Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

384. fundur 20. mars 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  384 - 20. mars 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 20. mars var haldinn fundur í Byggðarráði Skagafjarðar á Hótel Varmahlíð kl. 09:00.
 
Fundinn sátu: Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, áheyrnarfulltrúi.
 
Einnig sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Dagskrá:
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Leikfélag Sauðárkr. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
 
 
Mál nr. SV070169
 
Leikfélag Sauðárkróks sækir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka á grundvelli nýsamþykktra reglna þar um.
 - Afgreiðslu frestað þar til nauðsynleg gögn liggja fyrir.
 
 
2.
Stofnun félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
 
 
Mál nr. SV070170
 
Bréf hefur borist þar sem kynnt er stofnun Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði en stofnfundur félagsins var haldinn þann 14. mars s.l.  Óskað er eftir því að fá að kynna sveitarfélaginu fyrirhugaða starfsemi félagsins og helstu markmið þess en því er ætlað að verða hagsmuna- og samstarfsvettvangur ferðaþjónustunnar í Skagafirði.  Fulltrúar frá félaginu mæta á fund ráðsins vegna þessa dagskrárliðar.
Til fundarins komu Magnea K. Guðmundsdóttir, Steinn L. Sigurðsson og Svanhildur Pálsdóttir. Gerðu þau grein fyrir markmiðum Félags ferðaþjónustunnar og voru margar hugmyndir ræddar. Byggðarráð fagnar tilkomu þessa félags og óskar þeim velfarnaðar í starfi og væntir góðs samstarfs um uppbyggingu ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
 
 
3.
Til umsagnar, umsókn Selmu Hjörvarsd. um leyfi til að reka gistiheimili
 
 
Mál nr. SV070171
 
Borist hefur erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Selmu Hjörvarsdóttur um leyfi til reksturs gistiheimilis að Kirkjutorgi 3 á Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
Lagt fram til kynningar
 
4.
Litli Garður - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV070168
 
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki frá 9. mars 2007 um sölu á einingahúsi, byggðu árið 2002, alls 136,9 m2, sem stendur á spildunni Litli Garður, með landsnúmer eignar 192706, með því sem fylgir og fylgja ber, ásamt lóðarréttindum. Seljandi er Þórunn Jónsdóttir, Garði, Hegranesi og kaupendur Sigfríður Sigurjónsdóttir og Sigurbjörn Hreiðar Magnússon, Garði, Hegranesi.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl.  10:40.  
Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.