Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 376 - 23. janúar 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 23. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Tillaga að bókun byggðaráðs vegna væntanlegs vaxtarsamnings:
Fyrir dyrum stendur undirritun vaxtarsamnings Norðurlands vestra sem áformuð er þriðjudaginn 30. janúar n.k. Fulltrúar úr sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sveitarstjóra, áttu af því tilefni óformlegan fund föstudaginn 19. janúar s.l. með forsvarsmönnum atvinnufyrirtækja í Skagafirði, sem ráð er fyrir gert að eigi beina aðild að samningnum. Var fundurinn haldinn að frumkvæði þeirra. Eftir vandlega yfirferð málsins komust aðilar að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að fara þurfi betur yfir ýmis atriði áður en lokið er gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra, svæði sem, samkvæmt nýlegri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er eitt tveggja svæða á landinu þar sem hagvöxtur var minni en enginn eða -6#PR á árunum 1998 - 2004. Fram komu miklar efasemdir um að samningurinn eins og hann lítur út samkvæmt fyrirliggjandi drögum skili árangri í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, og mun meira fjármagn og frekari aðgerðir þurfi til. Byggðaráð Skagafjarðar fer þess því á leit við aðstandendur vaxtarsamningsins að formlegri undirritun hans verði frestað um sinn og felur sveitarstjóra að koma óskinni á framfæri við hlutaðeigandi aðila og óska jafnframt eftir því við iðnaðarráðherra að komið verði á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og heimamanna til að ræða veika stöðu Norðurlands vestra og með hvaða hætti megi snúa við þeirri þróun sem nú hefur verið staðfest af Byggðastofnun.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi bókun samhljóða.
Tæknisvið hefur gert úttekt á hagkvæmni þess að fjárfesta í gröfu og kostnaði við gröfuvinnu í kjölfar verðkönnunar sem gerð var fyrir áramót. Jón Örn Berndsen starfandi sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn til að kynna málið. Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir taka gröfu á kaupleigu skv. fyrirliggjandi tilboði. Einnig að leita samninga við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. til eins árs, þ.e. um almenna gröfuvinnu og snjómokstur á grundvelli verðkönnunarinnar.
Lagður fram samningur milli Félagsheimilisins Ljósheima og Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga um húsaleigu og þjónustu vegna notkunar Félags eldri borgara af húsnæðinu tímabilið janúar-maí 2007.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Samþykkt félags- og tómstundanefndar frá 9. janúar sl. um hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar var vísað frá sveitarstjórn 11. janúar sl. til byggðarráðs. Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs kom inn á fundinn og kynnti málið. Vék hann síðan af fundi.
Byggðarráð staðfestir tillögu um hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar.
Tölvubréf hefur borist frá Elsu, sviðsstjóra Eignasjóðs, vegna tveggja mála, annars vegar tilboð í þrjár fasteignir við Lækjarbakka á Steinsstöðum sem barst nýverið og hins vegar vegna leiguíbúðar sem var að losna að Jöklatúni 2.
Fasteignir við Lækjarbakka á Steinsstöðum:
Sviðsstjóri bendir á að ein eignin sé félagslegt leiguhúsnæði og telur ekki ráðlegt að selja það hús. Hins vegar komi vel til greina að selja hin tvö húsin en þá þurfi að auglýsa þau og óska eftir tilboðum.
Jöklatún 2:
Félagslegt leiguhúsnæði, 4ra herbergja íbúð í raðhúsi að Jöklatúni 2 var að losna úr leigu, en það hefur verið í leigu sama aðila í fjölda ára. Til að halda því áfram í leigu þarf að fara í verulegar endurbætur á íbúðinni. Sviðstjóri telur ástæðu til að skoða mögulega sölu á þessari íbúð.
Inn á fundinn kom Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs til viðræðu. Vék hún svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, sem var upphaflega lagt fyrir fund byggðarráðs 9. janúar sl., þar sem ekki er fyrirhugað að selja allar fasteignirnar við Lækjarbakka á Steinsstöðum að sinni.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstsjóra eignasjóðs að láta verðmeta fasteignina Jöklatún 2 og auglýsa hana til sölu.
Borist hefur bréf frá Jóni Ormari Ormssyni þar sem hann kynnir áform um reisingu minnisvarða um Jónas Kristjánsson, sem var læknir hér á árunum 1911-1939, en hann hóf á þessum árum vinnu við náttúrulækningar. Náttúrulækningafélag Íslands var stofnað á Sauðárkróki árið 1937 og vill félagið minnast 70 ára afmælisins með því að gefa umræddan minnisvarða.
Lögð fram til kynningar dagskrá Brännpunkt Norden, norrænu skólamálaráðstefnunnar sem haldin verður 10. og 11. maí n.k. á Hótel Nordica.
Lagt fram til kynningar eintak af nýjum vetrarbæklingi fyrir Norðurland frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:08
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
Fundur 376 - 23. janúar 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 23. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
Fundinn sátu:
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Erindi til afgreiðslu | |||
1. | Vaxtarsamningur Norðurlands vestra | Mál nr. SV070037 |
Fyrir dyrum stendur undirritun vaxtarsamnings Norðurlands vestra sem áformuð er þriðjudaginn 30. janúar n.k. Fulltrúar úr sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sveitarstjóra, áttu af því tilefni óformlegan fund föstudaginn 19. janúar s.l. með forsvarsmönnum atvinnufyrirtækja í Skagafirði, sem ráð er fyrir gert að eigi beina aðild að samningnum. Var fundurinn haldinn að frumkvæði þeirra. Eftir vandlega yfirferð málsins komust aðilar að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að fara þurfi betur yfir ýmis atriði áður en lokið er gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra, svæði sem, samkvæmt nýlegri skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er eitt tveggja svæða á landinu þar sem hagvöxtur var minni en enginn eða -6#PR á árunum 1998 - 2004. Fram komu miklar efasemdir um að samningurinn eins og hann lítur út samkvæmt fyrirliggjandi drögum skili árangri í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, og mun meira fjármagn og frekari aðgerðir þurfi til. Byggðaráð Skagafjarðar fer þess því á leit við aðstandendur vaxtarsamningsins að formlegri undirritun hans verði frestað um sinn og felur sveitarstjóra að koma óskinni á framfæri við hlutaðeigandi aðila og óska jafnframt eftir því við iðnaðarráðherra að komið verði á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og heimamanna til að ræða veika stöðu Norðurlands vestra og með hvaða hætti megi snúa við þeirri þróun sem nú hefur verið staðfest af Byggðastofnun.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi bókun samhljóða.
2. | Gröfuvinna - verðsamanburður. | Mál nr. SV070043 |
Byggðarráð samþykkir taka gröfu á kaupleigu skv. fyrirliggjandi tilboði. Einnig að leita samninga við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar ehf. til eins árs, þ.e. um almenna gröfuvinnu og snjómokstur á grundvelli verðkönnunarinnar.
3. | Samningur milli Fjölskskylduþjónustu og Ljósheima | Mál nr. SV070044 |
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
4. | Erindi vísað frá Sveitarstj Skagafj | Mál nr. SV070045 |
Byggðarráð staðfestir tillögu um hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar.
5. | Málefni eignasjóðs | Mál nr. SV070039 |
Fasteignir við Lækjarbakka á Steinsstöðum:
Sviðsstjóri bendir á að ein eignin sé félagslegt leiguhúsnæði og telur ekki ráðlegt að selja það hús. Hins vegar komi vel til greina að selja hin tvö húsin en þá þurfi að auglýsa þau og óska eftir tilboðum.
Jöklatún 2:
Félagslegt leiguhúsnæði, 4ra herbergja íbúð í raðhúsi að Jöklatúni 2 var að losna úr leigu, en það hefur verið í leigu sama aðila í fjölda ára. Til að halda því áfram í leigu þarf að fara í verulegar endurbætur á íbúðinni. Sviðstjóri telur ástæðu til að skoða mögulega sölu á þessari íbúð.
Inn á fundinn kom Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs til viðræðu. Vék hún svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, sem var upphaflega lagt fyrir fund byggðarráðs 9. janúar sl., þar sem ekki er fyrirhugað að selja allar fasteignirnar við Lækjarbakka á Steinsstöðum að sinni.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstsjóra eignasjóðs að láta verðmeta fasteignina Jöklatún 2 og auglýsa hana til sölu.
Lagt fram til kynningar | |||
6. | Reising minnisvarða | Mál nr. SV070040 |
7. | Brännpunkt Norden 2007 | Mál nr. SV070041 |
8. | Markaðsskrifstofa Norðurlands - Vetrarbæklingur fyrir Norðurland. | Mál nr. SV070042 |
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:08
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar