Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

379. fundur 13. febrúar 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  379 - 13. febrúar 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Frá Félags- og tómstundanefnd.
Samningur um heimsendingu matar - vísað til byggðarráðs 
 
Mál nr. SV070095
 
Félags- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann  5. febrúar s.l. samning við Júlíus R. Þórðarson um akstur matarsendinga til aldraðra og sendir byggðarráði til staðfestingar.
Byggðarráð staðfestir framlagðan samning samhljóða.
 
 
2.
Frá Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070096
 
Gjaldskrá heimaþjónustu og breytingar á reglum varðandi viðmiðunarmörk.
Félags- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar s.l. hækkun á gjaldskrá heimaþjónustu og sendir byggðarráði til staðfestingar. Hækkunin er innan ramma hækkunar  tryggingabóta sem er sú viðmiðun sem notuð hefur verið.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða.
 
 
3.
Fornleifarannsókn í Kolkuósi - gerð sjónvarpsþáttar
 
 
Mál nr. SV070097
 
Erindi hefur borist frá Böðvari Þór Unnarssyni þar sem hann kannar áhuga sveitarfélagsins á því að styrkja gerð sjónvarpsþáttar um fornleifarannsóknina í Kolkuósi.  Þátturinn yrði liður í sjónvarpsþáttaröð um sex  merkar fornleifarannsóknir á Íslandi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- og kynningarnefndar til umfjöllunar.
 
 
4.
Sögusetur íslenska hestsins
 
 
Mál nr. SV070103
 
Byggðaráð vísaði erindi Söguseturs íslenska hestsins um fjárstyrk á árinu 2007 til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi sínum þann 26. sept. s.l.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnuninni rekstarstyrk að upphæð kr. 1.500.000 sem verður tekin af fjárhagslið 21890.
 
 
5.
Frumvarp til vegalaga - beiðni um umsögn
 
 
Mál nr. SV070099
 
Samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar sveitarfélagsins um frumvarp til vegalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi.
Byggðarráð tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarpið.
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLÁsamt því að taka undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga vill undirritaður vara sérstaklega við lagasetningu þar sem opnað er fyrir einkavæðingu samgöngumannvirkja og frekari innleiðingu vegtolla.  Þjóðvegir og samgöngumannvirki í almannaeigu eru einn af hornsteinum íslensks samfélags.  Bjarni Jónsson#GL.
 
 
6.
Þriggja ára áætlun 2008 - 2010.
 
 
Mál nr. SV070104
 
Þriggja ára áætlun tekin til umræðu og gögn lögð fram á fundinum.  Áætlunin verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 22. febrúar n.k.
Áætlunin verður áfram í vinnslu og lögð fyrir næsta fund byggðarráðs.
 
 
7.
Málefni Eignasjóðs
 
 
Mál nr. SV070102
 
1.  Raftahlíð 48 - framkvæmdir vegna drenlagna.
Borist hefur erindi frá Pétri Inga Björnssyni, eiganda Raftahlíðar 48, þar sem hann óskar eftir því að Eignasjóður komi til móts við hann í framkvæmd við drenlagnir við húsið sem fyrri eigandi.
2.  Jöklatún 2 - tilboð í eignina.
Lögð fram fjögur tilboð sem borist hafa í húseignina að Jöklatúni 2, sem auglýst var til sölu nýverið.
Elsa Jónsdóttir, sviðstjóri eignasjóðs, kom inn á fundinn til viðræðu og vék síðan af honum.
 
Raftahlíð 48
Byggðarráð samþykkir að óska eftir greinargerð frá umhverfis- og tæknideild vegna framkvæmdanna við Raftahlíð 48.
 
Jöklatún 2
Borist hafa fjögur tilboð í fasteignina.
Byggðarráð samþykkir að taka hæsta tilboðinu, frá Ásgrími Ásgrímssyni, sem hljóðar upp á kr. 15.200.000.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Námsferðir á vegum Samb. ísl. sveitarfél.
 
 
Mál nr. SV070101
 
Samband íslenskra sveitarfélaga sendir bréf til að kynna tvær fyrirhugaðar námsferðir á vegum þess fyrir sveitarstjórnarmenn. Annars vegar er um að ræða námsferð til Danmerkur og Noregs 16. - 19. apríl n.k. þar sem kynnt verður það helsta sem efst er á baugi í stjórnun og rekstri sveitarfélaga í þessum löndum.  Námsferðin er fyrst og fremst ætluð framkvæmdastjórum sveitarfélaga og bæjarriturum eða fjármálastjórum og þarf að tilkynna þátttöku fyrir 15. febrúar n.k.
Hins vegar er um að ræða námsferð til Brussel í tengslum við #GLOpen Days#GL Héraðanefndar Evrópusambandsinss 8.-11. október.  Héraðanefndin er vettvangur sveitarstjórnarstigsins innan ESB.
 
 
9.
Bent á reglugerð v.umdæmi sýslumanna ofl
 
 
Mál nr. SV070100
 
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á nýrri reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra nr. 66/2007.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:40
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar