Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 364 - 24. október 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 24. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Kosning fulltrúa sveitarfélagsins í byggingarnefnd menningarhúsa og óskað eftir tilnefningu fulltrúa Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að kjörnir fulltrúar í byggðarráði sitji í byggingarnefnd menningarhúsa. Bjarni Egilsson situr hjá við afgreiðsluna. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann telji við hæfi að áheyrnarfulltrúi fái að sitja fundi nefndarinnar til að geta fylgst með.
Einnig samþykkir byggðarráð að óska eftir tilnefningu fulltrúa Akrahrepps í nefndina.
Erindi hefur borist frá Félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um gatnagerðargjald.
althingi.is/altext/133/s/0220.html
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
Lagt fram sölumat fasteignasala á íbúðinni. Einnig tilboð frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni.
Byggðarráð samþykkir að að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
Lagt fram mat á söluverði fasteignarinnar frá fasteignasala.
Lagt fram til kynningar yfirlit úr bókhaldi m.v. 30. sept. 2006 með samanburði við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins.
Samráðshópur um nýtt álagningarkerfi fasteignaskatta sendir sveitarfélögum bréf og vekur athygli á því að í álagningakerfinu í Landsskrá fasteigna er boðið upp á tengingu við skrár Ríkisskattstjóra svo sveitarfélög geti framkvæmt sjálfvirkan útreikning afslátta til elli- og örorkkulífeyrisþega.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármálasviðs að skoða þetta mál.
Borist hefur bréf frá Kayakklúbbnum dagsett 14. október 2006, þar sem bent er á það sjónarmið félagsins að fyrirhugaðar virkjanir í Héraðsvötnum, og þá sérstaklega Austari Jökulsá, muni hafa alvarleg áhrif á möguleika til flúðasiglinga.
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttur leggja fram svohljóðandi bókun:
#GLÁréttað er að verið er að vinna að skipulagstillögu sem fara á til kynningar. Sveitarstjórn hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um virkjanir í Skagafirði, enda engin umræða farið fram um framkvæmdaleyfi. Íbúar sveitarfélagsins og hagsmunaaðilar munu hafa svigrúm til að senda inn athugasemdir eða ábendingar um það sem snýr að skipulagstillögum og bendir Kayakklúbbnum að nýta sér það svigrúm til að koma með ábendingar og athugasemdir.#GL
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLUndirritaður fagnar bréfi Kayakklúbbsins þar sem þeir vara við áformum um virkjun Jökulsánna í Skagafirði. Af bókun fulltrúa meirihlutans má sjá að þeir halda áfram að reyna að blekkja fólk um stöðu virkjanaáforma í Jökulsánum og þýðingu þess að Samfylking og Framsókn hafi gert það að tillögu sinni að virkjun Jökulsánna verði leyfð í aðalskipulagi sem nú er unnið að.
Borist hefur bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands dagsett 18. október 2006, með ályktun stjórnar bandalagsins þar sem mótmælt er því að fjárhagslegt svigrúm ráði því hvort Menningarhúsið Miðgarður verði aðgengilegt öllum. Er vísað til bókunar frá fundi byggðaráðs frá 10. október vegna endurbóta á Miðgarði sem framkvæmdir eru að hefjast við.
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLSvo virðist sem að ádrepa Öryrkjabandalagsins og sú harða gagnrýni sem meirihlutinn hefur mátt sæta vegna þess hvernig hann hefur haldið á málefnum Menningarhússins Miðgarðs sé nú loks að framkalla sinnaskipti. Eftir að bréf Öryrkjabandalagsins barst þeim í hendur eru fulltrúar meirihlutans farnir að tala um verkáfanga í framkvæmdum við Miðgarð og þannig komi til greina að halda áfram með verkið síðar. Áður hefur verið talað um hvað yrði gert og hvað ekki eftir gagngera endurskoðun á hönnun og niðurskurð. Það er ljóst að fulltrúar Framsóknar og Samfylkingar eru komnir á bullandi undanhald og eru að byrja að átta sig á þeim mistökum sem þau voru að gera varðandi framkvæmdir við menningarhúsið Miðgarð og aðgengi um húsið. Það nægir hins vegar ekki að sýna þessi sinnaskipti einungis í orði, það þarf einnig að gera í verki. Því leggur undirritaður til að skrefið verði stigið til fulls og sveitarstjórn einhendi sér í að finna leiðir til að standa þannig að framkvæmdum við Menningarhúsið Miðgarð að sómi sé að og tryggt verði aðgengi milli hæða í húsinu. Mikilvægt er nú að sveitarfélögin í Skagafirði og menntamálaráðuneytið fari sameiginlega yfir hvernig afla megi aukins fjár til verkefnisins.”
Bjarni Egilsson óskar bókað: #GLÉg lít ekki svo á að um misskilning sé að ræða í ályktun Öryrkjabandalagsins. Þar sem ráðast á í gagngerar endurbætur á húsinu er eðlileg krafa að aðgengi fyrir alla sé tryggt að öllum hæðum hússins og þar með gert ráð fyrir að hreyfihamlaðir geti verið virkir þátttakendur í þeirri menningarstarfsemi sem fram fer í húsinu.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað: #GLByggðarráð fagnar því að ÖBÍ skuli fylgjast með fyrirhuguðum framkvæmdum sveitarfélagsins við menningarhúsið Miðgarð, en harmar að framkvæmdastjórn ÖBÍ skuli ekki kynna sér betur þá framkvæmd sem ályktað er um þar sem ljóst er að ályktunin er byggð á misskilningi. Býður byggðarráð framkvæmdastjórninni að heimsækja Skagafjörð og kynna sér framkvæmdina og fyrirætlanir meirihlutans í aðgengismálum.#GL
Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 7. september s.l. lögð fram til kynningar.
Bréf hefur borist frá nefnd samkvæmt ályktun Alþingis um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál þar sem þess er óskað að upplýst verði hvaða gögn eru til í vörslu sveitarfélagsins sem snerta öryggismál Íslands, innra og ytra öryggi, frá árunum 1945 - 1991.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hjá Héraðsskjalaverði hvort einhver gögn kunni að finnast er lúta að þessu máli.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 23. október 2006, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Videósports ehf um leyfi til reksturs skemmtistaðar og veitingasölu (Mælifell) að Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Fundur 364 - 24. október 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 24. október kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Bygging menningarhúsa - Bygg.nefnd Kjör fulltrúa sveitarfélagsins í byggingarnefnd | Mál nr. SV060545 |
Kosning fulltrúa sveitarfélagsins í byggingarnefnd menningarhúsa og óskað eftir tilnefningu fulltrúa Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að kjörnir fulltrúar í byggðarráði sitji í byggingarnefnd menningarhúsa. Bjarni Egilsson situr hjá við afgreiðsluna. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann telji við hæfi að áheyrnarfulltrúi fái að sitja fundi nefndarinnar til að geta fylgst með.
Einnig samþykkir byggðarráð að óska eftir tilnefningu fulltrúa Akrahrepps í nefndina.
2. | Frumvarp til laga um gatnagerðargjald - umsögn | Mál nr. SV060542 |
althingi.is/altext/133/s/0220.html
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
3. | Málefni eignasjóðs Mat á söluverði Grenihlíðar 26 | Mál nr. SV060543 |
Lagt fram sölumat fasteignasala á íbúðinni. Einnig tilboð frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni.
Byggðarráð samþykkir að að fela sviðstjóra eignasjóðs að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
Lagt fram til kynningar | |||
4. | Málefni eignasjóðs Mat á söluverði Jöklatúni 4 | Mál nr. SV060544 |
Lagt fram mat á söluverði fasteignarinnar frá fasteignasala.
5. | Tölur úr bókhaldi 30. sept. 2006 | Mál nr. SV060546 |
6. | Útreikningur afsl. af fasteignasköttum | Mál nr. SV060537 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármálasviðs að skoða þetta mál.
7. | Umsögn Kayakklúbbsins um virkjanir | Mál nr. SV060538 |
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttur leggja fram svohljóðandi bókun:
#GLÁréttað er að verið er að vinna að skipulagstillögu sem fara á til kynningar. Sveitarstjórn hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um virkjanir í Skagafirði, enda engin umræða farið fram um framkvæmdaleyfi. Íbúar sveitarfélagsins og hagsmunaaðilar munu hafa svigrúm til að senda inn athugasemdir eða ábendingar um það sem snýr að skipulagstillögum og bendir Kayakklúbbnum að nýta sér það svigrúm til að koma með ábendingar og athugasemdir.#GL
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLUndirritaður fagnar bréfi Kayakklúbbsins þar sem þeir vara við áformum um virkjun Jökulsánna í Skagafirði. Af bókun fulltrúa meirihlutans má sjá að þeir halda áfram að reyna að blekkja fólk um stöðu virkjanaáforma í Jökulsánum og þýðingu þess að Samfylking og Framsókn hafi gert það að tillögu sinni að virkjun Jökulsánna verði leyfð í aðalskipulagi sem nú er unnið að.
8. | Ályktun um aðgengi að menningarhúsi Skagafjarðar | Mál nr. SV060539 |
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLSvo virðist sem að ádrepa Öryrkjabandalagsins og sú harða gagnrýni sem meirihlutinn hefur mátt sæta vegna þess hvernig hann hefur haldið á málefnum Menningarhússins Miðgarðs sé nú loks að framkalla sinnaskipti. Eftir að bréf Öryrkjabandalagsins barst þeim í hendur eru fulltrúar meirihlutans farnir að tala um verkáfanga í framkvæmdum við Miðgarð og þannig komi til greina að halda áfram með verkið síðar. Áður hefur verið talað um hvað yrði gert og hvað ekki eftir gagngera endurskoðun á hönnun og niðurskurð. Það er ljóst að fulltrúar Framsóknar og Samfylkingar eru komnir á bullandi undanhald og eru að byrja að átta sig á þeim mistökum sem þau voru að gera varðandi framkvæmdir við menningarhúsið Miðgarð og aðgengi um húsið. Það nægir hins vegar ekki að sýna þessi sinnaskipti einungis í orði, það þarf einnig að gera í verki. Því leggur undirritaður til að skrefið verði stigið til fulls og sveitarstjórn einhendi sér í að finna leiðir til að standa þannig að framkvæmdum við Menningarhúsið Miðgarð að sómi sé að og tryggt verði aðgengi milli hæða í húsinu. Mikilvægt er nú að sveitarfélögin í Skagafirði og menntamálaráðuneytið fari sameiginlega yfir hvernig afla megi aukins fjár til verkefnisins.”
Bjarni Egilsson óskar bókað: #GLÉg lít ekki svo á að um misskilning sé að ræða í ályktun Öryrkjabandalagsins. Þar sem ráðast á í gagngerar endurbætur á húsinu er eðlileg krafa að aðgengi fyrir alla sé tryggt að öllum hæðum hússins og þar með gert ráð fyrir að hreyfihamlaðir geti verið virkir þátttakendur í þeirri menningarstarfsemi sem fram fer í húsinu.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað: #GLByggðarráð fagnar því að ÖBÍ skuli fylgjast með fyrirhuguðum framkvæmdum sveitarfélagsins við menningarhúsið Miðgarð, en harmar að framkvæmdastjórn ÖBÍ skuli ekki kynna sér betur þá framkvæmd sem ályktað er um þar sem ljóst er að ályktunin er byggð á misskilningi. Býður byggðarráð framkvæmdastjórninni að heimsækja Skagafjörð og kynna sér framkvæmdina og fyrirætlanir meirihlutans í aðgengismálum.#GL
9. | FNV - skólanefnd 060907 | Mál nr. SV060540 |
10. | Gögn er snerta öryggismál Íslands 1945-1991 - ósk um upplýs. | Mál nr. SV060541 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hjá Héraðsskjalaverði hvort einhver gögn kunni að finnast er lúta að þessu máli.
Erindi til afgreiðslu | |||
11. | Umsögn um umsókn Videosports - Mælifell | Mál nr. SV060548 |
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar