Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 375 - 16. janúar 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 16. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi um styrki til greiðslu fasteignaskatta á grundvelli nýsamþykktra reglna lagðar fyrir fundinn til afgreiðslu. Umsóknir hafa borist frá eftirtöldum: Villa Nova v/Aðalgötu 23, Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks v/Suðurgötu 5, Oddfellowreglan á Sauðárkróki v/Víðigrundar 5, Fluga ehf. v/Svaðastaða, Rauða kross Íslands - Skagafjarðardeild v/Aðalgötu 10b og Frímúrarastúkunni Mælifelli v/Borgarmýri 1.
Byggðarráð samþykkir eftirtalda styrki, þ.e. 70#PR af fasteignaskatti [1]v.ársins 2006:
Villa Nova, aðrir húshlutar en íbúðir á grundvelli 5.gr., Oddfellowreglan Víðigrund 5 - félagsheimili að undanskildu skrifstofuhúsnæði, Rauði kross Íslands - Skagafjarðardeild vegna Aðalgötu 10b og Frímúrarastúkan Mælifell v/Borgarmýri 1.
Styrkirnir bókfærast á árið 2006 á málaflokk 02.
Í samræmi við fyrirliggjandi gögn er umsóknum hafnað frá: Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks og Flugu ehf.
Lögð fram drög að reglum um afslátt fasteignagjalda 2007 til tekjulágra ellli- og örorkulífeyrisþega. Einnig tillaga um ef fasteignagjaldaálagning nær ekki kr. 10.000 þá innheimtast gjöldin öll á fyrsta gjalddaga. Ennfremur tillaga um að gjalddagar fasteignagjalda á nýjum eignum verði að hámarki átta og taki að auki mið af lágmarksupphæð til innheimtu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um afslátt fasteignagjalda 2007 til tekjulágra ellli- og örorkulífeyrisþega:
Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2007
1.gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Sveitarfélaginu Skagafirði sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára á árinu eða eldri
eða
b) hafa verið úrskurðaðir 75#PR öryrkjar.
Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.
3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði sem nefnd eru í 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
4. gr.
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 40.000,-. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við álagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2005. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2006 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 1.560.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.100.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 2.100.000,- fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.827.000,- enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
6. gr.
Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjanda er fjármálasviði heimilt að víkja frá 2. og 4 gr. þessara reglna varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs.
Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
a) þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
b) ef um skyndilega örorku er að ræða, sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.
c) einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin
íbúð á öldrunarstofnun en eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af skyldmennum.
Lækkun samkvæmt þessari grein skal staðfest af byggðarráði.
7. gr.
Byggðarráð Skagafjarðar endurskoðar tekjumörk og afsláttarupphæð í desember ár hvert.
Byggðarráð samþykkir að ef fasteignagjaldaálagning nær ekki kr. 10.000 þá innheimtast öll gjöldin á fyrsta gjalddaga.
Byggðarráð samþykkir einnig að gjalddagar fasteignagjalda á nýjum eignum verði að hámarki átta og taki að auki mið af lágmarksupphæð til innheimtu.
Samningur við Videosport ehf. um kaup á mat fyrir leikskólann Glaðheima lagður fram til staðfestingar.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning.
Lagður fram ráðningarsamningur við Guðmund Guðlaugsson, sveitarstjóra.
Byggðarráð staðfestir ráðningarsamning við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Bjarni Egilsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á slökkvibifreiðum eða slökkvibúnaði á árinu 2006 og frestunar greiðslu frá fyrra ári.
Fyrir fundinum liggur undirskriftalisti sem sveitarstjóra var afhentur 19. desember s.l. þar sem sveitarstjórn er hvött til þess að standa að byggingu veglegs íþróttahúss á Hólum með löglegum handboltavelli og líkamsræktaraðstöðu sem reist yrði innan þriggja ára.
Fyrir fundinn er lagt til kynningar afrit bréfs Baldurs Baldurssonar til slökkviliðsstjóra þar sem ítrekuð er ósk um svar við erindi frá 19. september s.l.
Ársuppgjör Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21 fyrir árið 2005 lagt fram til kynningar.
Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði þar sem kynnt er uppgjör framlaga úr sjóðnum á árinu 2006.
Lögð fram tilkynning dagsett 13. desember 2006 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á sumarbústaðalandi úr jörðinni Tunguhálsi I, landnúmer 146241. Seljandi er Guðsteinn Guðjónsson og kaupandi er Höskuldur Þórhallsson.
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. desember 2006 frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum ásamt gögnum og fundargerð ársfundar samtakanna frá 17. nóvember 2006.
Lögð fram tilkynning dagsett 8. janúar 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Á í Unadal, landnr. 146507 og 197793. Seljendur eru Haraldur Árni Hjálmarsson, Pétur Pétursson og Halldór Ingólfur Hjálmarsson og kaupandi Þú Blásól ehf.
Lagt fram bréf dagsett 3. janúar 2007 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2007.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:10
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar
Fundur 375 - 16. janúar 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 16. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts - afgreiðsla erinda | Mál nr. SV060675 |
Erindi um styrki til greiðslu fasteignaskatta á grundvelli nýsamþykktra reglna lagðar fyrir fundinn til afgreiðslu. Umsóknir hafa borist frá eftirtöldum: Villa Nova v/Aðalgötu 23, Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks v/Suðurgötu 5, Oddfellowreglan á Sauðárkróki v/Víðigrundar 5, Fluga ehf. v/Svaðastaða, Rauða kross Íslands - Skagafjarðardeild v/Aðalgötu 10b og Frímúrarastúkunni Mælifelli v/Borgarmýri 1.
Byggðarráð samþykkir eftirtalda styrki, þ.e. 70#PR af fasteignaskatti [1]v.ársins 2006:
Villa Nova, aðrir húshlutar en íbúðir á grundvelli 5.gr., Oddfellowreglan Víðigrund 5 - félagsheimili að undanskildu skrifstofuhúsnæði, Rauði kross Íslands - Skagafjarðardeild vegna Aðalgötu 10b og Frímúrarastúkan Mælifell v/Borgarmýri 1.
Styrkirnir bókfærast á árið 2006 á málaflokk 02.
Í samræmi við fyrirliggjandi gögn er umsóknum hafnað frá: Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks og Flugu ehf.
2. | Fasteignagjaldaálagning 2007 | Mál nr. SV070012 |
Lögð fram drög að reglum um afslátt fasteignagjalda 2007 til tekjulágra ellli- og örorkulífeyrisþega. Einnig tillaga um ef fasteignagjaldaálagning nær ekki kr. 10.000 þá innheimtast gjöldin öll á fyrsta gjalddaga. Ennfremur tillaga um að gjalddagar fasteignagjalda á nýjum eignum verði að hámarki átta og taki að auki mið af lágmarksupphæð til innheimtu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um afslátt fasteignagjalda 2007 til tekjulágra ellli- og örorkulífeyrisþega:
Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2007
1.gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Sveitarfélaginu Skagafirði sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára á árinu eða eldri
eða
b) hafa verið úrskurðaðir 75#PR öryrkjar.
Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.
3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði sem nefnd eru í 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
4. gr.
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 40.000,-. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við álagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2005. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2006 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 1.560.000 fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.100.000 enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að kr. 2.100.000,- fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir kr. 2.827.000,- enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
6. gr.
Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjanda er fjármálasviði heimilt að víkja frá 2. og 4 gr. þessara reglna varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs.
Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:
a) þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega.
b) ef um skyndilega örorku er að ræða, sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.
c) einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin
íbúð á öldrunarstofnun en eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af skyldmennum.
Lækkun samkvæmt þessari grein skal staðfest af byggðarráði.
7. gr.
Byggðarráð Skagafjarðar endurskoðar tekjumörk og afsláttarupphæð í desember ár hvert.
Byggðarráð samþykkir að ef fasteignagjaldaálagning nær ekki kr. 10.000 þá innheimtast öll gjöldin á fyrsta gjalddaga.
Byggðarráð samþykkir einnig að gjalddagar fasteignagjalda á nýjum eignum verði að hámarki átta og taki að auki mið af lágmarksupphæð til innheimtu.
3. | Glaðheimar - samningur um kaup á hádegismat | Mál nr. SV070025 |
Samningur við Videosport ehf. um kaup á mat fyrir leikskólann Glaðheima lagður fram til staðfestingar.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning.
4. | Ráðningarsamningur sveitarstjóra | Mál nr. SV070036 |
Lagður fram ráðningarsamningur við Guðmund Guðlaugsson, sveitarstjóra.
Byggðarráð staðfestir ráðningarsamning við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Bjarni Egilsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Lagt fram til kynningar | |||
5. | Endurgreiðsla vsk vegna kaupa á slökkvibifreið | Mál nr. SV070027 |
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á slökkvibifreiðum eða slökkvibúnaði á árinu 2006 og frestunar greiðslu frá fyrra ári.
6. | Nýtt íþróttahús á Hólastað innan 3ja ára | Mál nr. SV070028 |
Fyrir fundinum liggur undirskriftalisti sem sveitarstjóra var afhentur 19. desember s.l. þar sem sveitarstjórn er hvött til þess að standa að byggingu veglegs íþróttahúss á Hólum með löglegum handboltavelli og líkamsræktaraðstöðu sem reist yrði innan þriggja ára.
7. | Bréf frá Baldri I, Baldurssyni til Brunavarna Skagafj.- | Mál nr. SV070029 |
Fyrir fundinn er lagt til kynningar afrit bréfs Baldurs Baldurssonar til slökkviliðsstjóra þar sem ítrekuð er ósk um svar við erindi frá 19. september s.l.
8. | Húsfélag Skagf.braut 17-21 - Ársuppgjör 2005 | Mál nr. SV070030 |
Ársuppgjör Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21 fyrir árið 2005 lagt fram til kynningar.
9. | Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarf. 2006 | Mál nr. SV070031 |
Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði þar sem kynnt er uppgjör framlaga úr sjóðnum á árinu 2006.
10. | Tunguháls I, spilda - tilk. um sölu | Mál nr. SV070032 |
Lögð fram tilkynning dagsett 13. desember 2006 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á sumarbústaðalandi úr jörðinni Tunguhálsi I, landnúmer 146241. Seljandi er Guðsteinn Guðjónsson og kaupandi er Höskuldur Þórhallsson.
11. | SSKS 061117 - 9. ársfundur | Mál nr. SV070033 |
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. desember 2006 frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum ásamt gögnum og fundargerð ársfundar samtakanna frá 17. nóvember 2006.
12. | Á - tilk. um sölu | Mál nr. SV070034 |
Lögð fram tilkynning dagsett 8. janúar 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Á í Unadal, landnr. 146507 og 197793. Seljendur eru Haraldur Árni Hjálmarsson, Pétur Pétursson og Halldór Ingólfur Hjálmarsson og kaupandi Þú Blásól ehf.
13. | Úthlutun framlags v. fatlaðra nemenda í grunnsk. | Mál nr. SV070035 |
Lagt fram bréf dagsett 3. janúar 2007 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2007.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:10
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar