387. fundur
11. apríl 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 387 - 11. apríl 2007 Ár 2007, miðvikudaginn 11. apríl kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri. Fundarritari var Margeir Friðriksson. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Tillaga að nýju skipulagi stjórnsýslunnar
|
| Mál nr. SV070202
|
Tekin fyrir tillaga að nýju skipulagi stjónsýslunnar sem kynnt var á fundi byggðaráðs þann 3. apríl s.l.Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi skipurit að stjórnsýslu sveitarfélagsins. Tekur það gildi frá og með 1. maí nk. Jafnframt samþykkir byggðarráð nýtt starf verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði sem lýtur fyrst og fremst að tímabundnu verkefni varðandi úttekt á öllu innkaupaferli innan sveitarfélagsins og mótun innkaupastefnu til framtíðar.
|
|
2.
| Aðalgata 2 - Ósk um endurskoðun notkunarsamnings
|
| Mál nr. SV070216
|
Erindi hefur borist frá stjórn Náttúrustofu að tekinn verði til endurskoðunar notkunarsamningur um húsnæðið að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að skoða málið.
|
|
3.
| Borgarmýri 1 - umsókn um rekstrarstyrk
|
| Mál nr. SV070207
|
Lögð fram umsókn frá Frímúrarastúkunni Mælifelli um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2007, skv. 2.mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 70#PR af fasteignaskatti álögðum 2007 á fasteignina Borgarmýri 1A, 225-6680.Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
|
|
4.
| Fjárhagsáætlun f.2007 - beiðni Félm.r. um greinargerð
|
| Mál nr. SV070208
|
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 27. mars 2007, þar sem óskað er eftir greinargerð sveitarstjórnar varðandi hallarekstur í fjárhagsáætlun ársins 2007.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í kjölfar fundar með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í dag, sbr. 13. lið dagskrár.
|
|
5.
| Frá 87. ársþingi UMSS
|
| Mál nr. SV070210
|
Lögð fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 29. mars 2007, þar sem annars vegar er óskað eftir því við sveitarfélagið að fá að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2010 í Skagafirði á 100 ára afmælisári sambandsins og hins vegar eru sveitarstjórnarmönnum færðar þakkir fyrir góðan stuðning við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina og hvatning til þeirra að styðja umsókn sambandsins um að halda framangreint landsmót. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur félags- og tómstundanefnd að ræða við UMSS um framkvæmd málsins.
|
|
6.
| Fiskeldisstöð á Lambanes-Reykjum í Fljótum
|
| Mál nr. SV070217
|
Lagt fram erindi frá Alice á Íslandi ehf., dagsett 6. apríl 2007, varðandi fasteignagjaldaálagningu á fiskeldisstöðina á Lambanes-Reykjum í Fljótum.Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
|
|
7.
| SSNV greinargerd til sveitarfélaganna loka
|
| Mál nr. SV070209
|
Lögð fram greinargerð stjórnar SSNV er varðar úttekt á starfsemi samtakanna sem samþykkt var á 14. ársþingi árið 2006.Byggðarráð lýsir vonbrigðum með skýrsluna og telur að hún standi ekki undir þeim væntingum sem til úttektar á samtökunum voru gerðar. Byggðarráð telur að vinna þurfi ítarlegri athugun og beinir því til stjórnarinnar að leita til utanaðkomandi aðila hvað það varðar. Lagt fram til kynningar
|
|
8.
| Trúnaðarmál
|
| Mál nr. SV070215
|
Gögn lögð fram á fundinum.Sjá trúnaðarbók.
|
|
9.
| Héraðsdalur I - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070211
|
Lögð fram tilkynning dagsett 3. apríl 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Héraðsdal I, landnr. 146172. Seljandi er Jón Kjartansson og kaupandi B. Pálsson ehf.
|
|
10.
| Langhús - tilk. um sölu
|
| Mál nr. SV070212
|
Lögð fram tilkynning dagsett 3. apríl 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Langhúsum í Fljótum, landnr. 146848. Seljendur eru Þorleifur Þorláksson og Ríkey Sigurbjörnsdóttir og kaupendur Sigurbjörn Þorleifsson og Bryndís Alfreðsdóttir.
|
|
11.
| Litla Brekka - tilk. um. sölu
|
| Mál nr. SV070213
|
Lögð fram tilkynning dagsett 4. apríl 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Litlu-Brekku, landnr. 146554. Seljandi er Brúarreykir ehf og kaupandi Skjólgarður ehf.
|
|
12.
| Vaxtarsamningur fyrir Norðurland vestra
|
| Mál nr. SV070196
|
Lagður fram tölvupóstur frá Sveini Þorgrímssyni, iðnaðarráðuneyti, dagsettur 3. apríl 2007, þar sem hann tilkynnir að ráðuneytið sé tilbúið til þátttöku í endurskoðun tillögu að vaxtarsamningi fyrir Norðurland vestra. Fundarhlé gert kl. 10:55 Önnur mál
|
|
13.
| Heimsókn fulltrúa Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
|
| Mál nr. SV070214
|
Nefndarmenn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, Sævar Sigurgeirsson, formaður, Guðni Geir Einarsson og Þórður Skúlason komu á fund ráðsins kl. 12:00 ásamt Jóhannesi Finni Halldórssyni, starfsmanni nefndarinnar til að fara yfir fjármál sveitarfélagsins, hver helstu vandamálin séu og orsakir þeirra og hvernig menn sjá fyrir sér að þau muni þróast á næstu mánuðum og árum. Viku þeir síðan af fundi.Góðar og gagnlegar viðræður urðu um fjármál sveitarfélagsins og framtíðarhorfur í þeim málum. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:45Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar