374. fundur
09. janúar 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 374 - 9. janúar 2007 Ár 2007, þriðjudaginn 9. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi.Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. Fundarritari var Margeir Friðriksson. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Fræðibók um dyslexíu
|
| Mál nr. SV070001
|
Lagt fram bréf dagsett 21. júní 2006 frá Þóru Björk Jónsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu fræðibókar um dyslexíu.Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
|
|
2.
| Samgönguáætlun 2007-10, kafli 3 tillaga
|
| Mál nr. SV070003
|
Lögð fram til umsagnar samgönguáætlun 2007-2010, kafli 3, siglingamál, sem snýr að Sveitarfélaginu Skagafirði.Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að bygging skjólgarðs frá Strandvegi, Suðurgarður, verði frestað til ársins 2008. Byggðarráð samþykkir vísa erindinu að öðru leyti til umhverfis- og samgöngunefndar.
|
|
3.
| Skagf.braut 9A - umsókn um niðurfellingu sorpurðunargjalds
|
| Mál nr. SV070006
|
Lagt fram bréf frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar, dagsett 29. desember 2006, þar sem sótt er um niðurfellingu á sérstöku sorpurðunargjaldi fyrir árið 2006.Byggðarráð sér sér ekki fært að fella niður álagninguna.
|
|
4.
| 061219 Umhverfis- og samgöngunefnd 8
|
| Mál nr. SV070007
|
Erindi vísað frá umhverfis- og samgöngunefnd frá 19. desember 2006 varðandi samninga við ÓK gámaþjónustu vegna sorphreinsunar og -urðunar.Byggðarráð samþykkir framlagða samninga. Lagt fram
|
|
5.
| Sögusetur ísl. hestsins ses
|
| Mál nr. SV070011
|
Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Fræðaseturs, kom á fundinn til viðræðu um stofnun sjálfseignarstofnunar um Sögusetur íslenska hestsins.Byggðarráð samþykkir að vísa stofnsamningi um Sögusetur íslenska hestsins ses. til menningar- og kynningarnefndar. Erindi til afgreiðslu
|
|
6.
| Fasteignagjaldaálagning 2007
|
| Mál nr. SV070012
|
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra dagsett 5. janúar 2007 varðandi álagningu fasteignagjalda 2007.Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að koma með tillögur á næsta fund byggðarráðs.
|
|
7.
| Vínv.leyfi - umsókn Videosports v.Mælifells
|
| Mál nr. SV070014
|
Lögð fram umsókn frá Vídeósporti ehf. um vínveitingaleyfi í Mælifelli, Aðalgötu 7, Sauðárkróki fyrir tímabilið 28.10. 2006 til 27.10. 2008. Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.Byggðarráð samþykkir að veita Mælifelli vínveitingaleyfi framangreint tímabil.
|
|
8.
| Túngata 4 - fyrirhuguð sala Málefni eignasjóðs
|
| Mál nr. SV070009
|
Bréf frá stjórn Umf. Neista á Hofsósi, dagsett 3. janúar 2007, þar sem skýrt er frá fyrirhugaðri sölu á fasteigninni Túngötu 4 á Hofsósi, en sveitarfélagið á forkaupsrétt á fasteigninni.Byggðarráðs samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.
|
|
9.
| Húseignir við Lækjarbakka, Steinst.hverfi Málefni eignasjóðs
|
| Mál nr. SV070020
|
Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Steinsstöðum, dagsett 7. janúar 2007, þar sem gert er tilboð í fasteignir sveitarfélagsins nr. 3, 5 og 7 við Lækjarbakka í Steinsstaðahverfi.Byggðarráð felur sviðsstjóra eignasjóðs og sveitarstjóra að skoða málið nánar. Lagt fram til kynningar
|
|
10.
| Galtarárskáli - stækkun
|
| Mál nr. FS060001
|
Lagðar fram til kynningar sundurliðaðar upplýsingar um viðhald og viðbætur á Galtarárskála. Áður á dagskrá 15. ágúst 2006.
|
|
11.
| ÓK gámaþjónusta ehf. - söfnunarstöð
|
| Mál nr. SV070005
|
Lagður fram til kynningar samningur á milli sveitarfélagsins og ÓK gámaþjónustu um móttöku og flokkun sorps og spilliefna, sem berst frá einstaklingum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
|
|
12.
| Ljótsstaðir - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070002
|
Lögð fram til kynningar tilkynning dagsett 18. desember 2006, frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Ljótsstöðum landnr. 146555 og fastanr. 225-7523. Seljendur eru Jónhallur Björgvin Benediktsson og Viggó Sigursteinsson. Kaupandi er Gylfi Ómar Héðinsson.
|
|
13.
| Ásgeirsbrekka - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070010
|
Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 4. janúar 2007 um sölu á jörðinni Ásgeirsbrekku, landnr. 146402. Seljendur eru Bjarni P. Maronsson og Jórunn Árnadóttir. Kaupendur eru Arna Björg Bjarnadóttir og Halldór Magnússon.
|
|
14.
| Reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna
|
| Mál nr. SV070004
|
Lagt fram til kynningar bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dagsett 27. desember 2006 þar sem óskað er eftir umfjöllun og umsögn um drög að nýrri reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra. Óskað er góðfúslega eftir að umsögnin berist ráðuneytinu í síðasta lagi 4. janúar 2007 að öðrum kosti er litið svo á að þær séu engar.Byggðarráð gerir ekki aðrar athugasemdir en þá að tímafrestur til umsagnar var of naumur til að hægt væri að afgreiða málið. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:52Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar