Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

385. fundur 27. mars 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  385 - 27. mars 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 27. mars kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Vaxtarsamningur fyrir Norðurland vestra
 
 
Mál nr. SV070196
 
Lögð er fram eftirfarandi tillaga:
 
Byggðarráð samþykkir að óska eftir tilnefningu um tvo fulltrúa frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, einn frá Byggðastofnun og einn frá iðnaðarráðuneyti í fimm manna starfshóp er endurskoði grundvöll tillögu að vaxtasamningi er unnin hefur verið fyrir Norðurland vestra.  Lagt er til að byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tilnefni einn fulltrúa í starfshópinn sem jafnframt verði formaður hans.
 
Greinargerð:
Þann 23. janúar s.l. lagði byggðaráð til að frestað yrði staðfestingu á vaxtasamningi m.a. vegna óska fyrirtækja þar um. Þessir aðilar töldu samninginn þurfa hærra fjárframlag frá ríkisvaldinu og rétt væri að leita eftir frekari aðkomu opinberra stofnana og/eða fyrirtækja að samningnum. Þar sem framkvæmdanefnd um vaxtasamning hefur lokið störfum er lagt til að nýjum starfshópi verði falið að endurmeta þær forsendur þær sem framkvæmdanefndin hafði til að vinna á. Byggðarráði Skagafjarðar þykir rétt að hafa forgöngu um slíkt þar sem ráðið lagði til að undirritun væri frestað.
 
Byggðaráð samþykkir tillöguna samhljóða og hvetur til að vinnu við verkefnið verði hraðað sem kostur er.
 
 
2.
Lækkun gjaldskrár matar í leikskólum - frá fræðslunefnd
 
 
Mál nr. SV070186
 
Tillaga um 5#PR lækkun gjaldskrár matar á leikskólum, vegna lækkunar vsk, var samþykkt í Fræðslunefnd 19.03.07 og vísað til Byggðarráðs. Lækkunin tæki gildi m.v. 1. mars.
Einnig tillaga um sömu lækkun í Árvist.
Byggðarráð staðfestir tillögurnar samhljóða.
 
 
3.
Viðbygging við verknámshús FNV
 
 
Mál nr. SV070134
 
Fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Nv. mæta á fund ráðsins vegna málsins kl. 9:15.
Lagt var fram bréf frá oddvita Akrahrepps, Agnari H. Gunnarssyni, dags. 21.03.07, varðandi hugmyndir um stækkun húsnæðis undir verknám við FNV, en sveitarstjóri Svfél. Skagafj. hafði leitað eftir afstöðu Akrahrepps.
Á fundi hreppsnefndar Akrahrepps 21. mars 2007 var málið tekið fyrir og fyrir sitt leyti fagnar hún þessum hugmyndum.
Á fundinn komu Gísli Gunnarsson, Ásta Pálmadóttir frá skólanefnd skólans og Þorkell V. Þorsteinsson aðst. skólameistari FNv. og ræddu áform um stækkun verknámshúss skólans.  Fyrirhugaður er fundur í fjölbrautaskólanum með eignaraðilum skólans á Norðurlandi vestra á morgun, vegna stækkunarinnar.
 
 
4.
Augl. til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV070187
 
Lagt fram bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu, dags. 20. mars 2007, þar sem ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta. Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2007.  Á fundinn kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs til viðræðu.  Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að sækja um byggðakvóta fyrir Hofsós á grundvelli 10.gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum.
 
 
5.
Aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka
 
 
Mál nr. SV070188
 
Borist hefur fundarboð vegna aðalfundar Veiðifélagsins Flóka fyrir árið 2006 sem verður haldinn að Sólgörðum föstud. 30. mars kl. 20:30.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og formanni landbúnaðarnefndar að tilnefna fulltrúa á fundinn.
 
 
6.
Aðalgata 22B Leikfél. Sauðárkr. - umsókn um rekstrarstyrk
 
 
Mál nr. SV070189
 
Lögð fram umsókn dagsett 15. mars 2007, frá Leikfélagi Sauðárkróks um styrk til greiðslu fasteignaskatts v. Aðalgötu 22 B, skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Áður á dagskrá 20. mars 2007 en afgr. frestað vegna ónógra fylgigagna.
Byggðarráð samþykkir að styrkja leikfélagið um 70#PR af upphæð fasteignaskattsins.  Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
 
 
7.
Víðigrund 5, Oddfellow - umsókn um rekstrarstyrk - 2
 
 
Mál nr. SV070190
 
Lögð fram umsókn dagsett 2. mars 2007, frá Húsfélaginu Víðigrund 5, Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.  Þessi umsókn á við fasteignina Víðigrund 5, Sauðárkróki. - Áður á dagskrá 7. mars en afgr. frestað vegna ónógra fylgigagna.
Byggðarráð samþykkir að veita húsfélaginu styrk sem nemur 70#PR af fasteignaskatti þess húsnæðis sem ekki er í fastri útleigu.
 
 
8.
Málefni Eignasjóðs Lækjarbakki 5, Steinsstöðum
 
 
Mál nr. SV070197
 
Lagt fram bráðabirgðamat á söluverði fasteignarinnar Lækjarbakki 5, Steinsstöðum, gert af Ágústi Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala.
Byggðarráð samþykkir óska eftir frekari matsupplýsingum frá fasteignasalanum.
 
 
9.
Málefni Eignasjóðs - Lækjarbakki 7, Steinsstöðum
 
 
Mál nr. SV070198
 
Lagt fram bráðabirgðamat á söluverði fasteignarinnar Lækjarbakki 7, Steinsstöðum, gert af Ágústi Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala.
Byggðarráð samþykkir óska eftir frekari matsupplýsingum frá fasteignasalanum.
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
Hátún 1 - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV070192
 
Lögð fram til kynningar tilkynning sýslumannsins á Sauðárkróki frá 22. mars 2007 um sölu á jörðinni Hátún 1, Seyluhr., landnr. 146038, ásamt öllu því sem umræddri bújörð fylgir og fylgja ber. Seljandi: Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni 2. Kaupandi Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Stóru-Gröf ytri.
 
 
11.
Kynningarfundur um málefni EBÍ
 
 
Mál nr. SV070193
 
Lagt fram kynningarefni frá kynningarfundi um málefni Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem haldinn var miðvikudaginn 21. mars s.l. á Blönduósi en sveitarstjóri og formaður byggðaráðs sátu þann kynningarfund.
 
 
12.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands
 
 
Mál nr. SV070194
 
Lögð fram til kynningar fundargerð frá Ársfundi Lífeyrissjóðs Norðurlands 9. mars 2007.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:08
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar
 
Páll Dagbjartsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson