Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Fundur 346
23. maí 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 23. maí kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Pétur Maronsson og Helgi Þór Thorarensen, áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Samkomulag um útvarpsrekstur | Mál nr. SV060277 |
Lögð fram drög að samningi sveitarfélagsins og FNV varðandi útvarpsrekstur RásFás.
Byggðarráð samþykkir samninginn með þeirri breytingu að inn í hann verði sett grein um upptöku sveitarstjórnarfunda sem verði aðgengileg á netinu.
Bjarni Maronsson óskar bókað: Meðan útvarpsútsendingar RásFás nást ekki um Skagafjörð er ekki ástæða til að sveitarfélagið Skagafjörður sé aðili að útvarpsrekstrinum. Hins vegar get ég fallist á styrkveitingar til FNV að upphæð kr. 500.000,-.
Lagt fram til kynningar | |||
2. | Tilk. um staðf. v.skiptingar byggðakvóta | Mál nr. SV060278 |
Afrit af staðfestingu Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.
Lagt fram til kynningar.
Erindi til afgreiðslu | |||
3. | Uppbygging réttar í Deildardal | Mál nr. SV060279 |
Erindi frá Fjallskilasjóði Deildardals um nýbyggingu Deildarréttar og aukinn fjárstuðning til verksins.
Byggðarráð samþykkir að leggja allt að kr. 2.800.000,- til byggingar Deildarréttar til viðbótar þeim 1.200.000,- sem þegar hafa verið samþykktar í fjárhagsáætlun 2006. Fjármagnið tekið af liðnum Landbúnaðarmál og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
4. | Umsögn um leyfi til sölu gistingar og veitinga | Mál nr. SV060280 |
Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Sigurbjargar Bjarnadóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Bjarnagili um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili og selja morgunmat og mat til næturgesta.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
Lagt fram til kynningar | |||
5. | 060522 program 2006 | Mál nr. SV060282 |
Lögð fram drög að dagskrá vinabæjarmótsins 12 - 15. júní nk. í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar.
Erindi til afgreiðslu | |||
6. | 060516 Reglur afgreiddar til Byggðaráðs | Mál nr. SV060283 |
Lögð fram tillaga Félags- og tómstundanefndar að breyttum úthlutunarreglum um fjárhagsaðstoð.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð.
Lagt fram | |||
7. | Sparkvallaátak KSÍ 06-07 | Mál nr. SV060281 |
Lagt fram svar KSÍ við umsókn sveitarfélagsins um uppsetningu sparkvalla í sveitarfélaginu en KSÍ hefur samþykkt umsókn sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar málinu til Félags- og tómstundanefndar til nánari úrvinnslu og tillögugerðar.
8. | Valabjörg - tilk. um sölu | Mál nr. SV060276 |
Tilkynning um aðilaskipti jarðarinnar Valabjörg lnr. 146073 skv. Jarðarlögum.
Lagt fram til kynningar
Erindi til afgreiðslu | |||
9. | Aðalfundur Veiðifélags Miklavatns og Fjjótaár | Mál nr. SV060284 |
Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótár 28. maí 2006.
Byggðarráð samþykkir að formaður Landbúnaðarnefndar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar | |||
10. | Samningur um aðgerðaráætlun | Mál nr. SV060285 |
Lagður fram samningur um aðgerðaáætlun um Gagnaveitu Skagafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:00
Ársæll Guðmundsson , ritari fundargerðar
Helgi Þór Thorarensen | |
Ársæll Guðmundsson | Gunnar Bragi Sveinsson |
Bjarni Pétur Maronsson |