Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

388. fundur 26. apríl 2007
Fundur  388
26. apríl 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 26. apríl kl. 15:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Egilsson, Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Ársreikningur 2006
 
 
Mál nr. SV070250
 
 
Ársreikningur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2006 lagður fram og kynntur.  Endurskoðandi, Kristján Jónasson, kom á fund ráðsins og fór yfir og skýrði reikninginn.  Vék hann hann svo af fundi.
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2006 eru þessar; rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 2.339,0 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.034,1 mkr.  Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 1.996,2 mkr., en  2.201,9 mkr. í A og B-hluta.  Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 92,1 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 238,2 mkr.  Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 54,2 mkr. og neikvæð í samanteknum A og B hluta að upphæð 65,1 mkr.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2006 nam 784,4 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 492,1 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.072,3 mkr. og A og B-hluta í heild  2.139,2 .  Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 563,6 mkr. og skammtímaskuldir 455,4 mkr.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.
 
Byggðarráð samþykkir einnig að hafa kynningu á ársreikningnum fyrir sveitarstjórnarmenn, formenn nefnda, sviðstjóra og forstöðumenn rekstrareininga á undan sveitarstjórnarfundinum næstkomandi mánudag.  Staðsetning tilkynnt síðar.
 
 
 
 
 
2.
Vaxtarsamningur fyrir Norðurland vestra
 
 
Mál nr. SV070196
 
 
Bréf hafa borist frá frá Samtökum sveitarfél. á Norðurl. vestra og Byggðastofnun þar sem lýst er vilja til að taka þátt í endurskoðun vaxtarsamningsins og skipa fulltrúa í starfshóp.  Áður hafði borist sambærileg yfirlýsing frá Iðnaðarráðuneyti.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópinn.
 
 
 
 
3.
Byggðasaga Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV070232
 
 
Fulltrúar úr útgáfustjórn Byggðasögu Skagafjarðar mættu á fund ráðsins til viðræðu.  Borist hefur frá stjórninni tillaga að nýjum samningi um útgáfuna til fjögurra ára með þátttöku sveitarfélagsins. Er við það miðað að fjárframlög aðila að samningnum nái að fjármagna tvö stöðugildi, stöður ritstjóra og aðstoðarmanns hans og þannig hægt að hraða útgáfu þeirra binda sem eftir eru.  Véku þau svo af fundi.
Byggðarráð tekur jákvætt í að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
 
 
 
 
4.
Minnisvarði um Jónas Kristjánsson lækni
 
 
Mál nr. SV070105
 
 
Í tilefni 70 ára afmælis Náttúrulækningafélags Íslands, sem stofnað var á Sauðárkróki 5. júlí 1937, hyggst félagið reisa minnisvarða um Jónas Kristjánsson, lækni, og samferðamenn hans á Sauðárkróki.  Í erindi sem tekið var fyrir í byggðaráði 20. febr. s.l. var þess farið á leit við sveitarfélagið að það styðji við verkefnið með því að sjá um framkvæmd við jarðvegsvinnu og frágang, þ.m.t. hellulögn við minnisvarðann.  Áætlun tæknideildar um kostnað verður lögð fram á fundinum.
Í stað þess að sjá um framkvæmdina með beinum hætti samþykkir byggðarráð að styrkja verkefnið um kr. 400.000 af fjárhagslið 21890 Ýmsir styrkir og framlög.
 
 
 
 
5.
Umf. Hjalti. - Umsókn um styrk til byggingar sparkvallar á Hólum.
 
 
Mál nr. SV070141
 
 
Ungmennafélagið Hjalti endurnýjar umsókn um styrk til byggingar sparkvallar við Grunnskólann á Hólum.  Sótt er um 3 millj. króna styrk og fylgir umsókninni ítarleg kostnaðar- og fjármögnunaráætlun ásamt greinargerð um fyrirkomulag framkvæmda. Í fjármögnunaráætlun leggur félagið auk þess til að fjármunum sem áætlaðir eru í frágang skólalóðar í fjárhagsáætlun ársins verði varið í þetta verkefni.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 3 mkr. sem verður tekið af framkvæmdafé ársins og auk þess verður 2ja mkr. fjárframlag flutt af frágangi skólalóðar við Grunnskólann á Hólum til þessa verkefnis.
 
 
 
 
6.
Víkingaland - bygginga- og kostnaðaráætlun.
 
 
Mál nr. SV070129
 
 
Borist hefur endurnýjuð umsókn um landssvæði fyrir fyrirhugað Víkingaland.  Umsækjandi er farinn að viða að sér efni sem koma þarf fyrir og þá helst á væntanlegu byggingarlandi.  Í umsókn er fallið frá ósk um 10 ha. lands og í stað þess sótt um reit fyrir húsin á svæðinu sem áfram yrði opið útivistarsvæði.
Byggðarráð telur að málið sé lítið ígrundað og ekki liggja fyrir formlegar bygginganefndarteikningar.  Byggðarráð telur fyrirliggjandi kostnaðaráætlun óraunhæfa og fjármögnun verkefnisins óljósa. Áður hefur komið fram að umrætt svæði er ekki í aðalskipulagi skilgreint sem byggingarsvæði heldur almennt útivistar- og skógræktarsvæði.  Á þessum forsendum hafnar byggðarráð erindinu.
 
 
 
 
7.
Alþingiskosningar 2007
 
 
Mál nr. SV070248
 
 
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 12. maí 2007 lögð fram.
 
Komið hefur verið óformlega á framfæri við sveitarfélagið ósk um að sett verði upp sérstök kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki á kjördag í komandi Alþingiskosningum.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að opna kjördeild og skipa kjörstjórn til starfa á Heilbrigiðsstofnuninni Sauðárkróki vegna alþingiskosninga 12. maí nk.
 
Kjörstaðir verði því eftirfarandi:  Félagsheimilið Skagasel, Bóknámshús FNv, Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn Sólgörðum og Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki.
 
Byggðarráð vísar kjörskránni til staðfestingar sveitarstjórnar.
 
 
 
 
8.
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
 
 
Mál nr. SV070251
 
 
Lagt fram aðalfundarboð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra fimmtudaginn 3. maí 2007 í húsnæði skólans.
Byggðarráð samþykkir að Þóra Björk Jónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og fari með atkvæðisrétt þess.
 
 
 
 
9.
Íþróttamiðstöð á Sauðárkróki
 
 
Mál nr. SV070252
 
 
Lagt fram erindi frá félags- og tómstundanefnd af fundi þann 23. apríl sl., þar sem nefndin gerir tillögu til byggðarráðs um stofnun Íþróttamiðstöðvar á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
 
 
 
 
10.
Málefni Eignasjóðs
 
 
Mál nr. SV070230
 
 
1. Birkimelur 10, Varmahlíð - fyrirhugaður lóðarfrágangur. Erindi frá skipulags- og bygginganefnd 20. mars 2007.
2. Trúnaðarmál.
3. Íbúðir á Steinsstöðum.
1. Byggðarráð sem eigandi Birkimels 8a og 8b mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum og telur að fyrirhugaðir lóðarveggir á lóðarmörkum séu of háir.
 
2. Sjá trúnaðarbók.
 
3. Kynnt endurmat fasteignasala á íbúðum á Steinsstöðum.  Byggðarráð samþykkir að fasteignirnar verði ekki auglýstar til sölu að svo stöddu.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
11.
Aðalfundur Tækifæris hf 2007
 
 
Mál nr. SV070231
 
 
Boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. á Akureyri mánudaginn 30. apríl n.k. kl. 15.
 
 
 
 
12.
Áskorun frá Félagi eldri borgara
 
 
Mál nr. SV070249
 
 
Áskorun hefur borist frá aðalfundi Félags eldri borgara í Skagafirði sem haldinn var þann 23. apríl s.l. þar sem skorað er á sveitarstjórn Skagafjarðar að beita sér fyrir úrlausn í húsnæðismálum vegna tómstundastarfs fyrir eldri borgara.
 
 
 
 
13.
Hafnarframkvæmdir og sjóvarnir 2007
 
 
Mál nr. SV070233
 
 
Siglingastofnun sendir yfirlit yfir ríkisstyrktar framkvæmdir í höfnum Skagafjarðar sem ráðgert er að fara í á þessu ári.
 
 
 
 
14.
Lánasjóður sveitarfélaga - Niðurfelling lántökugjalda
 
 
Mál nr. SV070234
 
 
Lánasjóður sveitarfélaga kynnir þá breytingu að felld eru niður lántökugjöld af lánveitingum sjóðsins til sveitarfélaga frá og með 1.  janúar 2007 að telja.