361. fundur
03. október 2006
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 361 - 3. október 2006 Ár 2006, þriðjudaginn 3. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. Fundarritari var Margeir Friðriksson Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Umfjöllun jafnréttismála - til byggðarráðs
|
| Mál nr. SV060097
|
Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi breytingar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Sent byggðarráði og öðrum fastanefndum til umsagnar áður en áætlunin verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Frestað erindi frá síðasta fundi byggðarráðs.Byggðarráð samþykkir jafnréttisáætlunina en felur sveitarstjóra að skoða breytingar á orðalagi og tímaramma með félags- og tómstundanefnd.
|
|
2.
| Fjall / Skarðsá - erindi um gerð vatnsaflsvirkjunar
|
| Mál nr. SV060400
|
Lögð fram fundargerð Skarðsárnefndar frá 5. september sl. þar sem tekið var fyrir erindi byggðarráðs frá 22. ágúst 2006, varðandi beiðni Flaums ehf. um leigu á vatnsréttindum Skarðsár. Bókun nefndarinnar er eftirfarandi: #GLNefndin leggst eindregið gegn áformum Flaums ehf. um virkjunaráform enda jörðin að hluta leigð öðrum. Er það einnig álit nefndarmanna að framsal á vatnsréttindum jarðarinnar mundi rýra verðgildi hennar til framtíðar litið. Ef kemur til virkjunarframkvæmda í landi Skarðsár í framtíðinni álítur nefndin rétt að sveitarfélagið komi þar beint að.#GLByggðarráð samþykkir að Flaumi ehf. verði heimilt að setja upp einfaldan búnað til að mæla rennsli Skarðsár með því skilyrði að Skagafjarðarveitur ehf. hafi fullan aðgang að þeim upplýsingum er safnað verður. Byggðarráð telur ekki tímabært að ræða leigu á vatnsréttindum þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu jarðarinnar.
|
|
3.
| Farskólinn - miðst. símenntunar á Nlv.
|
| Mál nr. SV060481
|
Endurskoðun samnings milli Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við FSNV samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Lagt fram til kynningar
|
|
4.
| Tilkynning um sölu á Þorljótsstaðarunu
|
| Mál nr. SV060485
|
Tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. september 2006 um sölu á jörðinni Þorljótsstaðarunu, landnúmer 146253. Seljandi er Guðsteinn Guðjónsson og kaupandi Lífsval ehf.
|
|
5.
| Gilhagi - tilkynning um sölu
|
| Mál nr. SV060487
|
Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 26. september 2006 þar sem tilkynnt er um sölu á 8,5714#PR hluta úr jörðinni Gilhaga, landnúmer 146163.
|
|
6.
| Samantekt Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi
|
| Mál nr. SV060486
|
Bréf frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi ritað í september 2006 varðandi ferðamál ásamt samantekt á aðdraganda og starfsemi MFN. Samantektin liggur frammi á skrifstofu sveitarstjóra.
|
|
7.
| Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
|
| Mál nr. SV060489
|
Lagt fram yfirlit yfir úthlutun og greiðslu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fasteignaskattsjöfnunar árið 2006 og yfirlit yfir útreikning áætlaðra tekjujöfnunarframlaga 2006. Málefni eignasjóðs: Erindi til afgreiðslu
|
|
8.
| Félagsh. Skagasel - viðhaldsleysi
|
| Mál nr. SV060483
|
Bréf frá húsnefnd Félagsheimilisins Skagasels dagsett 20. september 2006 þar sem ítrekuð er bráðnauðsynleg þörf á utanhússviðhaldi fasteignarinnar.Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09:50Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar Bjarni Egilsson
|
Gunnar Bragi Sveinsson
| Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
|
Bjarni Jónsson
|
|