Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

398. fundur 14. ágúst 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  398 - 14. ágúst 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fundargerðir nefnda
 
 
Mál nr. SV070401
 
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 9. ágúst 2007.  Dagskrárliðir eru 25.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina samhljóða.
 
 
2.
Fornleifavernd ríkisins - húsnæðismál
 
 
Mál nr. SV070395
 
Lagt fram bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 25. júlí 2007 varðandi húsnæði minjavarðar Norðurlands vestra og deildarstjóra skráningarmála á Sauðárkróki.  Óskar stofnunin eftir því að ganga til samninga við sveitarfélagið um áframhaldandi samvinnu vegna húsnæðismála stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ganga til samninga við Fornleifavernd ríkisins.
 
 
3.
Bréf frá íbúum við Laugatún v.frágangs götu
 
 
Mál nr. SV070396
 
Lagður fram undirskriftalisti frá íbúum við Laugatún 18-26 og 30-32 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að frágangi lóða húsanna, svo og að gengi verði endanlega frá norðurhluta götunnar sem fyrst.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs sveitarfélagsins.
 
 
4.
Hinsegin dagar - styrkbeiðni
 
 
Mál nr. SV070397
 
Lagt fram bréf frá samstarfsnefnd Hinsegin daga í Reykjavík, dagsett 1. ágúst 2007, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til styrktar hátíðarhöldunum.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við þessu erindi.
 
 
5.
Hestheimar - umsókn um lóð
 
 
Mál nr. SV070398
 
Lagður fram tölvupóstur frá Gísla Sveinssyni og Ástu Beggu Ólafsdóttur, Hestheimum, dagsettur 2. ágúst 2007, þar sem óskað er eftir að kaupa eina skipulagða lóð í Steinsstaðahverfi ásamt 12-15 ha. landspildu sem liggur með Dalsplássvegi og að mörkum Stapa.
Byggðarráð samþykkir að vísa umsókn um skipulagða lóð í Steinsstaðahverfi til skipulags- og bygginganefndar.
Sveitarfélagið hefur ekki uppi áform um að selja jörðina að svo komnu máli.  Byggðarráð samþykkir að framtíðarnotkun jarðarinnar Steinsstaða verði tekin til skoðunar.
 
Önnur mál
 
6.
Framtíðaruppbygging Hólaskóla - Háskólans á Hólum
 
 
Mál nr. SV070402
 
Á fundinn komu Jón E. Friðriksson framkv.stj. FISK Seafood á Sauðárkróki, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla - Háskólans á Hólum, Gísli Svan Einarsson framkv.stj. Versins og Tryggvi Sveinbjörnsson ráðgjafi til að kynna framtíðaruppbyggingu Hólaskóla og Versins.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Tilk. um ráðningu menningarfulltrúa Nlv
 
 
Mál nr. SV070399
 
Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá SSNV um ráðningu menningarfulltrúa Norðurlands vestra með starfsaðstöðu á Skagaströnd. Ingibergur Guðmundsson var ráðinn í starfið frá og með 1. ágúst 2007.
 
 
8.
Hætta vegna ofanflóða - könnun
 
 
Mál nr. SV070394
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Veðurstofu Íslands, dagsett 19. júlí 2007 varðandi hættu vegna ofanflóða, ásamt eintaki af greinargerðinni #GLKönnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi#GL.  Greinargerðin er einnig aðgengileg á vef Veðurstofunnar, http://andvari.vedur.is/utgafa/greinargerdir/2006/06020.pdf
Í greinargerðinni kemur m.a. fram að innan núveradi þéttbýlis á Hólum í Hjaltadal er ofanflóðahætta talin innan ásættanlegra marka.  Takmarkast það mat við hættumetið svæði sem er dregið á kort í viðauka.  Hins vegar kemur fram að hluti byggðar á Sauðárkróki þarfnist frekari skoðunar.  Því mælir Veðurstofan með því að unnið verði formlegt hættumat fyrir Sauðárkrók.  Vinna við slíkt hættumat er að fullu greidd af ofanflóðasjóði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og óskar eftir að hún hlutist til með að unnið verði hættumat fyrir Sauðárkrók og skipuð verði hættumatsnefnd fyrir sveitarfélagið.
 
 
9.
070801 - Fundarg. Samstarfsn. lögreglu og sveitarfélags
 
 
Mál nr. SV070400
 
Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga í Skagafirði, frá 1. ágúst 2007.
 
 
10.
Upplýsingar um rekstur janúar - júní 2007
 
 
Mál nr. SV070403
 
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins fyrstu sex mánuði ársins.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:55
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar