393. fundur
12. júní 2007
Byggðarráð SkagafjarðarFundur 393 - 12. júní 2007 Ár 2007, þriðjudaginn 12. júní kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Fundinn sátu: Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Egilsson og Bjarni Jónsson, áheyrnarfulltrúi. Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir. Erindi til afgreiðslu
|
|
1.
| Umf Tindastóll - beiðni um styrk v. afmælis
|
| Mál nr. SV070319
|
Lagt fram bréf frá afmælisnefnd Umf. Tindastóls, dags. 14. maí sl., þar sem farið er fram á styrk frá sveitarfélaginu, að upphæð kr. 500.000 vegna 100 ára afmælis félagsins.Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið vegna afmælishaldsins um allt að kr. 500.000. Skal upphæðin tekin af fjárhagslið 21890 Ýmsir styrkir og framlög. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir með umsækjendum.
|
|
2.
| Fluga hf - aðalfundarboð 2007
|
| Mál nr. SV070323
|
Lagt fram aðalfundarboð Flugu hf. Fundarstaður og tími: Anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða 19. júní 2007 kl. 20:00.Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fari með atkvæði Sveitarfél. Skagafjarðar á aðalfundi Flugu hf.
|
|
3.
| Sundlaugin, Varmahlíð - öryggisbúnaður
|
| Mál nr. SV070328
|
Bréf frá Páli Dagbjartssyni, dags. 5. júní 2007, þar sem hann fer fram á að fjárfest verði í öryggisbúnaði við Sundlaugina í Varmahlíð, s.s. eftirlitsmyndavélum og upptökutækjum. Undinn verði bráður bugur að þessu svo búnaðurinn verði kominn í notkun fyrir háannatíma sumarsins.Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
|
|
4.
| Skagfirðingasveit - umsókn v. Lækkunar fasteignagjalda
|
| Mál nr. SV070326
|
Lögð fram fyrirspurn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit, dags. 8. júní sl., um rétt til lækkunar fasteignaskatts. Meðfylgjandi eru ársskýrsla og ársreikningar f. 2006.Byggðarráð felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að kanna hvort þessi umsókn falli undir nýlega settar reglur um lækkun fasteignaskatts. Að þeirri athugun lokinni mun málið tekið til afgreiðslu hjá byggðarráði.
|
|
5.
| Lög Jóns Björnssonar - umsókn um útgáfustyrk
|
| Mál nr. SV070300
|
Bréf Eiðs B. Guðvinssonar, dags. 27. maí sl., þar sem hann sækir um styrk til endurútgáfu hljómdisks með lögum Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum. Allur hagnaður af sölu disksins rennur óskiptur til Tónlistarskóla Skagafjarðar.Byggðarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 60.000, sem teknar skulu af fjárhagslið 21890 Ýmsir styrkir og framlög.
|
|
6.
| Málefni Eignasjóðs - Austurgata 7, Hofsósi
|
| Mál nr. SV070295
|
Lagt fram bréf frá Auði Björk Birgisdóttur og Páli P.D. Hreinssyni, þar sem þau óska eftir fá húsnæðið Austurgötu 7, Hofsósi, til leigu, en húsnæðið þarfnast nokkurs viðhalds. – Áður á dagskrá 30. maí sl.Byggðarráð tekur jákvætt í að leigja umsækjendum íbúðina en felur tæknideild að fara yfir viðhalds- og endurbótaþörf á húsnæðinu, áður en til leigu kemur. 7.
| Menningarhús - samþ. umræður um uppbyggingu
|
| Mál nr. SV070182
|
Með vísan til bréfs frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 16. maí 2007, sem kynnt var á fundi byggðarráðs 30. maí sl., þar sem ráðuneytið fellst á beiðni um að umræður um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði verði teknar upp að nýju, hefur verið ákveðinn fundur í ráðuneytinu n.k. fimmtudag, 14. júní kl. 11:00. Samþykkt að þeir fulltrúar úr Byggingarnefnd Miðgarðs sem sjá sér það fært, ásamt sveitarstjóra mæti til fundarins. Sveitarstjóra falið að hafa samband við Agnar H. Gunnarsson, Miklabæ. Lagt fram til kynningar
|
|
8.
| Styrktarsjóður EBÍ
|
| Mál nr. SV070321
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Styrktarsjóði EBÍ, þar sem sveitarfélögum er boðið að senda inn umsóknir um stuðning við sérstök framfaraverkefni á vegum sveitarfél. skv. sérstökum reglum þar um.
|
|
9.
| Íshestar - hluthafafundarboð
|
| Mál nr. SV070329
|
Lagt fram aðalfundarboð f. Íshesta hinn 22. júní 2007, kl. 12:00 í starfsstöð félagsins. Kjósa skal nýjan stjórnarmann í stað Þráins Vigfússonar, en Gísli Friðjónsson hefur gefið kost á sér til stjórnarstarfa og nýtur til þess stuðnings.
|
|
10.
| Jafnréttisgátlistar
|
| Mál nr. SV070324
|
Lagt fram bréf Forsætisráðuneytis, dags. 5. júní sl., en ráðuneytið hefur, í samvinnu við Jafnréttisstofu unnið spurningalista - Jafnréttisgátlista -, sem sendur er þeim, sem koma að opinberri stefnumótun á vegum sveitarfélaga. Svör þau, er berast, verða notuð við stefnumótunarvinnu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti kynjanna.
|
|
11.
| Refa- og minkaveiðar 2006-2007
|
| Mál nr. SV070327
|
Bréf frá UST um endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða á tímabilinu sept. 2006 - ágúst 2007. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:40. Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari fundargerðar