381. fundur
27. febrúar 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 381 - 27. febrúar 2007Ár 2007, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni JónssonAuk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson Fundarritari var Margeir Friðriksson Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Viðbygging við verknámshús FNV - drög að samningi
|
| Mál nr. SV070134
|
Þriðjudaginn 20. febr. s.l. heimsótti menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sauðárkrók ásamt embættismönnum úr ráðuneytinu. Heimsóknina bar brátt að og var kynnt sveitarstjóra um morguninn með ósk um fund með honum síðdegis þennan dag. Megintilgangur ferðar ráðherra var heimsókn í Fjölbrautaskóla Nlv. vegna erinda skólayfirvalda og sveitarstjórnar um stækkun verknámsbyggingar skólans en bréf með formlegri ósk sveitarfélagsins um viðræður um þessi mál og fleiri var send ráðherra í september s.l. Ráðherra heimsótti Fjölbrautaskólann og kynnti sér aðstæður og fundaði með skólanefnd og skólameistara. Á fundi með sveitarstjóra o.fl. síðar um daginn tilkynnti ráðherra vilja ráðuneytisins til að koma að viðbyggingu við verknámshúsið þannig að hægt væri að hefjast handa strax á þessu ári og ljúka verki á því næsta. Afhenti ráðherra drög að samningi um viðbygginguna þar sem gert er ráð fyrir 60#PR hlutdeild ríkissjóðs og 40#PR hlutdeild sveitarfélaga sem aðild eiga að skólanum. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir er um 72 milljónir króna.Byggðarráð fagnar ákvörðun menntamálaráðherra um að koma með fjármagn til stækkunar verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hug aðildarsveitarfélaga skólans til þessa verkefnis.
|
|
2.
| Leikskólamál - úrbætur í húsnæðismálum
|
| Mál nr. SV070132
|
Úrlausnir í húsnæðismálum leikskóla rædd, skipulagsmál o.fl.Byggðarráð samþykkir að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla á Sauðárkróki í stað Furukots og Krílakots á grundvelli hönnunarhugmynda sem lauslega hafa verið kynntar. Hvað staðsetningu varðar verði horft til lóða sunnan Sauðármýrar og felur ráðið tækni- og umhverfissviði að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið með tilliti til þessa.
|
|
3.
| Sparkvöllur í Varmahlíð.
|
| Mál nr. SV070128
|
Erindi hefur borist frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smáranum í Varmahlíð þar sem félagið gerir sveitarfélaginu tilboð um aðkomu að gerð sparkvallar í Varmahlíð til að stuðla að því að af byggingu hans geti orðiði í sparkvallaátaki KSÍ. Óskar félagið eftir framlagi frá sveitarfélaginu að fjárhæð 3 millj. króna en býðst til að sjá alfarið um aðra fjármögnun umfram það sem fram er lagt af hálfu KSÍ.Byggðarráð samþykkir að leggja fram allt að kr. 3.000.000 í gerð sparkvallar í Varmahlíð í ljósi aðkomu Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára að verkefninu. Fjármögnun mætt með tilflutningi frá öðrum fjárfestingarverkefnum innan ársins.
|
|
4.
| Samgönguáætlun. Beiðni um umsögn.
|
| Mál nr. SV070127
|
Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 22. febrúar 2007, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 2010, 574. mál.Byggðarráð samþykkir að vísa í fyrri samþykkt frá fundi þann 6. febrúar 2007.
|
|
5.
| Umsókn um land.
|
| Mál nr. SV070129
|
Lagt fram bréf dagsett 22. febrúar 2007 frá Skúla Þór Bragasyni, þar sem hann sækir um u.þ.b. 10 ha. land undir ferðaþjónustusvæði fyrir ofan Sauðárkrók, í Skógarhlíð.Byggðarráð fagnar frumkvæði bréfritara og skemmtilegri hugmynd. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar og óskar eftir nánari upplýsingum um fjármögnun og viðskiptaáætlun frá Skúla Þór Bragasyni.
|
|
6.
| Starfsemi í íþróttahúsinu.
|
| Mál nr. SV070130
|
Lagt fram til umsagnar minnisblað félags- og tómstundanefndar frá fundi 20. febrúar sl. varðandi reglur um skemmtanahald í Íþróttahúsi Sauðárkróks.Byggðarráð tekur undir nauðsyn þess að settar verði reglur um samkomuhald í íþróttahúsinu á grundvelli þeirra tillagna sem koma fram í minnisblaði frá félags- og tómstundanefnd og fræðslu- og íþróttafulltrúa.
|
|
7.
| Héraðsnefnd A-Hún - samstarf um byggingareftirlit
|
| Mál nr. SV070137
|
Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, dagsett 16. febrúar 2007, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um hvort áhugi sé fyrir hendi um samstarf um byggingareftirlit með betri þjónustu og hagkvæmni í huga.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að skoða þetta mál og ræða við fulltrúa Austur-Húnvetninga.
|
|
8.
| Hitaveita frá Hrolleifsdal að Hofsósi Erindi frá eignasjóði
|
| Mál nr. SV070138
|
Lagt fram bréf frá Skagafjarðarveitum ehf, dagsett 22. febrúar 2007, þar sem kynntar eru væntanlegar framkvæmdir við lagningu hitaveitu úr Hrollleifsdal til Hofsóss. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um hvort það ætli að taka inn hitaveitu í húseignir sveitarfélagsins skv. fyrirliggjandi lista.Byggðarráð samþykkir að tengja allar fasteignir sínar á Hofsósi við hitaveituna.
|
|
9.
| Lækkun virðisaukaskatts
|
| Mál nr. SV070139
|
Lækkun virðisaukaskatts úr 14#PR í 7#PR 1. mars 2007.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðstjórum að kanna hvort og þá hvaða þjónusta sveitarfélagsins ber 14#PR virðisaukaskatt sem lækkar í 7#PR 1. mars nk. Byggðarráð samþykkir einnig að gjöld fyrir þá þjónustu, er ber fyrrgreindan skatt, lækki í samræmi við breytingu skattsins.
Lagt fram til kynningar
|
|
10.
| Samgönguáætlun 2007-18 - aths.v.umhverfismat
|
| Mál nr. SV070125
|
Lögð fram til kynningar greinargerð við samgönguáætlun 2007-2018.
|
|
11.
| Steinn - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070126
|
Lögð fram tilkynning dagsett 7. febrúar 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á 44,9 ha. úr jörðinni Steini, landnr. 208710. Seljandi er Halldór Jónsson og kaupendur eru Gústav Bentsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
|
|
12.
| Umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir eldi á 500 tonnum af bleikju og 1.000.000 bleikjuseiðum
|
| Mál nr. SV070131
|
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun til Umhverfisstofnunar, dagsett 21. febrúar 2007, varðandi umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir eldi á 500 tonnum af bleikju og 1.000.000 bleikjuseiðum, Hólalax hf.
|
|
13.
| Nýlendi - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070135
|
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki, dagsett 19. febrúar 2007 um sölu á jörðinni Nýlendi, landnr. 146573. Seljendur eru Birna Línberg Runólfsdóttir og Sigríður Línberg Runólfsdóttir. Kaupandi er Laugaból ehf.
|
|
14.
| Lambanes - tilk. um sölu land nr. 2
|
| Mál nr. SV070136
|
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki, dagsett 20. febrúar 2007 um sölu á 4.000m2 í landi Lambaness, landnr. 195847. Seljandi er Laufey H. Helgadóttir. Kaupandi Birkir Angantýsson. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:20Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar