Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

353. fundur 15. ágúst 2006
 
Fundur  353
15. ágúst 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Hamrahlíð ættaróðal - beiðni um umsögn
 
 
Mál nr. SV060398
 
 
Lagt fram bréf frá Lögmannshlíð - lögfræðiþjónustu, dagsett 20. júlí 2006 þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaða umsókn Heiðbjartar B. Jóhannesdóttur til landbúnaðarráðherra þess efnis að jörðin Hamrahlíð verði leyst úr óðalsböndum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
 
 
2.
Videósport veitingasala - beiðni um umsögn
 
 
Mál nr. SV060399
 
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 14. júlí 2006 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Videósports ehf um endurnýjun á leyfi til veitingasölu að Skagfirðingabraut 29.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
 
 
3.
Umsögn um leyfi til greiðasölu.
 
 
Mál nr. SV060405
 
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 9. ágúst 2006 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gullhyls ehf um leyfi til greiðasölu, sölu á mat og kaffi á hestamannamótum á Vindheimamelum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
 
 
4.
Endurnýjun á leyfi til reksturs veitingastofu og greiðasölu í reiðhölli
 
 
Mál nr. SV060406
 
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 9. ágúst 2006 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Flugu ehf um endurnýjun á leyfi til reksturs veitingastofu og greiðasölu í reiðhöllinni Svaðastöðum, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
 
 
5.
Endurnýjun á leyfi til reksturs félagsheimilis á Hofsósi.
 
 
Mál nr. SV060407
 
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 9. ágúst 2006 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Höfðaborgar um endurnýjun á leyfi til reksturs félagsheimilis á Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
 
 
6.
Leyfi til reksturs félagsheimilisins að Ketilási, Fljótum.
 
 
Mál nr. SV060408
 
 
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 9. ágúst 2006 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Ketiláss um endurnýjun á leyfi til reksturs félagsheimilis að Ketilási, Fljótum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
 
 
7.
Galtarárskáli - stækkun
 
 
Mál nr. FS060001
 
 
Bréf frá stjórn Upprekstrarfélags Eyvindarstaðarheiðar dagsett 10. júlí 2006 varðandi bráðabirgðauppgjör á framkvæmd við breytingar og stækkun Galtarárskála á Eyvindarstaðaheiði.  Óskað er eftir Sveitarfélagið Skagafjörður hækki framlag sitt frá fyrri ákvörðun þann 4. apríl sl.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir nánara uppgjöri á kostnaði við breytingar skálans og samþykkir að hækka framlag sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna um kr. 2.502.334.  Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að kanna með endurgreiðslu virðisaukaskatts.
 
 
 
 
8.
Fundargerðir nefnda 01.08. - 10.08. 2006
 
 
Mál nr. SV060404
 
 
Lögð fram fundargerð landbúnaðarnefndar frá 1. ágúst 2006. Fundargerðin er í þremur liðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
 
 
 
9.
Samningur um aðgerðaráætlun
 
 
Mál nr. SV060285
 
 
Lögð fram drög að samkomulagi milli Kaupfélags Skagfirðinga og tengdra félaga annars vegar og Skagafjarðarveitna ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar um skilmála vegna skuldbindinga varðandi aðgerðaráætlun um Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar.
 
 
 
 
10.
Geitagerði - samn. um nytjaskógrækt
 
 
Mál nr. SV060403
 
 
Lagður fram skógræktarsamningur milli skógarbænda í Geitagerði (landnúmer 145973) og Norðurlandsskóga, staðfestur af landbúnaðarráðuneyti. Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingafulltrúi kom inn á fundinn til viðræðu.  Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til skoðunar.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Tillaga um breytingar á samþykktum Sveitarf.Skagafj
 
 
Mál nr. SV060344
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 21. júlí 2006, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar og sent til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
 
 
 
 
12.
Syðri-Mælifellsá - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060401
 
 
Tilkynning dagsett 2. ágúst 2006, um sölu á jörðinni Syðri-Mælifellsá, landnúmer 146222.  Seljandi Björn Sveinsson. Kaupendur Hanna K. Pétursdóttir, Óli Pétursson og Unnar Pétursson.
 
 
 
 
13.
Stóra-Holt - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV060402
 
 
Tilkynning dagsett 2. ágúst 2006, um sölu á jörðinni Stóra-Holti, landnúmer 146904.  Seljandi landbúnaðarráðherra fh. jarðadeildar landbúnaðarráðuneytis.  Kaupandi Gunnar Steingrímsson.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:20
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Bjarni Egilsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson