Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

355. fundur 29. ágúst 2006
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  355 - 29. ágúst 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gísli Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Gunnar Bragi Sveinsson formaður byggðarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fluga hf - beiðni um samstarfsumræðu
 
 
Mál nr. SV060412
 
Lagt fram bréf frá Flugu hf., Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar og Leiðbeiningarmiðstöðinni ehf. dagsett 28. ágúst 2006, þar sem óskað er eftir að ræða samstarf sveitarfélagsins við ofangreinda aðila um áframhaldandi uppbyggingu hestatengdra viðburða á svæðinu svo og með hvaða hætti er hægt að tryggja rekstur Flugu hf. til framtíðar.  Á fundinn komu Árni Gunnarsson og Hrund Pétursdóttir fh. ofangreindra aðila og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs til viðræðu um efni bréfsins.
Véku þau síðan af fundi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vill skoða málefni hestamennskunnar nánar í víðara samhengi. Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum varðandi rekstur Flugu hf. og  hina hestatengdu viðburða.
 
 
2.
Tækifæri hf
 
 
Mál nr. SV060415
 
Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 24. ágúst 2006 um hluthafafund þann 1. september 2006.
Byggðarráð samþykkir að Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri eða sveitarstjórnarfulltrúi í forföllum hans sæki hluthafafundinn.
 
 
3.
Trúnaðarmál
 
 
Mál nr. SV060417
 
Sjá trúnaðarbók.
 
 
4.
Gagnaveita Skagafjarðar ehf
 
 
Mál nr. SV060285
 
Hluthafafundur í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. þann 30. ágúst nk. ræddur.
Byggðarráð samþykkir að Gunnar Bragi Sveinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.  Bjarni Egilsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 
 
5.
Sjúkraflutningar á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki
 
 
Mál nr. SV060418
 
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og lagði fram samningsdrög um nýjan samning ásamt kröfulýsingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningum á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Sala jarðarinnar Bjarnargils
 
 
Mál nr. SV060414
 
Sala jarðarinnar Bjarnargils, landnúmer 146787 kynnt. Seljandi jarðarinnar er landbúnaðarráðherra fh. Jarðasjóðs ríkisins. Kaupendur eru Sigurbjörg Bjarnadóttir og Trausti Sveinsson.
 
 
7.
Varasjóður húsnæðismála
 
 
Mál nr. SV060416
 
Bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett 23. ágúst 2006 þar sem starfsemi sjóðsins er kynnt.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:35
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar