélagsins og FNV varðandi útvarpsrekstur RásFás.
Byggðarráð samþykkir samninginn með þeirri breytingu að inn í hann verði sett grein um upptöku sveitarstjórnarfunda sem verði aðgengileg á netinu.
 
Bjarni Maronsson óskar bókað: Meðan útvarpsútsendingar RásFás nást ekki um Skagafjörð er ekki ástæða til að sveitarfélagið Skagafjörður sé aðili að útvarpsrekstrinum.  Hins vegar get ég fallist á styrkveitingar til FNV að upphæð kr. 500.000,-.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
2.
Tilk. um staðf. v.skiptingar byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV060278
 
 
Afrit af staðfestingu Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.
Lagt fram til kynningar.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
3.
Uppbygging réttar í Deildardal
 
 
Mál nr. SV060279
 
 
Erindi frá Fjallskilasjóði Deildardals um nýbyggingu Deildarréttar og aukinn fjárstuðning til verksins.
Byggðarráð samþykkir að leggja allt að kr. 2.800.000,- til byggingar Deildarréttar til viðbótar þeim 1.200.000,- sem þegar hafa verið samþykktar í fjárhagsáætlun 2006.  Fjármagnið tekið af liðnum Landbúnaðarmál og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
 
 
 
 
4.
Umsögn um leyfi til sölu gistingar og veitinga
 
 
Mál nr. SV060280
 
 
Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Sigurbjargar Bjarnadóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Bjarnagili um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili og selja morgunmat og mat til næturgesta.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
060522 program 2006
 
 
Mál nr. SV060282
 
 
Lögð fram drög að dagskrá vinabæjarmótsins 12 - 15. júní nk. í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar. 
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
6.
060516 Reglur afgreiddar til Byggðaráðs
 
 
Mál nr. SV060283
 
 
Lögð fram tillaga Félags- og tómstundanefndar að breyttum úthlutunarreglum um fjárhagsaðstoð.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð.
 
 
Lagt fram
 
7.
Sparkvallaátak KSÍ 06-07
 
 
Mál nr. SV060281
 
 
Lagt fram svar KSÍ við umsókn sveitarfélagsins um uppsetningu sparkvalla í sveitarfélaginu en KSÍ hefur samþykkt umsókn sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar málinu til Félags- og tómstundanefndar til nánari úrvinnslu og tillögugerðar.
 
 
 
 
8.
Valabjörg - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060276
 
 
Tilkynning um aðilaskipti jarðarinnar Valabjörg lnr. 146073 skv. Jarðarlögum.
Lagt fram til kynningar
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
9.
Aðalfundur Veiðifélags Miklavatns og Fjjótaár
 
 
Mál nr. SV060284
 
 
Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótár 28. maí 2006.
Byggðarráð samþykkir að formaður Landbúnaðarnefndar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
Samningur um aðgerðaráætlun
 
 
Mál nr. SV060285
 
 
Lagður fram samningur um aðgerðaáætlun um Gagnaveitu Skagafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:00
Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar
 
Helgi Þór Thorarensen
Ársæll Guðmundsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Bjarni Pétur Maronsson