Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

348. fundur 15. júní 2006
            Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  348 - 15. júní 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 15. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Kosning formanns og varaformanns
 
 
Mál nr. SV060333
 
Lagðar fram tillögur um Gunnar Braga Sveinsson sem formann byggðarráðs og Grétu Sjöfn Guðmundsdóttir sem varaformann byggðarráðs.
Tillögurnar samþykkar samhljóða.
 
 
2.
Sáttmáli til sóknar í skólum í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV060325
 
Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga dagsett 2. júní 2006 varðandi tilboð til sveitarstjórna í Skagafirði um átak í skólamálum.  Tilboðið felur í sér meðal annars að til verkefnisins verði varið kr. 100.000.000 samtals á fjögurra ára tímabili.  75.000.000 kr. koma frá samstæðufyrirtækjum Kaupfélags Skagfirðinga og 25.000.000 kr. komi frá sveitarfélögunum.  Verkefnisstjórn verði skipuð tveimur fulltrúum samstæðufyrirtækja Kaupfélags Skagfirðinga og annar þeirra verði stjórnarformaður.  Aðrir stjórnarmenn (3) verði tilnefndir af skólastjórum grunnskólastigsins (1), skólameistara FNv (1) og rektor Háskólans á Hólum (1).
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu á grunni sáttmálans og óskar jafnframt eftir viðræðum við forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga um frekari útfærslu hans, s.s. greinar 3, 5 og 7.
 
 
3.
Félagsh. Árgarður - umsögn um umsókn v.gisting
 
 
Mál nr. SV060331
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júní 2006, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ragnheiðar Óskar Jónsdóttur fh. Félagsheimilisins Árgarðs um endurnýjun á leyfi til að reka félagsheimili og selja svefnpokagistingu í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
4.
Gestir og gangandi - umsögn um umsókn v.gisting
 
 
Mál nr. SV060332
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 7. júní 2006 varðandi umsögn um umsókn Þórólfs Sigjónssonar fh. Gesta og gangandi ehf um leyfi til að reka gistiheimili að Hólum í Hjaltadal, skólahús og sumarhús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
5.
Lauftún - Umsögn um umsókn um gistingarleyfi
 
 
Mál nr. SV060330
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júní 2006, þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn Jósafats V. Felixsonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili og selja morgunmat til næturgesta að Lauftúni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
6.
Skagafjarðarveitur ehf - Aðalfundarboð 2006
 
 
Mál nr. SV060327
 
Boð um aðalfund Skagafjarðarveitna ehf, 27. júní 2006.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarflulltrúar sem sjái sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
 
 
7.
Samþykki fyrir skiptum á hlutabréfum
 
 
Mál nr. SV060336
 
Lagt fram ódagsett bréf frá Fjölneti hf varðandi ósk um samþykki á að skipta á hlutabréfum í Fjölneti hf og hlutabréfum í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. á genginu 1/1.
Byggðarráð samþykkir skiptin á hlutabréfunum og óskar eftir að hlutabréfin í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf verði skráð á nafn sveitarfélagsins.
 
 
8.
Auðunarstofa - álagður fasteignaskattur
 
 
Mál nr. SV060328
 
Lagt fram ódagsett bréf frá Hólanefnd varðandi álagningu fasteignaskatts 2006 á Auðunarstofu að Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
 
9.
Tækifæri hf - Aðalfundur 2006
 
 
Mál nr. SV060326
 
Boð um aðalfund Tækifæris hf. á Akureyri 16. júní 2006.
 
 
10.
Brekkugata 5 - hrun lóðar
 
 
Mál nr. SV060337
 
Bréf dagsett 12. júní 2006 frá íbúum Brekkugötu 5 á Sauðárkróki varðadi sig brekkubrúnar neðan götu við Brekkugötu 5 og hættu á hruni.  Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að skoða þetta mál.
 
 
11.
Umsókn vegna Lindargötu 17
 
 
Mál nr. SV060338
 
Tölvupóstur frá Önnu Maríu Guðmundsdóttur, dagsettur 14. júní 2006 um ósk að sveitarfélagið komi að  jarðvegsvinnu vegna jarðvegs sem skríður fram úr brekkunni á lóð Lindargötu 17.  Hallgrímur Ingólfsson vék af fundinum.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að skoða þetta mál.
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
Kjörstjórn - úrsögn
 
 
Mál nr. SV060334
 
Bréf dagsett 13. júní 2006 frá Baldvin Kristjánssyni þar sem hann óskar ekki eftir endurkjöri í kjörstjórn.
 
 
13.
Athugasemdir v. framkvæmdar kosninga
 
 
Mál nr. SV060335
 
Lagt fram til kynningar minnisblað frá kjörstjórn á Sauðárkróki um framkvæmd nýliðinna sveitarstjórnarkosninga og óskir um úrbætur á kjörklefum og talningaaðstöðu.
 
 
14.
Úthlutun framlags v.fatlaðra nemenda
 
 
Mál nr. SV060329
 
Lögð fram til kynningar tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 6. júní 2006, um endanlega úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2006.  Framlagið nemur kr 10.110.000.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:30
 
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar