Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

352. fundur 25. júlí 2006
Fundur  352 - 25. júlí 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 25. júlí kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Úlfar Sveinsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
 
Samþykkt var í upphafi fundar að bæta einu erindi á dagskrána:
Skipun í barnaverndarnefnd.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fundargerðir nefnda 18.-24. júlí 2006
 
 
Mál nr. SV060391
 
Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. júlí 2006. Einn dagskrárliður.
Byggðaráð staðfestir fundargerðina.
 
 
2.
Erindi frá Hólaskóla - kantsteinar, rotþrær
 
 
Mál nr. SV060395
 
Lagt fram tölvuskeyti frá Skúla Skúlasyni, Hólaskóla, dags. 21.07.2006, Þar er þess óskað að sveitarfélagið taki á næstunni að sér viðgerðir á kantsteinum og tæmingu og viðhald rotþróa á staðnum.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í fegrun Hólastaðar vegna 900 ára afmælisins og veita til þess allt að 500 þús. kr.
Byggðarráð felur tæknideild að vinna að málinu. Tekið verður tillit til kostnaðarins við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
 
Lagt fram
 
3.
Þakkarbréf frá Esbo Finnlandi.
 
 
Mál nr. SV060392
 
Bréf frá Esbo stad, dags. 22. júní 2006, þar sem þakkaðar eru móttökur á nýliðnu vinabæjamóti, sem fram fór í Skagafirði.
 
 
4.
Staða viðræðna Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) við Launanefnd sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV060393
 
Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga, dags. 18. júlí 2006, þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála í samningaviðræðum FÍN og LN.
Byggðarráð áréttar að Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
Utanverðunes - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060394
 
Tilkynning um sölu á jörðinni Utanverðunesi, Hegranesi, landnúmer 146400.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
6.
Skipun í barnaverndarnefnd
 
 
Mál nr. SV060396
 
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn:  Árni Egilsson, Ingimundur Guðjónsson, Hjalti Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Varamenn:  Jórunn Árnadóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ingileif Oddsdóttir, Karl Lúðvíksson.
Fleiri tilnefningar komu ekki og skoðast þessi því réttkjörin.
 
Bjarni Egilsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10,00.  Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.