349. fundur
04. júlí 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 349 - 4. júlí 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 4. júlí kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Gísli Árnason og Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirAuk þess sátu fundinn Guðmundur Guðlaugsson og Margeir Friðriksson Fundarritari var Margeir Friðriksson Gréta Sjöfn setti fund og bauð nýráðinn sveitarstjóra Guðmund Guðlaugsson velkominn til starfa. Lagt fram
|
|
1.
| Tillaga um fjármögnun verkefna
|
| Mál nr. SV060350
|
Erindi vísað frá sveitarstjórn, 186. fundi dags. 20. jún. 2006. Erindi til afgreiðslu
|
|
2.
| Körfuknattleiksæfingabúðir
|
| Mál nr. SV060354
|
Bréf frá Körfuknattleikssambandi Íslands dagsett 15. júní 2006 varðandi ósk um samstarf vegna körfuknattleiksæfingabúða.Þar sem viðkomandi einstaklingur sem erindið snýst um hefur ekki aldur til, né er í Vinnuskóla Skagafjarðar þá getur byggðarráð ekki orðið við erindinu. Jafnframt bendir byggðarráð KKÍ að hafa samband við Ungmennafélagið Tindastól um málið.
|
|
3.
| Fundargerðir nefnda
|
| Mál nr. FS060010
|
Lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 30. júní sl. sem er í 10 liðum og fundargerð félags- og tómstundanefndar frá 3. júlí 2006 sem er með tveimur dagskrárliðum.Byggðarráð samþykkir fundargerð fræðslunefndar og heimilar að tilraunasamningur milli Leikskólans Glaðheima og Kaffi-Króks verði framlengdur til áramóta.Byggðarráð samþykkir einnig fundargerð félags- og tómstundanefndar.
|
|
4.
| Akstursþjónusta fatlaðra
|
| Mál nr. SV060122
|
Erindi frá félags- og tómstundanefnd 3. júlí 2006, þar sem nefndin mælir með að gengið verði til samninga við Suðurleiðir ehf um að annast akstursþjónustu fyrir fatlaða í Skagafirði.Byggðarráð samþykkir tillögu nefndarinnar að gengið verði til samninga við Suðurleiðir ehf á grunni verðkönnunar sem fyrir liggur, um að annast akstursþjónustu fyrir fatlaða í Skagafirði.
|
|
5.
| Hvammur á Laxárdal - kaup ábúanda á jörðinni
|
| Mál nr. SV060366
|
Bréf dagsett 24. júní 2006 frá Guðmundi Vilhelmssyni þar sem hann óskar eftir meðmælum með því að hann fái jörðina Hvamm á Laxárdal keypta, sem hann hefur haft til ábúðar til langs tíma.Guðmundur Vilhelmsson hefur haft jörðina Hvamm á Laxárdal í ábúð. Á hann þar lögheimili og stundar almennan búskap. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hann fái jörðina keypta.
|
|
6.
| Styrktarsjóður EBÍ 2006
|
| Mál nr. SV060368
|
Bréf dagsett 27. júní 2006 frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem sveitarfélaginu er boðið að senda inn umsókn um styrk til sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins. Sjóðurinn hefur fjórar milljónir króna til ráðstöfunar í ár.Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til allra fastanefnda sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst nk. Lagt fram til kynningar
|
|
7.
| SFR stofnanasamningur / launamál
|
| Mál nr. SV060369
|
Bréf dagsett 27. júní 2006 frá SSNV vegna málefna fatlaðra. Varðar erindið stofnanasamning SFR og launamál starfsmanna sem vinna eftir þjónustusamningi Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.Fastri yfirvinnu viðkomandi starfsmanna var sagt upp fyrir 30. júní sl. og vinna við endurskoðun starfssamninga stendur yfir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Þórdís Friðbjörnsdóttir tók við fundarstjórn. Gunnar Sandholt kom inn á fundinn til að skýra erindið og vék hann svo af fundi. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn og tók við fundarstjórn. Erindi til afgreiðslu
|
|
8.
| Tillaga að úthlutun byggðakvóta 2005-2006
|
| Mál nr. SV060017
|
Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn. Lögð fram tillaga um endurúthlutun á 21 þorskígildistonna byggðakvóta vegna Hofsóss.Byggðarráð samþykkir að úthluta Geislaútgerðinni ehf þremur þorskígildistonnum og Sjóskipum ehf 18 þorskígildistonnum. Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að gera viðaukasamning við núgildandi samninga um þessa úthlutun.
|
|
9.
| Fiskveiðikvóti frá Byggðastofnun
|
| Mál nr. SV060374
|
Byggðastofnun hefur óskað eftir því að sveitarfélagið auglýsi eftir aðilum til að nýta þann 26 tonna þorskígilda byggðakvóta sem markaður er Hofsósi hjá Byggðastofnun fyrir núverandi fiskveiðiár.Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að sjá um að auglýsa byggðakvótann.
|
|
10.
| Sumarsæla á Króknum
|
| Mál nr. SV060375
|
Lagt fram minnisblað frá markaðs- og þróunarsviði varðandi Sumarsælu á Króknum. Ósk hefur komið frá atvinnurekendum við Aðalgötuna að sveitarfélagið taki þátt í að halda götumarkað og skemmtan 15. júlí n.k. Heiðar vék nú af fundi.Byggðarráð samþykkir að veita kr. 300.000 í verkefnið og verða fjármunirnir teknir af málaflokki 05710 Hátíðahöld.
|
|
11.
| Tölvur fyrir sveitarstjórnarmenn
|
| Mál nr. FS060008
|
Tillaga um að þeim sveitarstjórnarmönnum sem vilja, gefist kostur á að kaupa fartölvur í gegnum samning sveitarfélagsins. Sveitarfélagið greiði þriðjung af verði þeirra og sá kostnaður færður á málaflokk 21.Byggðarráð samþykkir tillöguna og sveitarstjóra falið að kanna áhuga sveitarstjórnarmanna á tölvukaupum.
|
|
12.
| Trúnaðarmál
|
| Mál nr. FS060009
|
Lagt fyrir erindi vegna fasteignaskattsSjá trúnaðarbók. Erindi til afgreiðslu
|
|
13.
| Umsókn um leyfi til að halda rallkeppni
|
| Mál nr. SV060372
|
Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar dagsett 29. júní 2006 þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallykeppni laugardaginn 8. júlí 2006.Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
|
|
14.
| Vegna ársreikn. sveitarfél. 2005
|
| Mál nr. SV060373
|
Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 28. júní 2006 þar sem óskað er eftir að greinargerð verði send eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna neikvæðrar rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins árið 2005.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu. Lagt fram
|
|
15.
| Framkvæmdir sveitarfélagsins
|
| Mál nr. SV060371
|
Kostnaðaryfirlit yfir verkefni og framkvæmdir á tímabilinu janúar-maí 2006. Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn og kynnti stöðu mála. Hallgrímur vék svo af fundi. Lagt fram til kynningar
|
|
16.
| Boðun 20. landsþings Samb. ísl. sveitarfélaga
|
| Mál nr. SV060352
|
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. júní 2006 varðandi 20. landsþing sambandsins á Akureyri 27.-29. september 2006.