Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 358 - 19. september 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 19. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Egilsson og Gísli Árnason, áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson. Sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
Málefni Miðgarðs - menningarmiðstöðvar og ákvörðun um framhald mála.
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Miðgarð, menningarmiðstöð, og stöðu mála en byggðarráð hafnaði fyrir nokkru þeim tilboðum sem í verkið bárust þó freista skyldi þess að ná samningum við lægstbjóðanda um einstaka verkþætti. Sveitarstjóri greindi frá heimsókn fulltrúa hönnuða í s.l. viku þar sem farið var með tæknideild ítarlega yfir verkið í heild og hönnunarforsendur.
Lagðar voru fram tölulegar upplýsingar un kostnað við verkið.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til næsta sveitarstjórnarfundar.
Erindi hefur borist frá skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem lýst er vilja til byggingar nýrrar heimavistar við skólann og stækkunar verknámshúss á grundvelli einkaframkvæmdar. Leitar nefndin heimildar sveitarfélagsins og menntamálaráðuneytis til að ráðast í verkefnið og falast eftir stuðningi sveitarstjórnar og atbeina í öllum málarekstri gagnvart ráðuneytinu.
Byggðarráð styður að skoðaðir verði möguleikar á að fara í þessar framkvæmdir.
Sveitarstjóra falið að senda menntamálaráðuneyti bréf varðandi málið.
Elsa Jónsdóttir, sviðsstjóri Eignasviðs kom á fundinn.
Fram hefur komið fyrirspurn um möguleg kaup á eigninni Sætún 7 á Hofsósi, en sú eign er ekki föl, vegna skorts á félagslegu húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Hofsósi.
Samþykkt var að fresta um óákveðinn tíma sölu á Laugatúni 3, n.h.
Elsa vék nú af fundi.
Lögð fram til kynningar samrunaáætlun Tækifæris hf. og Upphafs-Nýsköpunar ehf. sem samþykkt var á aðalfundi Tækifæris hf. 1. september s.l.
Lögð fram skýrsla Umferðarstofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um niðurstöður könnunar á öryggi barna í bílum sem gerð hefur verið af þeirra hálfu undanfarin 11 ár fyrir utan leikskóla landsins.
Lögð fram skýrsla votlendisnefndar Landbúnaðarráðuneytisins til kynningar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11,17. Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar
Fundur 358 - 19. september 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 19. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Egilsson og Gísli Árnason, áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson. Sveitarstjóri.
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Miðgarður - menningarmiðstöð | Mál nr. SV060451 |
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Miðgarð, menningarmiðstöð, og stöðu mála en byggðarráð hafnaði fyrir nokkru þeim tilboðum sem í verkið bárust þó freista skyldi þess að ná samningum við lægstbjóðanda um einstaka verkþætti. Sveitarstjóri greindi frá heimsókn fulltrúa hönnuða í s.l. viku þar sem farið var með tæknideild ítarlega yfir verkið í heild og hönnunarforsendur.
Lagðar voru fram tölulegar upplýsingar un kostnað við verkið.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til næsta sveitarstjórnarfundar.
2. | Nýbygging og breyting heimavistar FNV | Mál nr. SV060452 |
Byggðarráð styður að skoðaðir verði möguleikar á að fara í þessar framkvæmdir.
Sveitarstjóra falið að senda menntamálaráðuneyti bréf varðandi málið.
3. | Málefni Eignasjóðs | Mál nr. SV060457 |
Fram hefur komið fyrirspurn um möguleg kaup á eigninni Sætún 7 á Hofsósi, en sú eign er ekki föl, vegna skorts á félagslegu húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Hofsósi.
Samþykkt var að fresta um óákveðinn tíma sölu á Laugatúni 3, n.h.
Elsa vék nú af fundi.
Lagt fram til kynningar | |||
4. | Samrunaáætlun - Tækifæri / Upphaf-Nýsköpun | Mál nr. SV060455 |
5. | Öryggi leikskólabarna í bílum | Mál nr. SV060453 |
6. | Skýrsla votlendisnefndar | Mál nr. SV060454 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11,17. Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar