Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 373 - 19. desember 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 19. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Lögð fram tillaga að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 27. október 2006, þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið taki þátt í að greiða skipulagsvinnu vegna Hólastaðar. Um er að ræða tæplega 1,6 mkr. kostnað. Áður á dagskrá 7. nóvember sl.
16. febrúar 2006 er bókað í fundargerð samráðsnefndar sveitarfélagsins og Hólaskóla varðandi sérfræðivinnu vegna skiplags #GL...að sveitarfélagið legði til fé til greiðslu á útlögðum kostnaði#GL. Fundargerðin og ákvörðun þessi var ekki staðfest í sveitarstjórn og því í raun ómerk. Vegna stöðu skólans samþykkir byggðaráð að greiða 800 þús. kr. Kostnaðurinn verður færður á málaflokk 09 og samsvarandi upphæð tekjufærð frá málaflokki 27100. En leggja út fyrir allri upphæðinni og færa afganginn á viðskiptareikning skólans.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
#GLUndirritaður styður afgreiðsluna en vill taka fram að hann vissi ekki til þess að samið hefði verið um slíka greiðslu. Eðlilegast hefði verið að slíkt erindi hefði komið fyrir byggðarráð áður en stofnað var til kostnaðar vegna þessa verkefnis enda ekki ráð fyrir því gert í fjárhagsáætlun ársins. Það er hins vegar mikilvægt að ríkið og sveitarfélagið eigi með sér samstarf um skipulagsmál á Hólastað og hraða þarf samningum við stjórnvöld um málefni staðarins.#GL
Lagður fram tölvupóstur frá Gunnsteini Björnssyni, dagsettur 27. nóvember 2006, þar sem hann leggur fram tilboð á genginu 1, í hlut sveitarfélagins í Sjávarleðri hf., fyrir hönd þriðja aðila. Áður á dagskrá 5. desember sl.
Byggðarráð samþykkir að selja hlut sveitarfélagsins í Sjávarleðri hf. á genginu 1.
Lagt fram bréf frá KPMG dagsett 5. desember 2006 varðandi endurskoðunarvinnu fyrir sveitarfélagið og fyrirtækja sveitarsjóðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarbréf og felur sveitarstjóra að semja um kjör.
Lögð fram samningsdrög á milli KSÍ og sveitarfélagsins um sparkvelli við Árskóla og Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Byggðarráð áréttar að ekki er gert ráð fyrir gerð sparkvalla í fjárhagsáætlun 2007.
Lagt fram bréf frá Snorraverkefninu dagsett 5. desember 2006, þar sem óskað er eftir stuðningi við það sumarið 2007.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Lagt fram til kynningar, yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs fyrstu 10 mánuði ársins.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:55
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Fundur 373 - 19. desember 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 19. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts | Mál nr. SV060675 |
Byggðarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum.
2. | Kostnaður v.vinnu arkitekta á Hólum | Mál nr. SV060674 |
16. febrúar 2006 er bókað í fundargerð samráðsnefndar sveitarfélagsins og Hólaskóla varðandi sérfræðivinnu vegna skiplags #GL...að sveitarfélagið legði til fé til greiðslu á útlögðum kostnaði#GL. Fundargerðin og ákvörðun þessi var ekki staðfest í sveitarstjórn og því í raun ómerk. Vegna stöðu skólans samþykkir byggðaráð að greiða 800 þús. kr. Kostnaðurinn verður færður á málaflokk 09 og samsvarandi upphæð tekjufærð frá málaflokki 27100. En leggja út fyrir allri upphæðinni og færa afganginn á viðskiptareikning skólans.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
#GLUndirritaður styður afgreiðsluna en vill taka fram að hann vissi ekki til þess að samið hefði verið um slíka greiðslu. Eðlilegast hefði verið að slíkt erindi hefði komið fyrir byggðarráð áður en stofnað var til kostnaðar vegna þessa verkefnis enda ekki ráð fyrir því gert í fjárhagsáætlun ársins. Það er hins vegar mikilvægt að ríkið og sveitarfélagið eigi með sér samstarf um skipulagsmál á Hólastað og hraða þarf samningum við stjórnvöld um málefni staðarins.#GL
3. | Sjávarleður hf - hlutafé | Mál nr. SV060643 |
Byggðarráð samþykkir að selja hlut sveitarfélagsins í Sjávarleðri hf. á genginu 1.
4. | Endurskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og fyrirtækjum sveitarsjóðs | Mál nr. SV060673 |
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarbréf og felur sveitarstjóra að semja um kjör.
5. | Samn. milli KSÍ og Svfél. Skagafj. um sparkvöll | Mál nr. SV060655 |
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar. Byggðarráð áréttar að ekki er gert ráð fyrir gerð sparkvalla í fjárhagsáætlun 2007.
6. | Stuðningur við Snorraverkefnið 2007 | Mál nr. SV060654 |
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Lagt fram til kynningar | |||
7. | Rekstrarupplýsingar jan.-okt. 2006 | Mál nr. SV060676 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:55
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar