Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

359. fundur 22. september 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  359 - 22. september 2006
 
Ár 2006, föstudaginn 22. september kl. 16:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðsla starfsmanns
 
1.
Heimsókn til fjárlaganefndar
 
 
Mál nr. SV060474
 
 
Um aukafund í byggðaráði er að ræða vegna undirbúnings fundar með fjárlaganefnd Alþingis n.k. mánudag 25. september í Reykjavík. Á fundinn mætti einnig Árni Gunnarsson til að kynna umsókn til fjárlaganefndar um sérstakt verkefni í hestatengdri ferðaþjónustu. Farið var yfir umsóknir sem tilbúnar eru frá ýmsum aðilum og sveitarfélagið mun fylgja eftir á fundi með nefndinni.
Samþykkt að til fundar við fjárlaganefnd fari kjörnir byggðaráðsfulltrúar ásamt sveitarstjóra. Sveitarstjóra falið að ganga frá gögnum vegna umsókna sveitarfélagsins til nefndarinnar í samræmi við umræður og áherslur sem fram komu á fundinum.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17:20
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar