Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

382. fundur 07. mars 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  382 - 7. mars 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 7. mars kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúi, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Frá Umhverfis- og samgöngunefnd - Byggðarráð
 
 
Mál nr. SV070080
 
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur yfirfarið samninga við Rarik um orkukaup og samþykkti þá fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 29. jan. s.l. og vísaði til byggðaráðs.  Samningar voru lagðir fram og kynntir á fundi byggðaráðs þann 6. febr. s.l. og sveitarstjóra falið að skoða málið áfram. Sveitarstjóri hefur nú undirritað samninga við Rarik um orkukaup með fyrirvara um staðfestingu byggðaráðs.  Að ósk okkar var samningstíminn styttur í eitt ár.
Byggðarráð samþykkir samningana.
 
 
2.
Ósk um sparkvöll v.Grsk. Hólum - Umf Hjalti
 
 
Mál nr. SV070141
 
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2007 frá Ungmennafélaginu Hjalta, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið geri sparkvöll við Grunnskólann að Hólum  í samvinnu við ungmennafélagið á sömu forsendum og samþykkt hefur verið að  gera í Varmahlíð í samvinnu við Ungmenna- og íþr.félagið Smára.  Óskað er eftir kr. 3.000.000 styrk til framkvæmdarinnar.  Önnur fjármögnun verður á hendi Ungmennafélagsins Hjalta.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar.
 
 
3.
Skalli - v. dragnótaveiða á Skagafirði
 
 
Mál nr. SV070142
 
Lagt fram bréf frá smábátafélaginu Skalla, dagsett 24. febrúar 2007 varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði.  Óskað er eftir að sveitarstjórn ýti á eftir að sjávarútvegsráðuneytið afgreiði fyrirliggjandi mál félagsins í ráðuneytinu um bann við dragnótaveiðum á Skagafirði, þ.e. innan við línu sem dregin er úr Ásnefi í norðurenda Drangeyjar í norðurenda Málmeyjar.  Einnig áréttar félagið að takmarka þurfi stærð dragnótabáta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ýta á eftir afgreiðslu erindisins hjá sjávarútvegsráðuneytinu.



 
4.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
 
 
Mál nr. SV070143
 
Lagt fram bréf dagsett 22. febrúar 2007, frá Vitanum - verkefnastofu, þar sem óskað er eftir samstarfi við að halda Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og að veittur verði fjárhagslegur styrkur til verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar.
 
 
5.
Fyrirspurn v. daggæslu- og leikskólagjalda
 
 
Mál nr. SV070145
 
Lagt fram bréf dagsett 2. mars 2007 frá Nínu Ýr Guðmundsdóttur varðandi mun á  leikskólagjöldum og daggæslugjöldum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs að svara erindinu.
 
 
6.
Víðigrund 5, Oddfellow - umsókn um rekstrarstyrk
 
 
Mál nr. SV070147
 
Lögð fram umsókn dagsett 2. mars 2007, frá Húsfélaginu Víðigrund 5, Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.  Þessi umsókn á við fasteignina Víðigrund 5, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum.


7.
Aðalgata 23, Villa Nova - umsókn um rekstrarstyrk
 
 
Mál nr. SV070148
 
Lögð fram umsókn dagsett 28. febrúar 2007, frá Villa Nova ehf., Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.  Sótt er um vegna fasteignarinnar Aðalgötu 23 (Villa Nova), Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir frekari gögnum.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Héraðsdalur - tilk. um sölu á landspildu
 
 
Mál nr. SV070153
 
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki frá 5. mars 2007 um sölu á landi úr jörðinni Héraðsdal II, landnr. 210329, alls 211,4 ha.  Seljandi er Quality á Íslandi ehf. og kaupandi er B. Pálsson ehf.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 09:40
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar