Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

377. fundur 30. janúar 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  377 - 30. janúar 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 30. janúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson.
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Salernisaðstaða í Íþróttahúsi Sauðárkróks
 
 
Mál nr. SV070062
 
Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 23. janúar 2007 um kröfur um salernisaðstöðu í Íþróttahúsi Sauðárkróks, þegar haldnar eru fjölmennar samkomur í húsinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að skoða þetta mál nánar.
 
 
2.
Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum - beiðni um umsögn
 
 
Mál nr. SV070060
 
Bréf dagsett 22. janúar 2007 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, þar sem óskað er umsagnar um drög að reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umfjöllunar.
 
Lagt fram til kynningar
 
3.
Fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2007
 
 
Mál nr. SV070068
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Ríkiskaupum dagsett 23. janúar 2007 um fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2007.
 
 
4.
Vextir lána af eigin fé
 
 
Mál nr. SV070061
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 22. janúar 2007 þar sem tilkynnt er um að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að hækka vexti lána með breytilegum vöxtum sem fjármögnuð eru með eigin fé sjóðsins úr 4,40#PR í 4,95#PR frá og með 1. febrúar 2007.
 
 
5.
Grunnsk. Hólum - bréf foreldra og íbúa
 
 
Mál nr. SV070066
 
Lagt fram bréf frá foreldrum og íbúum á skólasvæði Grunnskólans á Hólum þar sem lýst er andstöðu við hugmyndir fræðslunefndar sveitarfélagsins um skipan skólamála út að austan, sem kynnt var fulltrúum skólanna þann 22. janúar sl.
 
 
 
6.
Eftirfylgni könnunar á starfsemi leikskóla
 
 
Mál nr. SV070063
 
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 23. janúar 2007 um eftirfylgni könnunar á starfsemi leikskóla sem gerð var á síðasta ári.
 
 
7.
Ungt fólk - æskulýðsrannsóknir
 
 
Mál nr. SV070064
 
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 23. janúar 2007 um æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, stefnumótun í málefnum barna og ungs fólks.
 
 
8.
Ungt fólk 2006 - niðurstaða rannsóknar
 
 
Mál nr. SV070059
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 18. janúar 2007 varðandi niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2006 meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla.
 
 
9.
Breyting á reglum reikningsskila- og uppl.nefndar
 
 
Mál nr. SV070069
 
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 24. janúar 2007 frá félagsmálaráðuneytinu um breytingu reikningsskila- og upplýsinganefndar á auglýsingu nr. 790/2001 um reikningsskil sveitarfélaga sem miða að því að auka samanburðarhæfni ársreikninga sveitarfélaga.
 
 
10.
Samráðsvettvangur - boðun til fundar
 
 
Mál nr. SV070071
 
Bréf frá Öldunni - stéttarfélagi og Starfsmannafélagi Skagafjarðar, þar sem stéttafélögin óska eftir fundi í samráðsnefnd stéttafélaganna og sveitarfélagsins.
 
 
11.
Skipulag miðhálendis - vinnufundur júní 2006
 
 
Mál nr. SV070072
 
Lagt fram bréf frá Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands ásamt bæklingi nefndarinnar með samantekt um fundi hennar og afgreiðslur frá árinu 2000. Bæklingurinn liggur frammi í ráðhúsi.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:07
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar