Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

354. fundur 22. ágúst 2006
 
Fundur  354
22. ágúst 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
Gunnar Bragi Sveinsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjall / Skarðsá - erindi um gerð vatnsaflsvirkjunar
 
 
Mál nr. SV060400
 
 
Lagt fram bréf frá Flaumi ehf. dagsett 31. júlí 2006 þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að setja upp búnað til að mæla vatnsrennsli í Skarðsá.  Einnig er óskað eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um leigu á vatnsréttindum jarðarinnar Skarðsár vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í Skarðsá.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og óskar eftir umsögn Skarðsárnefndar.
 
 
 
 
2.
Samningur um aðgerðaráætlun
 
 
Mál nr. SV060285
 
 
Lögð fram drög að samkomulagi milli Kaupfélags Skagfirðinga og tengdra félaga annars vegar og Skagafjarðarveitna ehf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar um skilmála vegna skuldbindinga varðandi aðgerðaráætlun um Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.  Áður á dagskrá byggðarráðs 15. ágúst sl.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
 
 
 
 
3.
Sáttmáli til sóknar í skólum í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV060325
 
 
Lögð fram drög að sáttmála til sóknar í skólum í Skagafirði í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar 20. júní sl.
Byggðarráð samþykkir drögin með orðalagsbreytingu á 6. grein, þannig að í stað #GL..formaður skólanefndar#GL komi #GL..fræðslunefnd#GL. Í 7. grein breytist orðalag þannig að í stað #GL..starfsmanna skólanna#GL komi #GL..starfsmanna allra skóla í Skagafirði#GL.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
#GLÞað er lofsvert að fyrirtæki í almannaeigu í Skagafirði geti komið að framfaramálum í héraðinu og það er eitt af hlutverkum samvinnufélaga eins og Kaupfélags Skagfirðinga.  Það er einnig fagnaðarefni að sveitarfélögin hér og kaupfélagið eigi með sér samstarf um eflingu skólastarfs í Skagafirði. Undirritaður leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að samstarfsaðilar útfæri vel umgjörð og framkvæmd samkomulagsins og ítrekar í því sambandi þá fyrirvara sem settir voru fram þegar upphaflegt erindi var tekið fyrir í sveitarstjórn 20. júní síðastliðinn.
Bjarni Jónsson.#GL
 
 
 
 
4.
Lánsfjármögnun
 
 
Mál nr. FS060013
 
 
Lagt fram afrit af lánsumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga um lán að upphæð 175 mkr.  Þar af eru 25 mkr. vegna framkvæmda Skagafjarðarveitna ehf.  64 mkr. eru vegna framkvæmda,  86 mkr. eru vegna skuldbreytinga aðalsjóðs og annarra sjóða sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir lánsumsóknina.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
Númer og heiti allra sveitarfélaga.
 
 
Mál nr. SV060409
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 11. ágúst 2006 yfirlit yfir heiti og númer alla sveitarfélaga á landinu.
 
 
 
 
6.
Miðgarður - menningarhús
 
 
Mál nr. ES060045
 
 
Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn til viðræðu um breytingar á Miðgarði í menningarhús.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:10
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
 
Bjarni Egilsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson