Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 369 - 22. nóvember 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Gunnar Bragi setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Unnið áfram með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2007
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta ársins 2007 verði 13,03#PR.
Einnig samþykkir byggðarráð að boða til samráðsfundar næsta föstudag með öllum sveitarstjórnarmönnum og fyrsta varamanni hvers framboðs.
Borist hefur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 14. nóvember 2006, þar sem tilkynnt er að sjóðurinn hyggst sameina í einn lánssamning þau útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé sjóðsins og veitt á árinu 2004 og fyrr. Er aðgerðin hugsuð til einföldunar og hagræðingar fyrir báða aðila og gert ráð fyrir að lánskjör verði óbreytt. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er um 37 lán að ræða þar sem höfuðstóllinn er þann 1. des. um 205 mkr.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga um að sameina eldri skuldabréfalán í einn lánssamning.
Fyrir dyrum stendur að slíta starfsemi Hestamiðstöðvar Íslands og skipta eignum félagsins. Á fundinn mættu undir þessum dagskrárlið þeir Ingimar Ingimarsson og Kristján Jónasson, endurskoðandi. Viku þeir síðan af fundi.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að slitum og uppgjöri Hestamiðstöðvar Íslands.
Lífeyrissjóður Norðurlands boðar til aukaársfundar föstudaginn 15. desember n.k. Tilefni fundarins er að stjórn sjóðsins hefur samþykkt samrunasamning við Lífeyrissjóð Austurlands með fyrirvara um samþykki ársfundar.
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðstjóri fjármálasviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
Erindi dagsett 17. september 2006 hefur borist frá Útvarpi Kántrýbæ þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við að halda úti og reka endurvarp fyrir útvarpsstöðina í Skagafirði.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Í tengslum við störf nefndar, sem nú hefur með höndum endurskoðun grunnskólalaga, stendur Menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóv. n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna með mögulega þátttöku.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:15
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Fundur 369 - 22. nóvember 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Gunnar Bragi setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Fjárhagsáætlun 2007 | Mál nr. SV060599 |
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta ársins 2007 verði 13,03#PR.
Einnig samþykkir byggðarráð að boða til samráðsfundar næsta föstudag með öllum sveitarstjórnarmönnum og fyrsta varamanni hvers framboðs.
2. | Sameining eldri skuldabréfalána í einn lánssamning | Mál nr. SV060594 |
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga um að sameina eldri skuldabréfalán í einn lánssamning.
3. | Hestamiðstöð Íslands | Mál nr. SV060600 |
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að slitum og uppgjöri Hestamiðstöðvar Íslands.
4. | Lífeyrissjóður Norðurlands - aukaársfundur 2006 | Mál nr. SV060596 |
Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðstjóri fjármálasviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
5. | Útvarp Kántrýbær | Mál nr. SV060597 |
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Málþing v. endurskoðun grunnskólalaga | Mál nr. SV060595 |
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna með mögulega þátttöku.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:15
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar