Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

366. fundur 07. nóvember 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  366 - 7. nóvember 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Óskaði hann eftir að bæta inn á dagskrá fundarins erindi vegna Eyvindarstaðaheiðar ehf og
var það samþykkt.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2006
 
 
Mál nr. SV060580
 
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2006 verður haldin í Reykjavík dagana 16. og 17. nóvember nk.  Ákvarða þarf þátttakendur á ráðstefnunni fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að öllum aðalfulltrúum í sveitarsjórn verði gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna gegn því fyrirkomulagi að sveitarfélagið sjái um gisti- og fæðiskostnað, en sveitarstjórnarfulltrúar komi sér til fundar á eign kostnað.
Einnig samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri og sviðstjóri fjármálasviðs sæki ráðstefnuna.
 
 
2.
Óviðunandi rekstrarafkoma sveitarsjóðs
 
 
Mál nr. SV060579
 
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 26. október 2006.  Nefndin hefur athugað ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2005 með hliðsjón af fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 ásamt greinargerð sveitarstjórnar vegna neikvæðrar rekstrarniðurstöðu á árinu 2006.  Fram kemur að mat nefndarinnar er að rekstrarafkoma sveitarsjóðs er óviðunandi.  Óskar nefndin eftir að henni verði gerð grein fyrir því hvernig sveitarstjórn hyggst bregðast við viðvarandi halla á rekstri sveitarsjóðs.  Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hver þróunin hefur verið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2006 í samanburði við fjárhagsáætlun ársins.  Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar berist nefndinni fyrir 17. nóvember nk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
 
3.
Kostnaður v.vinnu arkitekta á Hólum
 
 
Mál nr. SV060581
 
Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 27. október 2006, varðandi vinnu arkitekta á Hólum vegna framtíðarskipulags á Hólastað.  Er hér um að ræða kostnað að upphæð rúmar 1,5 milljónir króna, sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði.
Umræða um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við skipulagsgerð var ekki kynnt í sveitarstjórn og þar af leiðandi ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun.  Samstarfsnefnd sveitarfélagsins og Hólaskóla falið að fara yfir málið.  Afgreiðslu frestað.
 
 
4.
Meistararannsókn á stöðu starfsþróunar
 
 
Mál nr. SV060576
 
Lagt fram bréf dagsett 1. nóvember 2006, frá Ásdísi Guðmundsdóttur þar sem hún óskar eftir þátttöku Sveitarfélagsins Skagafjarðar í meistararannsókn hennar á stöðu starfsþróunar hjá íslenskum sveitarfélögum.
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
 
5.
Skipun í stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf.
 
 
Mál nr. SV060582
 
Aðalfundur Eyvindarstaðaheiðar ehf. fyrir árið 2005 verður haldinn föstudaginn 10. nóvember 2006.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, Sigfús Pétursson og Freystein Traustason sem fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf.
 
 
6.
Málefni eignasjóðs
Sætún 7, Hofsósi 
 
Mál nr. SV060457
 
Viðræður við tilboðsgjafa kynntar.  Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn og kynnti málið.  Vék hún svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að selja Emmu Sif Björnsdóttur og Bjarka Má Árnasyni íbúðina Sætún 7 á Hofsósi á kr. 5.400.000 í samræmi við tilboð þeirra.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Menningarhús í Skagafirði - bréf sveitarstj.
 
 
Mál nr. SV060577
 
Lagt fram til kynningar bréf sveitarstjóra dagsett 2. nóvember 2006 til menntamálaráðherra vegna menningarhúsa í Skagafirði.  Sjá afgreiðslu byggðarráðs 31. október sl.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 09:55
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar