Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 360 - 26. september 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 26. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG kom á fundinn og kynnti niðurstöðu uppgjörs sveitarfélagsins pr. 30. júní 2006. Vék hann svo af fundi. Niðurstaða samantekins uppgjörs fyrir A og B hluta er halli að upphæð kr. 212.979.220.
Bréf frá Steini Kárasyni framkv.stjóra Brimnesskóga - félags, dagsett 18. september 2006 þar sem ítrekuð er fyrri beiðni um allt að 200 ha. lands úr landi Ásgarðs, til afnota við endurheimt Brimnesskóga.
Byggðarráð tekur jákvætt í að láta af hendi land með ákveðnum skilyrðum og samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að ræða við Stein um það svæði sem til greina kemur.
Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 20. september 2006 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Jóns Eiríkssonar um leyfi til að reka gistiheimili og gistingu á einkaheimili að Reykjum á Reykjaströnd.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bréf frá Sögusetri íslenska hestsins, dagsett 20. september 2006, þar sem sótt er um 4.000.000 kr. fjárframlag frá byggðarráði til reksturs setursins árið 2007.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi breytingar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Sent byggðarráði og öðrum fastanefndum til umsagnar áður en áætlunin verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Gunnar Sandholt sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs kom inn á fundinn og uppfræddi ráðsmenn. Vék hann svo af fundinum.
Byggðarráð samþykkir að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi.
Erindi vísað frá sveitarstjórn, 190. fundi dags. 21. sep. 2006, vegna fundargerðar byggðarráðs 12. sept. sl., 2. liður, klukka í íþróttahús.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun og því er lagt til að ákvörðun um fjármögnun verði mætt við endurskoðun áætlunar 2006 og þess verði freistað að ná fjármagninu sem skortir af öðrum liðum innan málaflokks 06.
Lagt fram til kynningar bréf frá Jóni Björnssyni, sálfræðingi, dagsett 20. september 2006, þar sem bréfritari kynnir þjónustu sína sem ráðgjafi.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. september 2006 þar sem kynnt er niðurstaða gerðardóms í deilu ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu vegna stofnkostnaðar, meiri háttar viðhalds og tækjakaupa svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa. Dómurinn féll sveitarfélögunum í vil og er þeim ekki skylt að taka þátt í þessum kostnaði.
Erindi eignasjóðs:
Erindi frá sviðstjóra eignasjóðs vegna innan og utanhússmerkinga á Faxtatorg 1.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við merkingar fyrir sitt leyti, en bendir á að málið þarf að takast fyrir í skipulags- og bygginganefnd.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:35
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Fundur 360 - 26. september 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 26. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Lagt fram | |||
1. | Hálfsársuppgjör sveitarfélagsins | Mál nr. SV060482 |
Erindi til afgreiðslu | |||
2. | Brimnesskógar | Mál nr. SV060020 |
Byggðarráð tekur jákvætt í að láta af hendi land með ákveðnum skilyrðum og samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að ræða við Stein um það svæði sem til greina kemur.
3. | Umsögn um umsókn Jóns Eiríkssonar | Mál nr. SV060475 |
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4. | Sögusetur ísl. hestsins - umsókn um fjárframlag | Mál nr. SV060480 |
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.
5. | Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs | Mál nr. SV060097 |
Byggðarráð samþykkir að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi.
Lagt fram | |||
6. | 357. fundur byggðaráðs, 12. september 2006. | Mál nr. SV060459 |
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun og því er lagt til að ákvörðun um fjármögnun verði mætt við endurskoðun áætlunar 2006 og þess verði freistað að ná fjármagninu sem skortir af öðrum liðum innan málaflokks 06.
Lagt fram til kynningar | |||
7. | Boðin ráðgjöf v. félagsþjónustu o.fl. | Mál nr. SV060477 |
8. | Niðurstaða gerðardóms | Mál nr. SV060478 |
Erindi eignasjóðs:
Lagt fram | |||
10. | Faxatorg 1 - merking | Mál nr. SV060484 |
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við merkingar fyrir sitt leyti, en bendir á að málið þarf að takast fyrir í skipulags- og bygginganefnd.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:35
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar