Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
389. fundur
08. maí 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 389 - 8. maí 2007 Ár 2007, þriðjudaginn 8. maí kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Bjarni Egilsson, Gísli Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn GuðmundsdóttirAuk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Fundarritari var Margeir Friðriksson Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Vinabæjarmót í Kristianstad 23.-26. maí
|
| Mál nr. SV070255
|
Lögð fram tilkynning um #GLlítið#GL vinabæjamót í vinabæ sveitarfélagsins í Kristianstad, Svíþjóð, 23.-26. maí nk. Þema mótsins verður skipulagsmál og þróun sveitarfélaga.Byggðarráð samþykkir að senda einn fulltrúa frá meirihluta og annan frá minnihluta sveitarstjónar auk sveitarstjóra, starfsmanns af umhverfis- og tæknisviði og sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs.
|
|
2.
| Fluga hf. - málefni félagsins, staða og framtíðarsýn.
|
| Mál nr. SV070259
|
Árni Gunnarsson, Steinþór Tryggvason og Vésteinn Vésteinsson komu á fund ráðsins til að ræða málefni félagsins. Viku þeir síðan af fundi.
|
|
3.
| Minnisvarði um Jón Ósmann - hugmynd
|
| Mál nr. SV070261
|
Lagt fram bréf frá áhugahópi um að reisa minnisvarða um ferjumanninn Jón Ósmann við vesturós Héraðsvatna. Stefán Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson og Sigurður Haraldsson komu á fund ráðsins og kynntu þær hugmyndir sem unnið er að. Viku þeir síðan af fundi.Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna málið nánar.
|
|
4.
| Viðbygging við verknámshús FNV
|
| Mál nr. SV070134
|
Farið yfir kostnaðaráætlun og breytingar á hönnunarforsendum vegna undirbúnings fundar í menntamálaráðuneyti þann 9. maí.Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og heimilar honum að ganga frá samkomulagi við menntamálaráðuneytið á grundvelli fyrirliggjandi gagna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
|
|
5.
| Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur.
|
| Mál nr. SV070256
|
Aðstandendur Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur óska eftir að hitta sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundi 24. maí nk.Byggðarráð samþykkir að kynningarfundur verði haldinn fyrir sveitarstjórnarfund 24. maí nk.
|
|
6.
| Náttúrustofa Norðurl.v. - kynningarfundur
|
| Mál nr. SV070262
|
Lagt fram erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, þar sem óskað er eftir að fá að kynna starfsemi Náttúrustofunnar fyrir sveitarstjórn.Byggðarráð samþykkir að Náttúrustofa Nlv. haldi kynningarfund fyrir sveitarstjórnarfund 10. maí nk.
|
|
7.
| Staða framkvæmda í Miðgarði - fyrirspurn
|
| Mál nr. SV070260
|
Lögð fram fyrirspurn frá Gísla Árnasyni (VG) þar sem hann óskar eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við Menningarhúsið Miðgarð. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta fundar bygginganefndar Menningarhússins Miðgarðs, sem verður haldinn næsta þriðjudag.
|
|
8.
| Ný lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 01.07.07
|
| Mál nr. SV070258
|
Lagður fram tölvupóstur frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dagsettur 27. apríl 2007 þar sem kynnt er gildistaka nýrra laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald þann 1. júlí nk. Þar er gert ráð fyrir einu rekstrarleyfi sem kemur í stað veitinga/gististaðaleyfis, vínveitingaleyfis og skemmtanaleyfis. Óskað er eftir að sveitarfélagið framlengi veitingaleyfi sem renna út fyrir 1. júlí nk. án kostnaðar fyrir fyrirækin ef slík tilvik koma upp.Byggðarráð samþykkir erindið. Lagt fram til kynningar
|
|
9.
| Skólamál - úrbætur í húsnæðismálum leikskóla og grunnskóla
|
| Mál nr. SV070132
|
Kynntar hugmyndir um leiðir til úrbóta í húsnæðismálum leik- og grunnskóla og mögulegar fjármögnunarleiðir.
|
|
10.
| Tilkynning um 15. ársþing SSNV
|
| Mál nr. SV070254
|
Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar SSNV um að halda 15. ársþing SSNV dagana 24. og 25. ágúst 2007. Þingið verður haldið í Húnavatnshreppi. Dagskrá og þingstaður verður kynnt síðar. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:57Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar